Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk
Í dag, þriðjudaginn 12. mars, var haldin undankeppni "litlu skólanna" fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk.
Það fyrirkomulag hefur verið í nokkur ár að grunnskólarnir á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík halda sameiginlega undakeppni þar sem nemendur í 7. bekk leiða saman hesta sína og lesa upp texta og ljóð af stakri snilld.
Að þessu sinni voru það 8 börn úr Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskólanum á Suðureyri sem öttu kappi. Þau lásu öll vel og fallega upp og voru sér og sínum til mikils sóma. Eins og í alvöru keppni eru dómarar og voru dómarar dagsins Hildur Inga Rúnarsdóttir, Sigmundur F. Þórðarson og Guðrún Birgisdóttir.
Tveir nemendur voru valdir til þess að taka þátt á lokakvöldinu sem haldið verður í Hömrum þann 19. mars n.k. kl. 17.00. Það voru þeir Ástvaldur Mateusz Kristjánsson frá G.Þ. og Sverrir Bjarki Svavarsson frá G.S. sem voru valdir og Stanislaw Anikiej frá G.S. er varamaður.
Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju og þökkum fyrir góða og skemmtilega keppni.
Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni í Grunnskólanum á Þingeyri.