| mánudagurinn 30. september 2019

Einar Mikael

Einar Mikael ætlar að koma í heimsókn til okkar, þriðjudaginn 1.október og verður hjá okkur eftir hádegishlé. 

 

Hér má sjá fb síðu Einars M.: https://www.facebook.com/einarmikael/?ref=py_c

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miðvikudagurinn 25. september 2019

Stuttur dagur fimmtudaginn 26. sept.

Fimmtudaginn 26. sept. lýkur skóla óvenju snemma eða klukkan 11 eins og búið var að senda heim í tölvupósti.

Kennarar og starfsólk skólans fara á námskeið á Ísafirði sem hefst kl. 12.

Allir fara því úr húsi kl. 11 og skólabíll fer heim þá.

Vonandi nýtist dagurinn í eitthvað mjög skemmtilegt :-)

Svo sjáumst við spræk á föstudaginn eins og venjulega.

Starfsfólk.

| föstudagurinn 20. september 2019

Útivistartími

Við minnum á útivistartíma barna, 12 ára og yngri eiga ekki að vera úti eftir kl 20:00 á kvöldin og 13 - 16 ára eftir kl 22:00. 

 

Hér er slóð á vefsíðu Umboðsmanns barna: https://www.barn.is/spurt-er/utivistartimi/

 

Hér er slóð á vefsíðu Heilsuveru/landlæknir með upplýsingum um svefntíma barna: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/svefn-og-hvild/svefnthorf/svefnthorf-eftir-aldri/

 

 

| fimmtudagurinn 5. september 2019

Starfdagur

Við minnum á að það er starfsdagur kennara á morgun, föstudaginn 6. september. Þá munu kennarar hitta samkennara sína af svæðinu í Birkimel. 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | þriðjudagurinn 27. ágúst 2019

Kveðjur frá Reykjaförunum

Nemendur í 6. og 7. bekk hófu skólagönguna á að fara í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Þaðan er allt gott að frétta, allir hressir, kátir og glaðir og farnir að kynnast öðrum krökkum. Allt eins og það á að vera :-)

 

| þriðjudagurinn 27. ágúst 2019

Matseðill og Mentor

Búið er að setja inn matseðil fyrir septembermánuð hér á tenglasafninu :-) 

 

Foreldrar fengu sendar upplýsingar frá Mentor, í netpósti, sem gott er að renna yfir svona í upphafi skólaárs. 

 

Annars hafa þessir fyrstu dagar gengið vel. Við erum komin með umsjónarkennara á unglingastig, en eins og sagt var við setningu skólans, þá var það óráðið en leystist svo eftir hádegi. Mjög ánægjulegt og hlakkar okkur mikið til starfsins í vetur. 

 

 

Með bestu kveðju, starfsfólk

| þriðjudagurinn 20. ágúst 2019

Skólasetning

Skólasetning Grunnskólans á Þingeyri verður föstudaginn 23. ágúst n.k. kl 10:00 á sal skólans.

 

Í framhaldi af skólasetningu fara nemendur og aðstandendur með umsjónarkennara í stofur. Foreldraviðtöl eru einnig venju samkvæmt á skólasetningardegi og eru foreldrar beðnir um að bóka tíma í Mentor

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 21. júní 2019

Skóladagatal 2019-20

Skóladagatalið 2019-20 komið á heimasíðuna
Skóladagatalið 2019-20 komið á heimasíðuna

Skóladagatal fyrir næsta skólaár hefur verið samþykkt í fræðslunefnd og hefur verið birt á heimasíðu skólans. Það má nálgast hér. Skólasetning er 23. ágúst. Nánari tímasetning auglýst síðar. Skólastjóri næsta skólaár verður Sonja Dröfn Helgadóttir.

 

Samkvæmt 28. gr. laga um grunnskóla - Starfstími.
Starfstími nemenda í grunnskóla skal á hverju skólaári vera að lágmarki níu mánuðir. Skóladagar nemenda skulu eigi vera færri en 180. Skipting milli kennsludaga og annarra skóladaga nemenda er á ábyrgð skólastjóra að höfðu samráði við skólaráð og að fenginni staðfestingu skólanefndar (fræðslunefndar).

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 31. maí 2019

Skólaslit

Merki skólans í sólarskapi
Merki skólans í sólarskapi

Grunnskólans á Þingeyri

                                                               

verða mánudaginn 3. júní kl. 15 í Þingeyrarkirkju.

Að lokinni athöfn mun Kvenfélagið Von sjá um kaffisölu í félagsheimilinu. Einnig mun skólasýningin vera á sínum stað „á sal“ í skólanum til kl. 17:30

Á milli kl. 17:30-18:00 sækja nemendur muni sína Smile

 

Allir velkomnir

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 24. maí 2019

Grænndagur og vordagur

Grænndagur 28. maí

Muna að koma klædd/ur eftir veðri til útivistar. Gott að vera í garðhönskum til að hlífa höndum.

Verkefni grænadagsins:

  • Ganga upp í skógræktarreit eða Yrkjureit G.Þ.
  • Gróðursetning
  • Tína rusl við skólann og nágrenni
  • Tiltekt við skólann (rusla tínsla, sópa, raka og fleira sem gerir lóðina snyrtilega).
  • Ef veður leyfir getur elsta stig málað „öruggu götuna“ (fer líka eftir því hvort búið verður að flytja sandhauga inn að göngum).

 

Í lok dagsins um hádegisbil verða grillaðar pylsur á skólalóðinni (í boði fyrir alla, líka þá sem ekki eru í mötuneyti). Skóla lýkur fyrir  kl. 13 og skólabíll fer heim á sama tímaJ

 

Vordagurinn 29. maí

Muna að koma klædd/ur eftir veðri.

  • Hvert námsstig fyrir sig heldur upp á skólalok á vordegi.
  • M.a. fara allir hópar að læra um fornleifauppgröft inn að Kjaranstöðum, en þar er fornleifa uppgröftur í gangi- talað var um Kjaranstaðarkot en uppi eru hugmyndir um að þar hafi ekki verið kot heldur eitthvað stærra.
  • Námstigin 3 enda daginn saman í hamborgaragrillveislu kl. 12 í boði foreldrafélags G.Þ.
  • Eftir grill verður skemmtilegur leikur í boði nemendaráðs á sparkvelli.
  • Skóla lýkur kl. 13 og skólabíll fer heimferð á sama tíma.

 

Foreldrum er boðið að vera með á vordeginum (þeir sem eiga kost á því setji sig í samband við umsjónarkennara). Grillaðir hamborgarar verða í hádeginu í boði foreldrafélags G.Þ. Allir foreldrar velkomnir.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón