Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 1. október 2024

Gönguferðir námshóp

Yngsta stig Brekkudalur 2024
Yngsta stig Brekkudalur 2024
1 af 8

September mánuður einkenndist af mikill útiveru enda ekki hægt annað í veðurblíðunni sem lék við okkur.

Yngsta stig gekk Öxl yfir í Brekkudal. Þar fundum við skjól frá rigningunni inn í "ævintýraskóg". Þar borðuðum nesti, fórum í falinn hlutur og hvað er undir teppinu. Nemendur undu sér allir í fallegri náttúrunni og gengu alla leið til baka yfir Brekkuháls að skólanum.

Miðstig gekk Mýrarfell (ekki dal sem var þemað í ár) en þau áttu eftir þá gönguleið og okkur fannst mikilvægt að þau færu þessa göngu. Það má segja að miðstigið hafi unnið í veðurlottóinu en fjörðurinn var spegil sléttur allan tíman, sólin skein og það var heiðskýrt. Það má geta þess að aldrei hafa nemendur gengið jafn rösklega þessa leið og því var tími til að skreppa í Skrúð áður en heim var haldið.

Elsta stig gekk af Sandsheiði niður og fram Núpsdal. Gangan er löng og því margir sem lögðu töluvert erfiði á sig til að klára ferðina. Efttir námskeið 1 í útvist klóruðu nemendur sig í þokunni af heiðinni og það birti til og Núpsdalur skartaði sínu fegursta í haustlitum og tært lindarvatnið var ferskara en allt. 

 

Gönguferðirnar eru fyrir löngu orðin fastur liður í skólastarfinu, þær eru mikilvægar fyrir bekkjarbraginn og samskipti ásamt því að leggja áherslu á hreyfingu fyrir líkama og sál. 

Við þökkum öllum foreldrum sem tóku þátt með okkur kærlega fyrir þeirra innlegg, það er mjög mikilvægt.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 19. ágúst 2024

Skólasetning G.Þ. 2024

Skólasetning á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10
Skólasetning á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10

Fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10 verður skólasetning "á sal" skólans.

Skólastjóri mun fara yfir helstu atriði í byrjun skólaársins og bjóða nemendur velkomna í skólann. Umsjónarkennarar mun svo taka á móti nemendum og foreldrum í heimastofum hvers námshóps. Foreldrar óska eftir viðtölum hjá umsjónarkennara ef þeir kjósa það og þurfa að koma upplýsingum á framfæri.

 

Skóli hefst samkv. stundaskrá kl. 8:10 á föstudeginum.

 

Búið er að ráða í allar auglýstar stöður innana skólans: 

 

Elsa María verður umsjónarkennari á yngsta stigi

Sonja Elín verður umsjónarkennari á mið stigi

Dagbjartur Bjarnason verður umsjónarkennari á elsta stigi

 

Eydís mun sjá um íslensku kennslu á mið, og elsta stigi ásamt mynd,og textílmennt.

Reinis Vilks verður íþróttakennari

 

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga farsælt skólaár 2024-25

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 27. maí 2024

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri 2024

Skólaslit G.Þ. verða fimmtudaginn 1. júní kl. 15 í Þingeyrarkirkju.Að lokinni athöfn mun Kvenfélagið Von sjá um kaffisölu í félagsheimilinu.

Einnig mun skólasýningin vera á sínum stað „á sal“ í skólanum til kl. 17:30.

 

Á milli kl. 17:30-18:00 sækja nemendur muni sína.

 

Allir velkomnir

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 9. maí 2024

Skólaþing

Simas sem þingmaður í ræðustól
Simas sem þingmaður í ræðustól
1 af 3
Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins. Af því tilefni heimsækir starfsfólk skrifstofu Alþingis grunnskóla á landsbyggðinni og setur upp eins konar Skólaþing fyrir nemendur í efstu bekkjunum. Markmið heimsóknanna er að efla lýðræðisvitund, fræða nemendur um störf Alþingis og veita innsýn í dagleg störf þingmanna.
 
Á Alþingi hefur Skólaþing verið starfrækt frá árinu 2007 en á slíku þingi fara nemendur í hlutverkaleik þar sem þeir setja sig í spor þingmanna og fylgja reglum um starfshætti Alþingis.
 
Á miðvikudaginn 8. maí voru nemendur í 9.-10. bekk svo heppnir að kynnast þingstörfum og urðu "þingmenn" með nemendum í G.S og G.B í Grunnskólanum í Bolungarvík. Við þökkum Alþingi kærlega fyrir fræðsluna og vonum svo sannarlega að við eigum eftir að sjá einhverja nemendur á Alþingi í framtíðinni.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 30. apríl 2024

Fræðsla um kvíða fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna

Vatnslitamyndir eftir nemendur í 1.-2. bekk
Vatnslitamyndir eftir nemendur í 1.-2. bekk

Fræðslan fer fram í sal Grunnskólans á Þingeyri miðvikudaginn 8. maí kl. 16:30

 

Leiðbeinandi: Sólveig Norðfjörð sálfræðingur

 

Markmið með fræðslu er að foreldrar þekki einkenni kvíða og tileinki

sér hjálplegar leiðir til að auka sjálfstraust og takast á við kvíða.

Kynntar verða aðferðir til að hafa jákvæð áhrif á hegðun og

hugsunarhátt barna. Námskeiðið er ætlað foreldrum en starfsfólk leik-

og grunnskóla er velkomið að taka þátt.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 2. apríl 2024

Árshátíð G.Þ.

Auglýsingahönnun nemenda á elsta stigi.
Auglýsingahönnun nemenda á elsta stigi.

Árshátíð G.Þ. verður föstudaginn 5. apríl. Nemendur hafa undanfarnar vikur verið að æfa leikritið um hafmeyjuna Ariel og vini hennar. Ariel verður ástfangin af manni og er tilbúin til að fórna röddinni til að fá fætur fyrir sporð. 

Fyrri sýning kl. 10 og börnin á Laufási koma fram. Ávextir í boði í hléi.

Seinni sýning verður kl. 19:30 og sjoppa í hléi.

 

Aðgangseyrir er 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri.


Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.

Sjáum nú hvort ástin sigrar. Hlökkum til að sjá ykkur.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 18. mars 2024

Skólahald vegna veðurs

Veðurspá kl.12 á hádegi mánudaginn 18.mars
Veðurspá kl.12 á hádegi mánudaginn 18.mars
Appelsínugul veðurviðvörun er í gangi og slæm spá. Skólinn verður opinn, ef einhverjir foreldrar ætla að halda börnum sínum heima þá tilkynna þeir það með því að hringja í skólann eða senda skilaboð í mentor. 
Meðfylgjandi eru verklagsreglur Ísafjarðarbæjar um skólahald og veðurviðvaranir: 
 Hvetjum foreldra til að fylgja nemendum og gæta varkárni.
 
Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miðvikudagurinn 13. mars 2024

10. bekkur í heimsókn í MÍ

Margvíslegt nám í boði í MÍ
Margvíslegt nám í boði í MÍ
1 af 4

Í dag litu 10. bekkingar upp úr árshátíðarundirbúningi og skelltu sér á kynningu hjá Menntaskólanum á Ísafirði. En MÍ stendur árlega fyrir kynningu á námi og félagslífi fyrir 10. bekkinga á Vestfjörðum. Þar voru saman komnir tæplega 70 10. bekkingar úr grunnskólunum á norðanverðum Vestfjörðum. Skólastarfið var kynnt vel fyrir nemendum og einnig kynnti nemendaráð sig og sína starfsemi, því félagslíf framhaldsskólanema er jú stór partur af framhaldsskólalífinu.

Einnig var Háskóladagurinn fluttur vestur, því allir háskólarnir voru með kynningu á sínu námi fyrir menntskælinga og aðra gesti og nutu okkar 10. bekkingar góðs af því. Þó framhaldsskólinn sé auðvitað fyrst á dagskrá er gott að sjá hvað er í boði eftir 3-4 ár.
Að lokum fórum við svo á Vörumessu sem ungir frumkvöðlar í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun sýndu afrakstur sinn.

Þetta var mjög skemmtilegur og fræðandi dagur. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 2. janúar 2024

Gleðilegt nýtt ár

Áhugasviðsverkefnið
Áhugasviðsverkefnið "Afmælisdaga hendur" eftir 3 nemendur í 8.-9. bekk

Við bjóðum árið 2024 velkomið og þökkum nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans fyrir árið sem er liðið.

Við  höldum ótrauð áfram með núverandi skólaár. Skóli hefst aftur eftir jólaleyfi fimmtudaginn 4. janúar kl. 10.

Starfsfólk mætir til vinnu þann 3. til að undirbúa og skipuleggja næstu önn.

 

Matseðill fyrir janúar er kominn hér inn á heimasíðu skólans.

 

Helstu fréttir af skólastarfinu eru þær að við höldum áfram að fara í íþróttir í staðinn fyrir sund.

Stefnt er að að því að viðgerð á sundlaug klárist í febrúar. 

Verð á pr. máltíð hækkaði ekki núna um áramótin. Reikningar sem berast núna í janúar eru hærri vegna þess að við þá bætast áskriftir í ávexti og mjólk út maí.

 

Hlökkum til samstarfs á nýju ári

Starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 19. desember 2023

Gleðileg jól

Beðið eftir jólasveinunum
Beðið eftir jólasveinunum
1 af 4

Í morgun fóru Litlu jólin í G.Þ. fram. Nemendur áttu rólega stund í sínum námshópum með umsjónarkennara og stuðningsfulltrúm. Meðal þess sem var gert var spila, leika og lesa. Smjattað var á góðgæti við kertaljós og skipst á litlum jólaglaðningum sem hver nemandi tók með sér í skólann. Að endingu var gengið í kringum jólatréð "á sal". Flestir voru í  jólastuði, sungið var við undirleik Nonna sem gerði stundina ákaflega gleðilega. Söngurinn ómaði hátt og snjallt, engir aðrir en Stúfur og Hurðaskellir runnu á hljóðið.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jólahátíðar og bestu óskir um farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir árið sem er senn á enda.

 

Hvetjum nemendur til að sinna jólalestri og hlökkum til að sjá alla hressa og káta eftir hátíðirnar 4. janúar kl. 10 Smile

Fyrri síða
1
234567495051Næsta síða
Síða 1 af 51
« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón