Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 16. ágúst 2023

Skólasetning 2023-24

Gildi skólans: Gleði-metnaður-ábyrgð-samheldni
Gildi skólans: Gleði-metnaður-ábyrgð-samheldni

Mánudagurinn 21. ágúst er skólasetningar dagur fyrir skólaárið 2023-24. Starfsfólk skólans er mætt til undirbúnings. Helstu fréttir af skólastarfinu er að okkur fjölgjar frá því í vor, nemendur við skólann verða 42 eins og staðan er í dag.

Tveir nemendur hefja nám í fyrsta bekk og viljum við bjóða Önnu og David hjartanlega velkomin í 1. bekk. 3 nýjir nemendur byrja í 2. bekk, 4. bekk og 6. bekk. Okkur hlakkar mikið til að kynnast þeim og hitta alla hina eftir sumarfrí.

 

Yngsta stig: 18 nemendur

Mið stig: 12 nemendur

Elsta stig: 12 nemendur

 

Umsjónarkennarar munu boða nemendur og foreldra/forráðamenn í viðtöl á setningardegi. Hvert viðtal tekur um 15 mín. Stundaskrár birtast á mentor en afhendast einnig í viðtölum ásamt fleiri upplýsingum.

 

Hægt er að vera í mjólkuráskrift og fá mjólk í nestis tíma. Einnig verður í boði að skrá sig í ávaxtabita sem boðið er uppá rétt fyrir kl. 11 hvern dag. Nemendur sem verða í mat þurfa að skrá sig í hádegismat. Skráningar fara fram í skólanum á mánudaginn.

 

Sjáumst á mánudaginn

Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 13. júní 2023

Skólaárið 2022-2023 lokið

Yngstastig (mynd. Lilja Lalíla)
Yngstastig (mynd. Lilja Lalíla)
1 af 4

Skólaárinu lauk með skólaslitum 1. júní sl. Útskriftarathöfn var í kirkjunni þar sem skólastjóri fór yfir helstu afrek og viðburði skólaársins. Einnig hvatti hann nemendur og foreldra til að vera ábyrgir notendur þegar kemur að skjátíma. Skólastjóri minntist einnig á gervigreind og tækifæri til menntunar, en Grunnskólinn á Þingeyri vill mennta börn til framtíðar ekki fortíðar. Umsjónarkennarar afhentu nemendum vitnisburð og nemendur í tónlistarskólanum komu fram. Einn nemandi í 10. bekk lauk formlega sinni grunnskólagöngu sem er ávallt ákveðin tímamót í lífi hvers og eins. Við óskum Kristjönu Rögn til hamingju með áfangann og óskum henni gæfu og gleði í framtíðinni. Eftir athöfnina í kirkjunni var veglegt skólaslitakaffi Kvenfélagsins Vonar í Félagsheimilinu og handverka sýning með verkefnum nemenda í skólanum. Það var sannarlega hátið í bæ þennan dag.

 

Skólastarf hefst aftur mánudaginn 21. ágsút með skólasetningu "á sal". Nemendur og foreldrar verða einnig boðaðir í nemendaviðtöl þann dag.

 

Samþykkt skóladagatal fyrir skólaárið 2023-24 er hér

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 26. maí 2023

Fræðsla um kvíða fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna

Í G.Þ. leggjum við áherslu við gróskuhugarfar/vaxandi hugarfar
Í G.Þ. leggjum við áherslu við gróskuhugarfar/vaxandi hugarfar

Ísafjarðarbær býður foreldrum leik- og grunnskólabarna á fræðslu um kvíða í Fræðslumiðstöð Vestfjarða miðvikudaginn 31. maí kl. 20.

Markmið fræðslunnar er að foreldrar þekki einkenni kvíða og tileinki sér hjálplegar leiðir til að auka sjálfstraust og takast á við kvíða. Kynntar verða aðferðir til að hafa jákvæð áhrif á hegðun og hugsunarhátt barna og hvernig megi aðlaga daglegt líf að þörfum barna með kvíðaeinkenni. Námskeiðið er ætlað foreldrum en starfsfólki leik- og grunnskóla er velkomið að taka þátt, fræðslan er foreldrum og starfsfólki skóla að kostnaðarlausu.

Leiðbeinandi er Sólveig og Norðfjörð sálfræðingur

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda póst á gudrunbi@isafjordur.is.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 12. maí 2023

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri 2023

Skólaslit G.Þ. verða fimmtudaginn 1. júní kl. 15 í Þingeyrarkirkju.Að lokinni athöfn mun Kvenfélagið Von sjá um kaffisölu í félagsheimilinu.

Einnig mun skólasýningin vera á sínum stað „á sal“ í skólanum til kl. 17:30.

 

Á milli kl. 17:30-18:00 sækja nemendur muni sína.

 

Allir velkomnir

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 9. maí 2023

Vorgangan 2023

Sl. ár höfum við gengið Vorgöngu. Markmið Vorgöngunnar er að tengja saman börnin í skólunum á Þingeyri, leik,-og grunnskóla. Viðburðurinn er hluti af "Brúum bilið" sem er sameiginlegt verkefni G.Þ. og Laufás sem ætlað er að búa börnin undir skólagöngu á næsta skólastigi og efla tengingu skólanna.

Markmiðið Vorgöngunnar er að vera sýnileg í samfélaginu ásamt því að leyfa eldri borgurum þorpsins sem dvelja á Tjörn að sjá barnafjöldann og vera í tengslum við dvalarheimilið. Börnin hafa tekið lagið á pallinum við Tjörn og auðvitað er "Vertu til er vorið kallar á þig" heppilegasta lagið fyrir þennan viðburð. 

Föstudaginn 5. maí fórum við í vorgönguna á þessu skólaári. Gangan var mjög fjölmenn að þessu sinni vegna þessa að skólagestir G.Þ. frá Lettlandi og Litháen voru þátttakendur í göngunni. Sungið var á íslensku, lettnesku og litháensku.

 

Vertu til ef vorið kallar á þig, njótið vorsins

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | þriðjudagurinn 21. mars 2023

9. og 10. bekkir fóru í náms- og menningarferð til Reykjavíkur

Skautar í Egilshöll
Skautar í Egilshöll
1 af 10

Farið var að morgni miðvikudagsins 15. mars með “skólabíl” – 5 vaskir nemendur, umsjónarkennari og náms- og starfsráðgjafi. Leiðin lá til Reykjavíkur þar sem fara átti á Íslandsmeistaramót í iðn- og verkgreinum og framhaldsskólakynningar sem fóru fram í Laugardalshöll og eru til að sjá að það eru óþrjótandi möguleikar á því hvað maður vill gera í framtíðinni og leggja stund á. Hér má sjá smá myndband af hátíðinni. https://www.youtube.com/watch?v=xaOQnFG5Hyw

           Þar sáu krakkarnir margt áhugavert og marga þátttakendur og þeir áhugasömustu kynntu sér margs konar námsframboð. Einnig var farið í Alþingishúsið og þar fengum við leiðsögn um húsið, fórum í Vísindasmiðju Háskóla Íslands og hittum Sprengju-Kötu og aðra efna/eðlisfræðinga sem sögðu okkur frá því hvað vísindi geta verið skemmtileg. Þar mátti líka fikta og prufa ýmislegt. Við fórum líka í Perluna á sýningu um lífríkið í fersku vatni á Íslandi.
                En þetta var ekki bara námsferð, heldur brugðu krakkarnir sér á skauta í Egilshöllinni og við fórum líka í keilu á sama stað. Þar var sett upp keppni milli nemenda í G.Þ., nemenda í G.S. (en 9. og 10. bekkur Grunnskólans á Suðureyri fór líka í þessa ferð ásamt kennurum þar) og kennaranna í ferðinni. Þar skemmtu allir sér konunglega og sýndu ýmis tilþrif. Keppnisskapið tók sig aðeins upp og það var bara gaman. Síðan var haldið heim á leið upp úr hádegi á föstudeginum 17. og allir kátir og glaðir með ferðina.
En svona ferð kostar sitt og ekki hægt að fara í svona ferðir nema fá einhvers staðar styrki. Við vorum svo heppin að Artic fish styrkti ferðina um 100.000 kr. og erum við þeim mjög þakklát fyrir það. Gott að eiga góða að.

Margar myndir voru teknar í ferðinni til að varðveita minningar – og hér má sjá nokkrar þeirra.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 13. mars 2023

Til hamingju nemendur í G.Þ.

Hvolpasveit bjargar páskum á Þingeyri (yngsta stig)
Hvolpasveit bjargar páskum á Þingeyri (yngsta stig)
1 af 7

Sl. fimmtudag var árshátíð skólans haldin í Félagsheimilinu á Þingeyri. Í ár var "lítil" árshátíð þar sem hvert stig setti upp sína eigin sýningu. Yngsta stig lék frumsamið leikrit um hina úrræðagóðu Hvolpasveit. Mið stig sýndi frumsamið leikverk um hin margrómaða Stígvélaða kött. Elsta stig setti metnaðinn í botn og sýndi hið bráðskemmtilega leikrit Mama Mía. 

Ekki má gleyma yndislegum söng barnanna á Laufási en þau sungu knúslagið og Komdu kisan mín á morgunsýningunni.

 

Starfsfólk skólans óskar öllum nemendum til hamingju með sína frammistöðu. Margir fóru algjörlega út fyrir sinn þægindaramma. Nemendur sungu, bættu sig í framsögn, töluðu hátt/hærra og sumir settu mikla tilfinningu í hlutverk sitt sem gerði afraksturinn að enn meiri sigri. Heldur betur er hægt er að tengja gildi skólans: Gleði, ábyrgð, samheldni og virðingu við vinnu að árshátíðinni en það var gríðarlega gaman að sýna gestum árshátíðarinnar afrakstur þessarar vinnu.

Takk allir fyrir komuna.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | mánudagurinn 6. mars 2023

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar 6. mars 2023
Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar 6. mars 2023
1 af 10

Í dag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. En hún er árviss viðburður í skólastarfinu. Þá sýna nemendur í 7. bekk afrakstur æfinga sem formlega byrja á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. Þeir hafa æft upplestur á alls kyns textum bæði í bundnu og óbundnu máli.

Keppendur voru 6; 2 frá Grunnskólanum á Þingeyri, 3 frá Grunnskólanum á Suðureyri og 1 frá Grunnskóla Önundarfjarðar.

Kennarar og miðstig skólanna þriggja voru gestir og dómarar voru Sigmundur Þórðarson, Elfar Logi Hannesson og Hildur Inga Rúnarsdóttir.

Lesendur lásu sögubúta og ljóð og gerðu það mjög vel. En eins og alltaf þarf að velja fulltrúa til að fara og lesa á lokahátíðinni og að þessu sinni voru valdir 2 aðalmenn; þau Jósef Ægir Vernharðsson frá Grunnskólanum á Suðureyri og Auður Alma Viktorsdóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri. Varamaður er Dawid Robert Szlabowski frá Grunnskólanum á Suðureyri.  Kómedíuleikhúsið veitti öllum lesendum viðurkenningu, ljóðabókina Allir dagar eiga kvöld sem eru valin ljóð Stefáns frá Hvítadal. Við þökkum kærlega fyrir það.

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar mun svo fara fram í Bolungarvík fimmtudaginn 16. mars næst komandi og þangað eru allir velkomnir. 

Það er alltaf smá stress sem fylgir því að koma fram og lesa fyrir áhorfendur og áheyrendur - en það er einmitt einn liður í skólastarfinu að þjálfa framsögn og upplestur. Í mínum augum eru allir sigurvegarar og við erum alltaf ótrúlega stolt af lesendunum okkar. Við óskum öllum lesendum til hamingju með sig - við þökkum dómurum fyrir þeirra vinnu og þökkum gestum fyrir komuna.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 3. mars 2023

Árshátíð G.Þ

Hvolpasveit GÞ
Hvolpasveit GÞ
1 af 4

Undirbúningur fyrir árshátíðina stendur nú af fullum krafti. Að þessu sinni er "lítil" árshátíð þar sem hver námshópur er með sitt atriði. Yngsta stig ætlar að setja á svið leikrit um hina vinsælu Hvolpasveit. Mið stig fór í handrita smíði um Stigvéla köttinn og elsta stig ætlar að skella upp leikverkinu Mama Mia. Á fyrri sýningu munu einnig börnin á Laufási syngja. 
Mikil samvinna allra á sér stað við undirbúninginn. Nemendur sjást um allan skóla niðursokknir við undirbúning og æfingar; dans, söng, leik og fleira.  Nemendur byrjuðu í þessari viku að æfa í félagsheimilinu. Flestir taka þessari tilbreytingu frá hefðbundnu skólastarfi fagnandi.


Árshátíðin verður svo í Félagsheimilinu fimmtudaginn 9. mars. Að venju verða tvær sýningar; sú fyrri hefst kl. 10:00 og sú síðari kl. 19:30. Allir eru velkomnir.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. febrúar 2023

Réttu orðin -spjöllum um klám

1 af 3

Í framhaldi af viku 6 hvetjum við foreldra til að ræða við börn sín um klám til að efla heilbrigða kynhegðun. Elsta stig tók þátt í viku 6 sem fól í sér kynfræðslu og umræðu á hverjum degi. Mið stig fékk í síðustu heimsókn Telmu skólahjúkrunarfræðings fræðslu um kynheilbrigði. Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. En klám er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Mörgum foreldrum þykir tilhugsunin um að taka samtal um klám við barnið sitt ógnvekjandi eða vandræðaleg. Því urðu til eftirfarandi leiðbeiningar, m.a. byggðar á rýnihópaviðtölum við foreldra, nýjustu rannsóknum og reynslu fagfólks. 

 

Hvert ungmenni ætti að búa við frelsi til að upplifa sig sem kynveru, óháð viðmiðum klámefnis sem framleitt er sem söluvara en ekki kynfræðsla. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna krökkum til hvers er ætlast af þeim sem kynverur (Stígamót.is)

 

Inn á stigamot.is má finna gott efni sem styrkir foreldra til að taka þessi mikilvægu samtöl um klám og kynheilbrigði við börnin sín. r má einnig finna myndband fyrir foreldra með góðum ráðum. 

Samstarfsverkefni Stígamóta, Frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Jafnréttisskólans, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Rannkyn.
 
« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón