Útiíþróttir og vorið
Á morgun 1. maí er Baráttudagur verkamanna og því frídagur í skólanum. Nemendur skilja ekkert í öllum þessum frídögum að undanförnu, sérstaklega þessir yngstu.
Það er allt að komast á fullt skrið á síðustu vikum skólastarfsins og nóg um að vera. En það er gjarnan þannig að vikurnar í maí líða mjög hratt þegar páskarnir eru svona seint eins og á þessu ári. Því skiptir máli að nemendur nýti tímann sinn vel og stefni áfram að markmiðum sínum, lesi minnst 5x í viku heima og í skóla og fl.
Á mánudaginn 29. apríl var síðasti inni íþróttatíminn á skólaárinu sem þýðir að á fimmtudaginn 2. maí verður "fyrsti" í útií þróttum. Það þarf að huga að því að vera klæddur til útivistar, huga að skófatnaði og gott að hafa þurra sokka í töskunni. Nemendur þurfa að fara í sturtu eftir úti íþróttir.