Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 14. febrúar 2019
Breytt tímasetning á árshátíð G.Þ.
Vegna Skólahreystikeppni þann 21. mars höfum við ákveðið að flytja árshátíðina okkar til 11. apríl. Undirbúningur fyrir hana fer að hefjast. Í ár er það eitt stórt leikrit sem verður æft og sýnt í félagsheimilinu. Leikritið sem við ætlum að sýna er um hinn síunga og ævintýragjarna Pétur Pan og vini hans. Pétur Pan er þekktastur fyrir að vera drengurinn sem vildi ekki fullorðnast. Hægt er að lesa meira um sögu persónuna Pétur Pan hér og komast að því hvort að Pétur hafi jafnvel verið raunveruleg persóna.