Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 23. ágúst 2016

Fyrsti skóladagurinn-ţađ er leikur ađ lćra

Í mörg horn ţarf ađ líta í skólastarfi, kannski jafn mörg horn og köngulóin :) Mynd: Jónína Hrönn
Í mörg horn ţarf ađ líta í skólastarfi, kannski jafn mörg horn og köngulóin :) Mynd: Jónína Hrönn

Fyrsti skóladagurinn gekk mjög vel að okkar mati og allir að setja sig í stellingar fyrir veturinn. Einhverjir verða orðnir mjög þreyttir eftir daginn, mikið að gera og margt um að vera. Sumir að reyna átta sig á því hvers vegna þeir þurfa að vera ég skólanum á sumrin. Við viljum minna á skólaregluna um hollt og gott nesti (sjá í skólareglur undir skólinn hér til hliðar) og helstu punkta úr ræðu skólastjóra sem þarf að hafa í huga fyrir skólaárið:

  • Stefna skólans um heimanám er ekki lengur á reiki eftir síðasta vetur.
  • Heimanámsstefna skólans. Heimavinna ekki regluleg, en kennari setur fyrir heimavinnu ef þurfa þykir. Gerðar eru kröfur um 15 mín. lestur á dag á öllum stigum. Vendinám felur í sér að nemendur verði að kynna sér efni á t.d. myndböndum á netinu fyrir tíma og þá ber þeim að gera það svo kennslustundirnar nýtist sem berst.
  • Nám barna er á sameiginlegri ábyrgð heimilis og skóla. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með og skrá í „Gullið“, sem er dagbók nemenda.
  • Skólareglurnar eru á heimasíðu skólans, þær gilda einnig og eiga við um skólaakstur.
  • Útiíþróttir verða fram til 1. október að venju. Minni ég á viðeigandi klæðnað og minni á mikilvægi hreyfingar fyrir okkur öll. Sund og íþróttir hefjast samkvæmt stundatöflu strax á mánudaginn. Yngsta stig byrjar á sundnámskeiði 29. ágúst þar sem þau verða í sundi 3x í viku í 5 vikur. Þetta fyrirkomulag hefur reynst nemendum á yngsta stigi vel og ætlum við að prófa það í vetur. Annað námskeið hefst í apríl.
  • Áskrift í mat, mjólk og ávaxtabita verður með sama hætti og undanfarin ár og biðjum við foreldra um að vera búin að skrá og greiða fyrir 9. sept.
  • Skólinn útvegar nemendum öll kennslugögn. Á elsta stigi þurfa nemendur að útvega sér vasareikni og orðabókum. Einnig er gott að nemendur á miðstigi fari að huga að orðabókum. Gott að ráðfæra sig við tungumálakennara um það.
  • Þegar inni íþróttir hefjast eiga nemendur á elsta,-og mið stigi að vera í innanhússkóm. Reglur um sundfatnað eru : strákar ekki síðar víðar stuttbuxur og stelpur sundbolur í stað bikini.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 2. ágúst 2016

Skólasetning G.Ţ.

Samheldni
Samheldni

Þá fer sumarfríinu að ljúka og undirbúningur fyrir skólaárið 2016-17 að hefjast. Grunnskólinn á Þingeyri verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10 á sal skólans. Setningin tekur um klukkustund, eftir það fá allir nemendur foreldraviðtal með sýnum umsjónarkennara til að ræða starfið á önninni og setja sér markmið. Viðtalið tekur um 15 mín.  Skráning í mötuneyti, mjólk og ávexti fer einnig fram á þessum degi og því ágætt að vera búin að ræða hvort eigi að nýta þá möguleika.

 

Grunnskólinn á Þingeyri er kominn með facebook síðu og verða allar tilkynningar og fréttir á heimasíðu birtar þarWink

https://www.facebook.com/Grunnsk%C3%B3linn-%C3%A1-%C3%9Eingeyri-319124251761299/?skip_nax_wizard=true

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 8. júní 2016

Nýr kennari ráđinn á yngsta stig

Hefur ţú komiđ fram viđ ađra í dag eins og ţú vilt ađ ađrir komi fram viđ ţig?
Hefur ţú komiđ fram viđ ađra í dag eins og ţú vilt ađ ađrir komi fram viđ ţig?

Eins og fram kom á skólaslitunum mun Halla okkar feta á nýjar slóðir næsta vetur og annar kennari mun sjá um umsjónarkennslu á yngsta stigi næsta vetur. Halla hefur ráðið sig sem umsjónarkennir í Rimaskóla í Reykjavík og mun kenna nemendum í 1. bekk. Kristín Björk sem hefur leyst af sem leikskólastjóri á Laufási núna sl. vetur hefur verið ráðin sem umsjónarkennari á yngsta stigi í stað Höllu. Á yngsta stigi næsta vetur verða 1.-3. bekkur, alls 11 nemendur.

Við óskum þeim báðum til hamingju með nýju störfin og hlökkum til næsta skólaársSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 28. maí 2016

Skólaslit

verða mánudaginn 3o. maí kl. 16 í Þingeyrarkirkju.

Að lokinni athöfn mun Kvenfélagið Von sjá um kaffisölu í félagsheimilinu. Einnig mun skólasýningin vera á sýnum stað „á sal“ í skólanum til kl. 18:30

Á milli kl. 18:30-19:00 sækja nemendur muni sína Wink

 

Allir velkomnir

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 28. maí 2016

Grćni dagurinn

25. maí héldum við í Grunnskólanum á Þingeyri upp á Græna daginn sem hefur fest sig í sessi sem einn af loka skóladögum nemenda. Í ár tengdum við verkefni dagsins við verkefni Unicef á Íslandi um að aðstoða og/eða fræðast um börn á flótta í Sýrlandi. Nemendur gátu því safnað áheitum og unnið að kappi að verkefnum sínum með það að leiðarljósi að safna pening fyrir jafnaldra sína sem hafa það ekki eins gott og við. Við horfðum á fræðslumyndband um aðstæður barna í stríði og ræddum um rétt okkar sem börn. Myndbandið er hægt að finna hér

Helstu verkefni dagsins voru að gróðursetja 67 plöntur sem við fengum hjá Yrkju, reita frá plöntum sem gróðursettar voru í fyrra og gefa þeim áburð. Því næst týndum við rusl og enduðum svo daginn á því að fara í "úti-paintball" á sparkvellinum og gæða okkur á grilluðum hamborgurum í boði foreldrafélagsins. Auður og Ragnar sem eru tilvonandi nemendur í 1. bekk komu og spiluðu með okkur paintball boltaleik og borðuðu með okkur hamborgara. Dagurinn heppnaðist mjög vel og eru allir þakklátir fyrir að veðrið var til friðs og sólin lét meira að segja sjá sig. Meðfylgjandi myndir tók Erna sem sýna betur stemmningu dagsins.

 

Svo minnum við ykkur á að skoða heimskort nemenda með límmiðum þeirra og hvetjum ykkur til að leggja Unicef lið svo að börn á flótta fái aðstoð.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 25. maí 2016

Íţróttafélagiđ Vestri-auglýsir

Knattspyrnudeild Vestra býður öllum krökkum á Þingeyri að taka þátt í knattspyrnudeginum og hvetja foreldra til að koma með og kynna sér starfið og fá upplýsingar um starf sumarsins.  Krakkar á Þingeyri eru velkomnir að taka þátt í verkefnum Vestra í sumar hvort sem er æfingar eða keppnir.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga að kynna sér starfið hjá Vestra á laugardaginn 28. maí kl. 10-12 (sjá auglýsingu/mynd).

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 25. maí 2016

Hestaval

Hestar og menn saman fyrir ofan fell
Hestar og menn saman fyrir ofan fell
1 af 9

Námskeiðið var að hluta til bóklegt og hluta til verklegt.

Meðal þátta sem tekin voru fyrir voru: að undirbúa hest rétt fyrir reið, að geta teymt hestinn á múl  eða beisli við hlið sér á feti.  Að geta stigið rétt á og af baki. Að kunna rétt taumhald. Að skilja rétt við hestinn og búnað að reiðtíma loknum og margt fl.

Wouter lánaði nemendum hesta og þökkum við honum fyrir samstarfið. Í síðasta tímanum var svo farið saman í reiðtúr í góðu veðri (með fréttinni fylgja myndir sem Guðrún Snæbjörg tók

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 24. maí 2016

Nemendur á elsta stigi skólaferđalag

1 af 3

Það er nú frekar fámennt í skólanum þessa vikuna. Nemendur á elsta stigi eru þessa daga að skóla sig í blíðu veðri í kóngsins Köbenhavn ásamt umsjónarkennara sínum henni Rakel og Janine sem fór sem foreldri með í ferðina. Það er ekki að heyra annað en að allt gangi vel og allir að skemmta sér konunglega. Þetta er í fyrsta skipti sem 9. og 10. bekkur fara saman og verður því kominn sá háttur á að farið verður í skólaferðalag annað hvert ár til að koma upp skólaferðalagsstemmningu þar sem árgangarnir eru fámennir. Eftir heimskóknir í Tívolí, Bakken og fleira menningarlegt er framundan hjá nemendum kærkomið sumarfrí eftir útskrift og skólaslit sem verða 30. maí nk. kl.16 í kirkjunni. Hlökkum til að heyra af ferðinni þar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 17. maí 2016

Brúum biliđ útikennsla

Í lögum og aðalnámskrám leik-og grunnskóla kemur fram að skylt sé að koma á gagnvirkusamstarfi leik-og grunnskóla.

Þar er líka tiltekið að leikskólinn sé fyrsta skólastigið.Tilgangurinn með samstarfinu er að auðvelda barni þá breytingu sem verður á lífi þess þegar það fer úr leikskóla yfir í grunnskóla. Ýmis verkefni eru unnin í samvinnu skólanna og koma nemendur úr leikskóla hingað í skólaheimsóknir ásamt því að nemendur í skólanum taka þátt í verkefnum á leikskólanum. Þetta samstarf köllum við "Brúum bilið". Um daginn var sameiginlegur dagur þar sem nemendur og kennarar hittust úti í náttúrunni. Hugað var að umhverfinu og náttúrunni og farið í göngutúr. Það var ekki mikið vor í lofti en það var allt í lagi krakkarnir og kennarar klæddu sig bara vel og tóku með sér heitt súkkulaði. Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Snæbjörg.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Tvíburar undir sama ţaki

Tvíburar 2016 vs.2002 (mynd Erna og Sonja)
Tvíburar 2016 vs.2002 (mynd Erna og Sonja)
1 af 2

Í dag komu skemmtilegir "gamlir" nemendur í heimsókn á elsta stig en systkinin Birna og Dagur Steinarsbörn kíktu inn á gamla skólafélaga og vini. Okkur fannst því gráupplagt að taka mynd af þrennu tvíburapörunum sem eru öll í 10. bekk (Birta og Guðlaugur Daníelsbörn í G.Þ. Caroline og Jeremy Jóhannesarbörn G.Þ og svo Birna og Dagur Steinarsbörn Grunnskólanum á Álftanesi).

Efri hluti myndarinnar var tekin þegar þau voru á leikskólanum Laufás (sjá skemmtilega frétt frétt síðan 2002, 14 ára gamla) en þá voru 5 tvíburar í leikskólanum. Þessir krakkar komu einnig einhvern tíman í sjónvarpið þegar þau voru í 1. eða 2. bekk og höfðu gaman af því að rifja það upp í dag. Þau héldu að það væru 8 ár síðan þau hefði öll verið í skólanum á sama tíma http://www.mbl.is/frettir/innlent/2002/10/31/fimm_por_tvibura_a_leikskolanum_a_thingeyri/

Fyrri síđa
1
234567202122Nćsta síđa
Síđa 1 af 22
« 2016 »
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón