Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 8. desember 2022

Rauđurdagur

Tarzan og allir “aparnir”
Tarzan og allir “aparnir”
1 af 3

Föstudaginn 9. desember er RAUÐURDAGUR í skólanum. Allir nemendur koma í einhverju rauðu. Foreldrar, ömmur, afar, frænkur, frændur og öðrum velunnurum er boðið í jóla huggulegheit kl. 11:15.


Nemendur fóru í Tarzan í dag sem er fyrir löngu orðin hefð í aðdraganda jólanna. Eltingaleikurinn gekk stórslysalaust og allir fengu tækifæri til að uppfylla hreyfiþörf sinni ásamt því að fylla á gleði tankinn. 

Hlökkum til að sjá ykkur

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 21. nóvember 2022

Fyrirlestur um netöryggi

Hvetjum alla foreldra til ađ skrá sig á ţennan mikilvćga fund
Hvetjum alla foreldra til ađ skrá sig á ţennan mikilvćga fund

Skólinn vill hvetja alla foreldra og þá sem vinna með börnum á fyrirlestur sem lögregla stendur fyrir í samvinnu við Barnaheill, 112, SAFT, Heimili og skóla, Inhope Ins@fe og Fjölmiðlanefnd.

Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 23. nóvember kl. 12-13 og má nálgast hann hér 

 

Hægt er að skrá sig hér: https://bit.ly/foreldrafundur 

 

Fundurinn er eingöngu á netinu og verða kynnt praktísk ráð fyrir foreldra um stafræna miðla, notkun þeirra og úrræði vegna stafrænna brota. Fundurinn hefst á kynningum og svo fylgja á eftir lifandi pallborðsumræður þar sem foreldrum á netinu verður jafnframt gert kleift að spyrja spurninga.
Þessi stafræni foreldarfundur er hluti af aðgerðum ríkislögreglustjóra gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum í samræmi við samkomulag þess efnis við stjórnvöld. Meðal annara aðgerða er vitundavakning meðal ungmenna í 8. bekk grunnskóla um stafrænt ofbeldi og gildi samþykkis í stafrænum og kynferðislegum samskiptum. Sérstakt fræðsluefni hefur verið útbúið fyrir nemendur í 8. bekk, auk þess sem kennsluleiðbeiningar og upplýsingar fyrir foreldra eru gerð aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku.

 

Fundurinn er í upptöku og verður aðgengilegur á netinu til áhorfs að honum loknu ef foreldrar geta ekki tekið þátt kl. 12-13!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 8. nóvember 2022

Dagur gegn einelti

STERK SAMAN
STERK SAMAN
1 af 4

Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti.

Í morgun sátu nemendur og starfsfólk saman "á sal" þar sem horft var á myndbönd og farið var yfir reglur er varða einelti. Einnig ræddum við saman um þætti sem hjálpa okkur til að vera þær manneskjur sem við viljum vera (næring, svefn og hreyfing, ef þessir hlutir eru í lagi þá erum við líklegri til að standa við hlutverk okkar). 

Samkv. 2 gr. Barnasáttmálans eiga öll börn rétt á því að líða vel.

Saman gerðu nemendur og starfsfólk sáttmála sem er myndrænn og minnir okkur á að STERK SAMAN náum við að auka gleði og umhyggju í skólanum okkar.

 

Nemendur tóku heim í dag bækling fyrir foreldra, bæklinginn má einnig finna hér

Minnum líka í tilefni dagsins á eineltisáætlun skólans sem er hér til vinstri-ekki bíða með að hafa samband við skólann ef einhver grunur er um einelti eða vanda í samskiptum. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 31. október 2022

Skólanesti

Margvíslegar hugmyndir ađ nesti
Margvíslegar hugmyndir ađ nesti
1 af 6

Mikilvægt er fyrir nemendur í grunnskólum að borða reglulega svo þau fái orku- og næringarefni jafnt yfir allan daginn og geta þá betur tekist á við verkefni sín. Börn þurfa hlutfallslega meiri orku en fullorðnir þar sem þau eru enn að vaxa og þroskast.

 
Hér til hliðar má skemmtilegar og hollar hugmyndir að hollum bita í nestisboxið. 
 
Hér má sjá ráðleggingar um nesti grunnskólabarna frá landlækni.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 28. október 2022

Upplifum ćvintýri saman - símalaus sunnudagur

Hvetjum nemendaráđ skólans til ađ standa fyrir símalausri féló og símalausum degi í skólanum.
Hvetjum nemendaráđ skólans til ađ standa fyrir símalausri féló og símalausum degi í skólanum.

Á sunnudaginn er dagurinn sem enginn hefur beðið eftir – símalausi dagurinn. Dagurinn er haldinn af Barnaheill og á honum er stungið upp á að bæði börn og fullorðnir eyði deginum með fjölskyldu og vinum, í raunheimi og leggi frá sér símana.

 

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessari vitundarvakningu með  með því að setja mörk á skjánotkun bæði hjá þér og þínu barni. Fjölga samverustundum án snjalltækja og nýta æfingar og önnur úrræði til að auka vellíðan. Það eru rannsóknir sem gefa skýrar niðurstöður um fylgni á auknu einelti, kvíða og erfiðri hegðun barna sem eru of mikið í snjalltækjum. Gott að miða við að vera ekki í símanum meira en 2 klst. á dag.

 

Hér má sjá nánari upplýsingar um hvatninguna og afhverju við ættum að taka áskoruninni og hér má skrá sig til leiks og freista þess að vinna verðlaun og fá sendar hugmyndir um hvað er hægt að gera í stað skjáhorfs.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 26. október 2022

Hrekkjavökuball

Hrekkjavökuball verður haldið í skólanum fyrir nemendur í öllum námshópum fimmtudaginn 27. október kl. 17-19. Það kostar 300 kr. fyrir þá sem mæta í búning og 500 kr. fyrir þá sem mæta ekki í búning. Það má koma með sætan drykk og gotterí á ballið. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Kveðja Nemendaráðið

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 13. október 2022

Bleikur dagur

Og af hverju bleikur dagur???
Og af hverju bleikur dagur???
1 af 7

Við héldum upp á "bleika daginn" í dag, fimmtudaginn 13. okt. þar sem nemendur verða farnir í vetrarfrí á morgun, föstudag, þegar hann verður haldinn hátíðlegur á landsvísu.

Nemendaráðið var búið að skipuleggja metnaðarfulla dagskrá og skreytingar og var ýmislegt gert í tilefni dagsins. Hér koma nokkur stikkorð: Andlitsmálun, bakstur, blöðrur og skreytingar, bleikar kökur, bleikur fáni, bleikir tússlitir.........en annars segja myndirnar þetta allt miklu betur ;-) Að loknum skemmtilegum bleikum degi héldu nemendur út í langa helgi og vetrarfrí. Sjáumst aftur hress og kát á miðvikudaginn 19. október.

Bestu kveðjur, starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. október 2022

Starfsdagur og vetrarfrí

úti í frímó
úti í frímó
1 af 2

Föstudaginn 14. október er starfsdagur, nemendur mæta ekki í skólann þann daginn. Starfsfólk skólans fer í Grunnskólann á Suðureyri og vinnur þar ásamt Grunnskóla Önundarfjarðar. Eftir helgi er vetrarfrí og allir í leyfi á mánudaginn og þriðjudaginn. 

 

Eigið góða langa helgi

kveðja starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 5. október 2022

Göngum í skólann lýkur formlega í dag

Tileinkum okkur virkan ferđamáta allt áriđ um kring.
Tileinkum okkur virkan ferđamáta allt áriđ um kring.

Í dag 5. október, er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn  og með honum lýkur átakinu sem við störtuðum 7. september.  

Við þökkum nemendum kærlega fyrir þátttökuna og sérstaklega þeim tóku þetta alvarlega og notuðu virkan ferðamáta alla dagana. 

Skólinn minnir á markmið verkefnisins sem er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.  
Skólinn hvetur einnig alla (nemendur og starfsfólk) til að tileinka sér virkan ferðamáta allt árið um kring.

 

Minnum á að nemendur eiga samkvæmt umferðarreglum að nota hjálm þegar þau eru á hjólum.

 

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 30. september 2022

Ólympuhlaup G.Ţ.

Viđ ráđsmarkiđ
Viđ ráđsmarkiđ
1 af 36

Nemendur G.Þ. og elstu börnin á Laufási tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ, föstudaginn 23. september sl. í blíðskaparveðri. Nemendur gátu valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km og völdu margir 10 km. Hlaupið gekk vel og nemendur og starfsmenn stoltir og ánægðir með daginn. 

Nemendur, kennarar og foreldrar sprettu aldeilis úr spori og hlupu samtals 270 km og höfðu gaman af hreyfingunni og útiverunni. Af þessum 270 km hlupu nemendur 250 km. Vel gert! Eftir hlaupin fengu allir banana og fóru svo í sund.

 

Með hlaupinu er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Myndir frá hlaupinu má sjá hér til hliðar (Dísa Sóley á heiðurinn af þessum flottu myndum).

Fyrri síđa
1
234567464748Nćsta síđa
Síđa 1 af 48
« 2023 »
« Janúar »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón