| þriðjudagurinn 22. október 2019

Starfsdagur og vetrarfrí

Á fimmtudaginn er starfsdagur hjá öllum starfsmönnum Ísafjarðarbæjar, eins og áður hefur komið fram. Skóla er því lokið kl 11:30. 

 

Á föstudaginn, 27.okt, og mánudaginn, 28.okt., er vetrarfrí - njótið sem allra best :-) 

| föstudagurinn 18. október 2019

Í vikulok

Í gær fimmtudaginn 17. október, var skólahlaupið okkar. Áður hét það Norræna skólahlaupið, núna heitir það Olympíuhlaupið. Í boði var að fara 2,5 km, 5 km og 10 km. Nemendur fóru töluvert lengri vegalengd en í fyrra en þá fóru þeir 165 km en núna 193,8 km. Vel gert! Eftir hlaup fengu nemendur ávexti og fóru í sund. 

 

Á fimmtuaginn, 24. október, verður sameiginlegur starfsdagur starfsmanna Ísafjarðarbæjar. Nemendur fara því heim kl 11:30 en borða áður en haldið er heim. 

Starfsmenn hittast í íþróttahúsinu í Torfunesi og dagurinn samanstendur af fyrirlestrum og verkefnavinnu með þann tilgang að stuðla að því að starfsfólk Ísafjarðarbæjar nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu.

 

Á föstudaginn, 25. október sem og mánudaginn 28. október er vetrarfrí hjá okkur. 

 

Ég set hér með nokkrar myndir frá skólahlaupinu. 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | þriðjudagurinn 15. október 2019

Ólympíuhlaupið 2019

Fimmtudaginn 17. október ætlum við að hlaupa Ólympíuhlaupið.

Hlaupið verður ræst kl. 10:15 frá kirkjunni.

Allir fá ávexti eftir hlaup og fara svo í sund.

Skóli samkvæmt stundatöflu eftir hádegi nema nemendur í

1. – 4. bekk fara heim eftir mat.

Allir þurfa að koma með eða vera í íþróttafötum sem henta vel í útihlaup og hafa meðferðis sundföt og handklæði.

 

Vegalengdirnar eru 2,5 km fyrir yngstu nemendurna.

5 km og 10 km fyrir mið,- og elstastig (val)

Nemendur sem ætla 10 km mega hlusta á tónlist á meðan þeir hlaupa kjósi þeir það og þurfa að hlaupa í vestum.

Eitt helsta markmið skólahlaupsins er að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega.

Leikskólinn Laufás tekur þátt í hlaupinu og foreldrar/ömmur og afar eru velkomnir að vera með okkur líka :-)

 

Eyþór og hinir kennararnir

| föstudagurinn 11. október 2019

Í vikulok

Í gær fóru nemendur 8. -10.bekkjar til Bolungarvíkur á sameiginlega íþróttahátíð skólanna á svæðinu. Það gekk mjög vel, skemmtileg ferð. 

 

Á þriðjudaginn var kom Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur og teiknari til okkar, á vegum List fyrir alla. Hún hitti alla námshópa og kynnti fyrir þeim ævintýraheim bókmenntanna. Með fréttinni eru nokkrar myndir frá þessum degi. 

 

Á fimmtudaginn kemur, 17. október, stefnum við á skólahlaupið/ólympíhlaupið. Við munum hafa það með hefbundnu sniði, hlaup-ganga-skokk, svo í sund á eftir. Nánari upplýsingar þegar nær dregur. 

 

Góða helgi 

| miðvikudagurinn 9. október 2019

BLEIKUR dagur

Á föstudaginn er BLEIKUR dagur - munum öll eftir að koma í einhverju bleiku  Smile

 

 

| föstudagurinn 4. október 2019

Vikulok

1 af 3

 

Nemendur í 1.-7.bekk fóru til Súðavíkur í morgun þar sem haldnir voru Öðruvísileikar "litlu skólanna". Það gekk mjög vel, vel heppnað í alla staði. 

 

Á meðan voru unglingarnir í skólanum en fengu þó örlítið uppbrot þar sem við horfum á beint streymi frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Tímaflakk í tónheimum. Hér er slóð á vef sinfóníunnar og nánari upplýsingar um atburðinn. 

 

Góða helgi

| fimmtudagurinn 3. október 2019

Öðruvísileikar

Á morgun, föstudag, fara nemendur í 1. -7. bekk til Súðavíkur, þar sem eru haldnir Öðruvísileikar!

 

Það hittast nemendur af svæðinu og fara í ratleik og ýmsa skemmtilega leiki. Dagurinn endar með alsherjar pylsupartýi. 

 

Lagt verður af stað frá skólanum kl 8:10 og áætlað að komið sé til baka um 12:30-13:00. 

 

Munum eftir að klæða okkur eftir veðri, gott að hafa aukaföt, nesti og fernudrykk. Svo að sjálfsögðu góða skapið :-) 

 

Guðrún, Helgi, Ninna og Kristín fara með hópnum. 

| þriðjudagurinn 1. október 2019

Starfdagur - 2.október

Á morgun, miðvikudag, er starfsdagur og því engin skóli hjá nemendum. Starfsfólk skólans mun fara yfir á Flateyri þar sem við munum hitta samstarfsfólk okkar þar sem og frá Suðureyri. Þar munum við m.a. fara á skyndihjálparnámskeið. 

| mánudagurinn 30. september 2019

Einar Mikael

Einar Mikael ætlar að koma í heimsókn til okkar, þriðjudaginn 1.október og verður hjá okkur eftir hádegishlé. 

 

Hér má sjá fb síðu Einars M.: https://www.facebook.com/einarmikael/?ref=py_c

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miðvikudagurinn 25. september 2019

Stuttur dagur fimmtudaginn 26. sept.

Fimmtudaginn 26. sept. lýkur skóla óvenju snemma eða klukkan 11 eins og búið var að senda heim í tölvupósti.

Kennarar og starfsólk skólans fara á námskeið á Ísafirði sem hefst kl. 12.

Allir fara því úr húsi kl. 11 og skólabíll fer heim þá.

Vonandi nýtist dagurinn í eitthvað mjög skemmtilegt :-)

Svo sjáumst við spræk á föstudaginn eins og venjulega.

Starfsfólk.

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón