Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 19. nóvember 2024

Árshátíð G.Þ.

Auglýsingagerð: Nanna Björg
Auglýsingagerð: Nanna Björg

Árshátíð G.Þ. verður fimmtudaginn 21. nóvember. Nemendur á elsta stigi og miðstigi hafa undanfarnar vikur verið að semja æfa leikrit þar sem persónur úr ævintýrum fjalla um mikilvægi vináttu og læra af mistökum. Nemendur á yngsta stigi ætla að syngja og leika Minkinn í hænsnakofanum.

 

Fyrri sýning er kl. 10 og börnin á Laufási koma fram. Ávextir í boði í hléi.

Seinni sýning verður kl. 19:30 og sjoppa í hléi.

 

Aðgangseyrir er 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri.


Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.

Af mistökum lærum við margt. Hlökkum til að sjá ykkur.

 
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. nóvember 2024

Saman gegn einelti

Sáttmáli G.Þ. gegn einelti 2024-25
Sáttmáli G.Þ. gegn einelti 2024-25
1 af 5

8. nóvember er baráttudagur gegn einelti ár hvert. Í tilefni þess héldum við fund "á sal" þar sem við fórum saman yfir það hvað er einelti og hvernig hægt er að sporna við því. Dagur gegn einelti tengist 2. grein Barnasáttmálans um jafnræði og bann við mismunun. 

  • Börn eiga að njóta réttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra ogstöðu.

  • Í 3. grein er svo fjallað um það sem er barninu fyrir bestu, að börn eiga að njóta verndar og umömmunar.

 

Eftir fundinn bjuggum við til sáttmála sem fellst í því að við samþykkjum ekki einelti í skólanum okkar. Nemendur stympluðu hendina sína á efni sem verður hengdt upp á vegg til að minna okkur á. Umsjónarkennarar héldu umræðum áfram og bekkjarsáttmáli skoðaður í námshópum.

 

Góðmennska er allrabesti ofurkrafturinn sem allir geta æft sig í.

Áætlun gegn einelti má finna hér (á heimasíðuskólans). Áæltunin var einnig send á foreldra og kennara í tölvupósti.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. nóvember 2024

Hrekkjavökuuppskeruhátíð

Stuttmyndir eftir nemendur voru sýndar á uppskeruhátíð þemaverkefnis um hrekkjavöku.
Stuttmyndir eftir nemendur voru sýndar á uppskeruhátíð þemaverkefnis um hrekkjavöku.

Hrekkjavöku þemanu lauk 31. október með uppskeruhátíð "litlu skólanna"  á Suðureyri. Nemendur í skólunum þremur voru þá búin að  vinna í þemaverkefni tengt Hrekkjavöku síðan í september. Nemendur voru búnir að gera  stuttmyndir, sögu, búninga og skreytingar fyrir hátíðina. Einnig voru þeir búnir að búa til allskonar bakkelsi sem boðið var upp á s.s. hrekkjavökumuffins, fingur, pylsubita í felum, kókóskúlur og popp. Stuttmyndir voru sýndar og dansað. Þetta heppnaðist mjög vel og allir skemmtu sér konunglega. 

Næsta verkefni  hefst eftir árshátíðina í lok nóvember. Það verkefni er íslensku og lífsleikni miðað og heitir "Bókin mín". 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 25. október 2024

Samstarfsverkefni

yngsta stig í útkennslu
yngsta stig í útkennslu
1 af 2

Grunnskólinn á Suðureyri, Grunnskólinn á Þingeyri og Grunnskóli Önundarfjarðar

Fámennu skólarnir þrír hjá Ísafjarðarbæ, undir leiðsögn Ásgarðs skólaþjónustu, hófu á þessu skólaári samstarf um útfærslu á fjórum þemaverkefnum sem útbúin hafa verið út frá nýrri menntastefnu ríkisins. 

Verkefnið, sem stendur í tvö ár, fékk 2 mkr styrk frá Sprotasjóði sem er veglegur stuðningur við gæðastarf í skólunum. Sérstök áhersla verður lögð á teymiskennslu kennara og leytast verður við að verkefnin verði við hæfi allra nemenda og að fjölbreytileikinn fái að njóta sín.

Innihald og inntak verkefna nemenda verða sýnileg á námsvegg í skólanum sem og á heimasíðu/facebooksíðu skólans. Auðvelt ætti því að vera fyrir foreldra og samfélagið í kring að taka virkan þátt í vinnunni t.d með því að spyrja af áhuga og jafnvel bjóðast til þess að aðstoða við vinnu nemenda. 

Fyrra skólaárið er hafið en í vetur vinna nemendur og kennarar eftirfarandi verkefni: 

  • Hrekkjavaka: unnin eru skapandi og fjölbreytt verkefni sem kennir nemendum um hrekkjavöku á bæði íslensku og ensku. Nemendur vinna með texta, teikna myndasögur, búa til hrekkjavökuhandrit og taka upp mynd, búa til búninga úr endurunnum efnum, skreyta skólastofuna og undirbúa sameiginlega hrekkjavökuskemmtun. Verkefnið þjálfar þá í tjáningu, skapandi hugsun, sjálfstæði og samvinnu, auk þess sem áhersla er lögð á umhverfisvitund og endurnýtingu. ​
  • Bókin mín: áhersla er á skapandi skrif, sjálfsþekkingu og tjáningu. Nemendur vinna að því að skrifa sögur um eigið líf, umhverfi og hugmyndir, þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og efla ritunarfærni. Verkefnin styrkja ímyndunarafl, orðaforða og hæfni nemenda til að tjá sig á skýran og skapandi hátt.
  • Tækni: þemað er byggt á grunnþættinum sköpun og miðar að því að efla frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun nemenda. Í verkefninu skoða nemendur tækni í daglegu lífi, áhrif hennar á samfélagið og þróun tækni framtíðarinnar. Verkefnin þjálfa sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu og gagnrýna hugsun, þar sem nemendur skapa eigin lausnir á raunverulegum áskorunum. Markmiðið er að tengja saman námsefni eins og náttúrufræði, stærðfræði, tungumál og listir og stuðla að sjálfstæðri hugsun og félagsfærni​
  • Betri heimabyggð: Þetta er þema er ætlað sem undirbúningur undir íbúaþing þar sem nemendur koma með tillögur að betri heimabyggð út frá þörfum og umhverfissjónarmiðum og byggja þær á þeirri vinnu sem fram fer í þessu verkefni.

Megináhersla er lögð á að nemendur hittist þvert á skólana og ræði verk sín og deili afrakstrinum með hvort öðru. 

Á vorin munu nemendur og starfsfólk, í samvinnu við hverfaráðið, hittast á skólaþingi þar sem óskir allra innan skólasamfélagsins heyrast. Öll sem hafa áhuga á skólamálum eru velkomin.  

Utanumhald verkefnis er í höndum skólastjórnenda skólanna og Ásgarðs skólaþjónustu. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 15. október 2024

Jógahjartað og gullskórinn

Jógahjartað hugleiðsla á sal allir nemendur skólans
Jógahjartað hugleiðsla á sal allir nemendur skólans
1 af 3

Nemendur og starfsfólk tóku þátt í hugleiðsludeginum 9.10. sl. eða jógahjartanu. Skólinn hefur tekið þátt í þessum viðburði í nokkur ár. Jógahjartað er styrktarfélag sem vinnur að því að veita börnum og unglingum aðgang að kennslu á jóga og hugleiðslu innan skólakerfisins og boða til friðar á afmælisdegi bítilsins Johns Lennon. 

 

Eftir hugleiðsluna sem allir tóku þátt í saman á sal skólans var "Gullskórinn" afhentur. Gullskórinn er verðlaunagripur til námshóps sem vinnur göngum í skólann átakið. Elsta stig vann mið stig naumlega. Óskum þeim til hamingju með titilinn góða og hvetjum í leiðinni til virks ferðamáta til og frá skóla. 

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 1. október 2024

Gönguferðir námshóp

Yngsta stig Brekkudalur 2024
Yngsta stig Brekkudalur 2024
1 af 8

September mánuður einkenndist af mikill útiveru enda ekki hægt annað í veðurblíðunni sem lék við okkur.

Yngsta stig gekk Öxl yfir í Brekkudal. Þar fundum við skjól frá rigningunni inn í "ævintýraskóg". Þar borðuðum nesti, fórum í falinn hlutur og hvað er undir teppinu. Nemendur undu sér allir í fallegri náttúrunni og gengu alla leið til baka yfir Brekkuháls að skólanum.

Miðstig gekk Mýrarfell (ekki dal sem var þemað í ár) en þau áttu eftir þá gönguleið og okkur fannst mikilvægt að þau færu þessa göngu. Það má segja að miðstigið hafi unnið í veðurlottóinu en fjörðurinn var spegil sléttur allan tíman, sólin skein og það var heiðskýrt. Það má geta þess að aldrei hafa nemendur gengið jafn rösklega þessa leið og því var tími til að skreppa í Skrúð áður en heim var haldið.

Elsta stig gekk af Sandsheiði niður og fram Núpsdal. Gangan er löng og því margir sem lögðu töluvert erfiði á sig til að klára ferðina. Efttir námskeið 1 í útvist klóruðu nemendur sig í þokunni af heiðinni og það birti til og Núpsdalur skartaði sínu fegursta í haustlitum og tært lindarvatnið var ferskara en allt. 

 

Gönguferðirnar eru fyrir löngu orðin fastur liður í skólastarfinu, þær eru mikilvægar fyrir bekkjarbraginn og samskipti ásamt því að leggja áherslu á hreyfingu fyrir líkama og sál. 

Við þökkum öllum foreldrum sem tóku þátt með okkur kærlega fyrir þeirra innlegg, það er mjög mikilvægt.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 19. ágúst 2024

Skólasetning G.Þ. 2024

Skólasetning á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10
Skólasetning á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10

Fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10 verður skólasetning "á sal" skólans.

Skólastjóri mun fara yfir helstu atriði í byrjun skólaársins og bjóða nemendur velkomna í skólann. Umsjónarkennarar mun svo taka á móti nemendum og foreldrum í heimastofum hvers námshóps. Foreldrar óska eftir viðtölum hjá umsjónarkennara ef þeir kjósa það og þurfa að koma upplýsingum á framfæri.

 

Skóli hefst samkv. stundaskrá kl. 8:10 á föstudeginum.

 

Búið er að ráða í allar auglýstar stöður innana skólans: 

 

Elsa María verður umsjónarkennari á yngsta stigi

Sonja Elín verður umsjónarkennari á mið stigi

Dagbjartur Bjarnason verður umsjónarkennari á elsta stigi

 

Eydís mun sjá um íslensku kennslu á mið, og elsta stigi ásamt mynd,og textílmennt.

Reinis Vilks verður íþróttakennari

 

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga farsælt skólaár 2024-25

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 27. maí 2024

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri 2024

Skólaslit G.Þ. verða fimmtudaginn 1. júní kl. 15 í Þingeyrarkirkju.Að lokinni athöfn mun Kvenfélagið Von sjá um kaffisölu í félagsheimilinu.

Einnig mun skólasýningin vera á sínum stað „á sal“ í skólanum til kl. 17:30.

 

Á milli kl. 17:30-18:00 sækja nemendur muni sína.

 

Allir velkomnir

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 9. maí 2024

Skólaþing

Simas sem þingmaður í ræðustól
Simas sem þingmaður í ræðustól
1 af 3
Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins. Af því tilefni heimsækir starfsfólk skrifstofu Alþingis grunnskóla á landsbyggðinni og setur upp eins konar Skólaþing fyrir nemendur í efstu bekkjunum. Markmið heimsóknanna er að efla lýðræðisvitund, fræða nemendur um störf Alþingis og veita innsýn í dagleg störf þingmanna.
 
Á Alþingi hefur Skólaþing verið starfrækt frá árinu 2007 en á slíku þingi fara nemendur í hlutverkaleik þar sem þeir setja sig í spor þingmanna og fylgja reglum um starfshætti Alþingis.
 
Á miðvikudaginn 8. maí voru nemendur í 9.-10. bekk svo heppnir að kynnast þingstörfum og urðu "þingmenn" með nemendum í G.S og G.B í Grunnskólanum í Bolungarvík. Við þökkum Alþingi kærlega fyrir fræðsluna og vonum svo sannarlega að við eigum eftir að sjá einhverja nemendur á Alþingi í framtíðinni.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 30. apríl 2024

Fræðsla um kvíða fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna

Vatnslitamyndir eftir nemendur í 1.-2. bekk
Vatnslitamyndir eftir nemendur í 1.-2. bekk

Fræðslan fer fram í sal Grunnskólans á Þingeyri miðvikudaginn 8. maí kl. 16:30

 

Leiðbeinandi: Sólveig Norðfjörð sálfræðingur

 

Markmið með fræðslu er að foreldrar þekki einkenni kvíða og tileinki

sér hjálplegar leiðir til að auka sjálfstraust og takast á við kvíða.

Kynntar verða aðferðir til að hafa jákvæð áhrif á hegðun og

hugsunarhátt barna. Námskeiðið er ætlað foreldrum en starfsfólk leik-

og grunnskóla er velkomið að taka þátt.

Fyrri síða
1
234567495051Næsta síða
Síða 1 af 51
« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón