Netnotkun barna og unglinga
Á þriðjudaginn hlustuðu nemendur á elsta stigi á þátt í "Menntavarpi" (Menntavarp er hlaðvarp um menntamál, framtíðina, nám og kennslu. Umsjónarmaður er Ingvi Hrannar Ómarsson). Þátturinn var um netnotkun barna og unglinga og viðmælandi Ingvars var sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson. Nemendur voru sammála um að allir foreldrar ættu að hlusta á þennan þátt. Eru tölvuleikir og samfélagsmiðlar hættulegir? Hvernig getum við stýrt netnotkun? Er eitthvað sem við þurfum að varast og hvað þá helst? Er hægt að líkja samskiptum á netinu við samskipti augliti til auglitis?
Slóðin á þáttinn er: http://ingvihrannar.com/eyjolfur-orn-jonsson-netnotkun-barna-og-unglinga/
Við hvetjum alla foreldra til að gefa sér tíma til að hlusta á þáttinn því margt í honum hvetur okkur til að hugsa meira um það hvernig við eigum að umgangast og nýta tæknina til góðs. Þáttinn er hægt að sækja í snjalltækjum og hlusta á í bílum með bluetooth.