Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 30. apríl 2019

Útiíţróttir og voriđ

Nemendur af miđstigi á ćrslabelgnum í góđa veđrinu í dag
Nemendur af miđstigi á ćrslabelgnum í góđa veđrinu í dag

Á morgun 1. maí er Baráttudagur verkamanna og því frídagur í skólanum. Nemendur skilja ekkert í öllum þessum frídögum að undanförnu, sérstaklega þessir yngstu.

 

Það er allt að komast á fullt skrið á síðustu vikum skólastarfsins og nóg um að vera. En það er gjarnan þannig að vikurnar í maí líða mjög hratt þegar páskarnir eru svona seint eins og á þessu ári. Því skiptir máli að nemendur nýti tímann sinn vel og stefni áfram að markmiðum sínum, lesi minnst 5x í viku heima og í skóla og fl.

 

Á mánudaginn 29. apríl var síðasti inni íþróttatíminn á skólaárinu sem þýðir að á fimmtudaginn 2. maí verður "fyrsti" í útií þróttum. Það þarf að huga að því að vera klæddur til útivistar, huga að skófatnaði og gott að hafa þurra sokka í töskunni. Nemendur þurfa að fara í sturtu eftir úti íþróttir.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 8. apríl 2019

Árshátíđ G.Ţ.

Nemendur á elsta stigi sáu um auglýsingahönnun
Nemendur á elsta stigi sáu um auglýsingahönnun
1 af 4

Nú fer óðum að styttast í árshátíðina en nemendur hafa undanfarnar vikur verið að æfa leikrit um ævintýra strákinn Pétur Pan og félaga hans.

 

Frumsýning er kl. 10 fimmtudaginn 11. apríl og munu börn á leikskólanum Laufási koma fram og syngja. 

Seinni sýning er kl. 20 og munu nemendur í 8.-9. bekk vera með sjoppu í hléi.

Aðgangseyri er 2000 kr. fyrir 16 ára og eldri- frítt fyrir börn. Sýningin tekur um einá og hálfa klst.

 

Nemendur mæta í Félagsheimilið kl. 9 um morguninn og kl. 19 um kvöldið. Skólabíll sækir nemendur í sveitinni fyrir báðar sýningar, foreldrar beðnir um að sjá um heimferð eftir kvöldsýninguna (brottför frá Ketilseyri að morgni kl. 8:45 og að kvöldi kl. 18:45).

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 3. apríl 2019

Blár dagur á föstudaginn 5. apríl

1 af 4

Af því að það er blár apríl ætlum við að mæta í einhverju bláu í skólann föstudaginn 5. apríl. En af hverju í einhverju bláu og af hverju blár apríl? Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir Bláum Apríl, árlegu vitundarátaki um einhverfu þar sem fólk er hvatt til að kynna sér málefni einhverfra og sýna einhverfum stuðning og samstöðu. Nánari upplýsingar og áhugaverð myndbönd sem lýsa einhverfu má finna á slóðinni http://www.blarapril.is/.

 

Í fyrra gerði Krakkarrúv einnig áhugavert myndband sem má finna hér

 

Sjáumst í bláu á föstudaginn, kveðja nemendaráð G.Þ :)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 26. mars 2019

Fulltrúar skóla,-og tómstundasviđs á Ţingeyri

Margrét Halldórsdóttir og Guðrún Birgisdóttir frá Skóla og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar ætla að vera á Þingeyri fimmtudaginn 4. apríl frá kl. 9-14 í Blá bankanum og skólunum tveim, G.Þ. og Laufás. Þær bjóða upp á viðtalstíma frá kl. 11-13.
Þeir sem vilja fá viðtal við þær stöllur er bent á að senda þeim beiðni um viðtal á netföngin þeirra,  margreth@isafjordur.is og gudrunbi@isafjordur.is
 
Hvetjum foreldra og þá sem hafa áhuga á því að ræða við þær um skólamál og tómstundir og fl. sem snýr að skóla, og fjölskyldumálum til að nýta tækifærið.
Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miđvikudagurinn 20. mars 2019

Lokahátíđ Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Matti les fyrir hönd G.Ţ.
Matti les fyrir hönd G.Ţ.
1 af 2

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Hömrum á Ísafirði í gær, 19. mars. Þar leiddu saman hesta sína 10 lesarar sem valdir höfðu verið fulltrúar sinna skóla í undankeppnum skólanna. Þeir stóðu sig allir með stakri prýði og höfðu bæði bæjarstjórinn okkar og fulltrúi dómnefndar orð á því að það þyrfti hugrekki og dug til að standa fyrir framan fullan sal af fólki og lesa/flytja ljóð og sögubúta af yfirvegun og vandvirkni. Sem þessir krakkar gerðu svo sannarlega. Dómnefndinni var því vandi á höndum, en hún komst að lokum að niðurstöðu. Það voru þau Guðrún Eva Bjarkadóttir, Hákon Ari Heimisson og Hekla Hallgrímsdóttir, öll frá Grunnskólanum á Ísafirði, sem skipuðu 3 efstu sætin. Kristinn Hallur Jónsson frá Grunnskóla Bolungarvíkur hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir skemmtilegan flutning á gömlu, góðu Aravísunum.

Baldur Sigurðsson, fulltrúi dómnefndar sagðist hafa farið á margar lokakeppnir í gegnum árin, en alltaf væri sérstakur hátíðarblær yfir lokahátíðinni á Ísafirði. Þetta er því alltaf sannkölluð loka- og uppskeruhátíð, sem ber nafn með rentu.

Fulltrúinn okkar, Ástvaldur Mateusz Kristjánsson (Matti) var sjálfum sér, fjölskyldu sinni og skólanum til mikils sóma og las af miklum myndarbrag sinn texta og ljóð.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 16. mars 2019

Hjólavika á Ţingeyri

Þeir nemendur sem koma með hjól á þriðjudaginn í skólann fá tækifæri til að taka þátt í skemmtilegu verkefni sem ber heitið Hjólavika á Þingeyri. Þeir nemendur skólans sem vilja taka þátt þurfa að koma í skólann á hjóli þriðjudaginn 19. mars. Í boði er stillingar og yfirferð til að gera hjólin klár fyrir sumarið. Þeir nemendur sem taka þátt er einnig boðið í morgunmat. Minnum á hjálma og að elstu nemendurnir geta fengið lánuð hjól sem ekki eiga.
Auglýsing í viðhengi!
Þátttaka er val nemenda, þeir sem koma ekki á hjólum verða í tímum samkvæmt stundaskrá.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | ţriđjudagurinn 12. mars 2019

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Sigurvegarar dagsins, Ástvaldur Mateusz, Sverrir Bjarki og Stanislaw.
Sigurvegarar dagsins, Ástvaldur Mateusz, Sverrir Bjarki og Stanislaw.
1 af 2

Í dag, þriðjudaginn 12. mars, var haldin undankeppni  "litlu skólanna" fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk.

Það fyrirkomulag hefur verið í nokkur ár að grunnskólarnir á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík halda sameiginlega undakeppni þar sem nemendur í 7. bekk leiða saman hesta sína og lesa upp texta og ljóð af stakri snilld.

     Að þessu sinni voru það 8 börn úr Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskólanum á Suðureyri sem öttu kappi. Þau lásu öll vel og fallega upp og voru sér og sínum til mikils sóma. Eins og í alvöru keppni eru dómarar og voru dómarar dagsins Hildur Inga Rúnarsdóttir, Sigmundur F. Þórðarson og Guðrún Birgisdóttir.

     Tveir nemendur voru valdir til þess að taka þátt á lokakvöldinu sem haldið verður í Hömrum þann 19. mars n.k. kl. 17.00. Það voru þeir Ástvaldur Mateusz Kristjánsson frá G.Þ. og Sverrir Bjarki Svavarsson frá G.S. sem voru valdir og Stanislaw Anikiej frá G.S. er varamaður.

     Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju og þökkum fyrir góða og skemmtilega keppni.

Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni í Grunnskólanum á Þingeyri.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 4. mars 2019

Skemmtilegir lođnir og fiđrađir litlir gestir

Í febrúar heimsóttu litlir kanínu ungar nemendur í 3.-4. bekk. Tilgangur heimsóknarinnar var að nemendur voru/eru að læra um lífið í sveitinni og þær afurðir og nytjar sem fólk hefur af náttúrunni. Það var því tilvalið að bjóða þeim í skólann og tengja við loðdýraræktar efnið sem nemendur hafa verið að læra um. Kanínu ungarnir vöktu mikla lukku og allir krúttuðu yfir sig því þeir voru svo sætir og með mjúkann feld.

 

Nemendur á yngsta stigi hafa verið að læra um húsdýr og því var alveg grá upplagt að segja já við heimsóknarboði sem við fengum frá áhugasömum hænsnaræktanda um að 10 vikna hænuungar kæmu í heimsókn í skólann. Mið stigs nemendur græddu einnig á heimsókninni og fengu m.a. að skýra einn ungann sem auðvitað fékk nafnið Harmonie (úr Harry Potter, en nemendur á mið stigi lesa mikið um ævintýri hans). Látum nokkrar myndir fylgja frá heimsókninni sem segja meira en mörg orð.

 

Takk Marta og Hulda fyrir að koma með litlu greyin í heimsókn. Heimsóknirnar vöktu mikla kátínu og áhuga Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 14. febrúar 2019

Breytt tímasetning á árshátíđ G.Ţ.

Frá árshátíđ 2017 ţegar Konungur ljónanna var sett upp.
Frá árshátíđ 2017 ţegar Konungur ljónanna var sett upp.

Vegna Skólahreystikeppni þann 21. mars höfum við ákveðið að flytja árshátíðina okkar til 11. apríl. Undirbúningur fyrir hana fer að hefjast. Í ár er það eitt stórt leikrit sem verður æft og sýnt í félagsheimilinu. Leikritið sem við ætlum að sýna er um hinn síunga og ævintýragjarna Pétur Pan og vini hans. Pétur Pan er þekktastur fyrir að vera drengurinn sem vildi ekki fullorðnast. Hægt er að lesa meira um sögu persónuna Pétur Pan hér og komast að því hvort að Pétur hafi jafnvel verið raunveruleg persóna.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 7. febrúar 2019

Netnotkun barna og unglinga

Á þriðjudaginn hlustuðu nemendur á elsta stigi á þátt í "Menntavarpi" (Menntavarp er hlaðvarp um menntamál, framtíðina, nám og kennslu. Umsjónarmaður er Ingvi Hrannar Ómarsson). Þátturinn var um netnotkun barna og unglinga og viðmælandi Ingvars var sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson. Nemendur voru sammála um að allir foreldrar ættu að hlusta á þennan þátt. Eru tölvuleikir og samfélagsmiðlar hættulegir? Hvernig getum við stýrt netnotkun? Er eitthvað sem við þurfum að varast og hvað þá helst? Er hægt að líkja samskiptum á netinu við samskipti augliti til auglitis?

Slóðin á þáttinn er: http://ingvihrannar.com/eyjolfur-orn-jonsson-netnotkun-barna-og-unglinga/

Við hvetjum alla foreldra til að gefa sér tíma til að hlusta á þáttinn því margt í honum hvetur okkur til að hugsa meira um það hvernig við eigum að umgangast og nýta tæknina til góðs. Þáttinn er hægt að sækja í snjalltækjum og hlusta á í bílum með bluetooth.

« 2025 »
« Apríl »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón