Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 16. febrúar 2025

Handbók um einelti og vináttufærni

Einelti fer gjarnan fram þar sem fullorðnir sjá ekki til, oftar en ekki í símunum.
Einelti fer gjarnan fram þar sem fullorðnir sjá ekki til, oftar en ekki í símunum.
Við þurfum alltaf að vera á verði er kemur að líðan og hegðun barna okkar. Skólinn hefur stuðst við efni þessarar handbókar þegar upp koma mál í samskiptum nemenda. 
 

Megináhersla er lögð á forvarnir, fróðleik og hagnýt ráð. Handbókin hentar foreldrum, fagfólki sem vinnur með börnum sem og börnunum sjálfum. Hvetjum alla foreldra og starfsfólk skóla til að kíkja í þessa handbók með því að klikka hér.

 

Í G.Þ. eru alskyns nemendur með fjölbreyttar þarfir, sumir með greiningar og aðrir ekki. Allir eiga rétt á því að fá að vera þeir sem þeir eru án þess að vaða yfir mörk og lifa með reisn.

 

G.Þ. er fjölmenningarlegur skóli þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa einstaklinga hvort sem þeir koma frá öðru landi, séu fatlaðir eða ekki.

 

Góðvild og umhyggja kostar ekkert. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 12. febrúar 2025

Sýnum áhuga

Komdu fram við aðra á Netinu eins og þú vilt láta koma fram við þig og mundu að sömu reglur gilda um samskipti á Netinu og annars staðar.
Komdu fram við aðra á Netinu eins og þú vilt láta koma fram við þig og mundu að sömu reglur gilda um samskipti á Netinu og annars staðar.

Börn nota Netið á fjölbreyttan hátt og margt af því sem þar er að finna er bæði gagnlegt og fróðlegt.

  • Spurðu börnin þín um þau smáforrit sem þau nota, vefsíður sem þau heimsækja og tölvuleiki sem þau spila og taktu síðan fram hvað þér finnst vera jákvætt og skemmtilegt.
  • Ræddu líka við þau um það sem veldur þér áhyggjum eða þú hefur einhverjar efasemdir um.
  • Hugsaðu í lausnum, ef barn er að spila tölvuleik sem er ekki við hæfi þess, er hægt að finna eitthvað annað sambærilegt?
  • Í stað þess að vera með boð og bönn er betra að ræða við barnið og komast að samkomulagi um þær vefsíður eða þá tölvuleiki sem barn fær að skoða og spila, það er yfirleitt vænlegra til árangurs.

Tekið af barn.is

Frekari upplýsingar fyrir foreldra um skjánotkun má finna hér

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 3. febrúar 2025

Þorrblót G.Þ. 2025

Þorrablót G.Þ. verður föstudaginn 6. febrúar kl. 18-20. Nemendaráð og kennarar sjá um skemmtunina. Nemendur mæta með eigin þorramat allavega 2 tegundir. Halur og snót verða krýnd en það eru drengur og stúlka með flestar tegundir af þorramat og borða hannWink
 
Það má koma með sælgæti og gos. Gleðin endar með diskóballi.
Hvetjum alla til að mæta. Aðgangseyri er 500 kr. sem rennur til nemendaráðs skólans. 
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 17. desember 2024

Liltu jólin

Hneturbrjótur málverk eftir nemanda á miðstigi
Hneturbrjótur málverk eftir nemanda á miðstigi

19. desember verða „Litlu jólin“ kl. 10-12:10

Nemendur mæta í skólann kl. 10 spariklædd með jólalegt nesti (t.d. gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskipti (gjöf sem kostar ca. 1000-1500 kr.). Endilega koma með lítið kerti til að búa til stemmningu upp í stofu.

 

Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.

 

Minnum alla á að lesa þó að það séu að koma jól- lestur er lykillinn að ævintýrum!

Sýnum hugrekki og góðvild.

 

Skólinn byrjar aftur eftir jólaleyfi 6. janúar kl. 8:10

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 13. desember 2024

Rauðurdagurinn-Huggulegt opið hús

Hugvekja á rauðum degi-nemendur, börnin á Laufási og gestir opna húss
Hugvekja á rauðum degi-nemendur, börnin á Laufási og gestir opna húss
1 af 4

Í dag var rauðurdagur í G.Þ. Þá komu nemendur og starfsfólk í einhverju rauðu til að búa til skemmtilega rauða stemmningu.

Á rauðum degi er opið hús þar sem nemendur sýna verkefni sín úr áhugasviði. Áhugasvið er einu sinni í viku hjá öllum aldurshópum og í þeim tímum fá nemendur tækifæri til að vinna verkefni út frá sínum áhuga og hugmyndum. Verkefnin eru því alskonar og fjölbreytt. 

Í dag hófum við opna húsið á hugvekju sem Hildur Inga skóknarprestur flutti. Hún náði á sinn einstaka hátt að hrífa bæði börn og fullorðna með sér í hugvekju um frið og góðvild. Því næst spiluðu nemendur tónllistaskólans undir stjórn Skúla Mennska jólalög á gítar. Halloween þemaverkefni var sýnt og stuttmynd frá nemendum á elsta stigi. 

 

Til þessa að hafa opna húsið huggulegt var boðið upp á heitt súkkulaði og skólagerðar LU kökur sem nemendur bökuðu á skreytingardaginn.

 

Takk fyrir komuna og leyfum ljósum hvers og eins og loga svo allir finni frið

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 19. nóvember 2024

Árshátíð G.Þ.

Auglýsingagerð: Nanna Björg
Auglýsingagerð: Nanna Björg

Árshátíð G.Þ. verður fimmtudaginn 21. nóvember. Nemendur á elsta stigi og miðstigi hafa undanfarnar vikur verið að semja æfa leikrit þar sem persónur úr ævintýrum fjalla um mikilvægi vináttu og læra af mistökum. Nemendur á yngsta stigi ætla að syngja og leika Minkinn í hænsnakofanum.

 

Fyrri sýning er kl. 10 og börnin á Laufási koma fram. Ávextir í boði í hléi.

Seinni sýning verður kl. 19:30 og sjoppa í hléi.

 

Aðgangseyrir er 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri.


Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.

Af mistökum lærum við margt. Hlökkum til að sjá ykkur.

 
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. nóvember 2024

Saman gegn einelti

Sáttmáli G.Þ. gegn einelti 2024-25
Sáttmáli G.Þ. gegn einelti 2024-25
1 af 5

8. nóvember er baráttudagur gegn einelti ár hvert. Í tilefni þess héldum við fund "á sal" þar sem við fórum saman yfir það hvað er einelti og hvernig hægt er að sporna við því. Dagur gegn einelti tengist 2. grein Barnasáttmálans um jafnræði og bann við mismunun. 

  • Börn eiga að njóta réttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra ogstöðu.

  • Í 3. grein er svo fjallað um það sem er barninu fyrir bestu, að börn eiga að njóta verndar og umömmunar.

 

Eftir fundinn bjuggum við til sáttmála sem fellst í því að við samþykkjum ekki einelti í skólanum okkar. Nemendur stympluðu hendina sína á efni sem verður hengdt upp á vegg til að minna okkur á. Umsjónarkennarar héldu umræðum áfram og bekkjarsáttmáli skoðaður í námshópum.

 

Góðmennska er allrabesti ofurkrafturinn sem allir geta æft sig í.

Áætlun gegn einelti má finna hér (á heimasíðuskólans). Áæltunin var einnig send á foreldra og kennara í tölvupósti.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. nóvember 2024

Hrekkjavökuuppskeruhátíð

Stuttmyndir eftir nemendur voru sýndar á uppskeruhátíð þemaverkefnis um hrekkjavöku.
Stuttmyndir eftir nemendur voru sýndar á uppskeruhátíð þemaverkefnis um hrekkjavöku.

Hrekkjavöku þemanu lauk 31. október með uppskeruhátíð "litlu skólanna"  á Suðureyri. Nemendur í skólunum þremur voru þá búin að  vinna í þemaverkefni tengt Hrekkjavöku síðan í september. Nemendur voru búnir að gera  stuttmyndir, sögu, búninga og skreytingar fyrir hátíðina. Einnig voru þeir búnir að búa til allskonar bakkelsi sem boðið var upp á s.s. hrekkjavökumuffins, fingur, pylsubita í felum, kókóskúlur og popp. Stuttmyndir voru sýndar og dansað. Þetta heppnaðist mjög vel og allir skemmtu sér konunglega. 

Næsta verkefni  hefst eftir árshátíðina í lok nóvember. Það verkefni er íslensku og lífsleikni miðað og heitir "Bókin mín". 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 25. október 2024

Samstarfsverkefni

yngsta stig í útkennslu
yngsta stig í útkennslu
1 af 2

Grunnskólinn á Suðureyri, Grunnskólinn á Þingeyri og Grunnskóli Önundarfjarðar

Fámennu skólarnir þrír hjá Ísafjarðarbæ, undir leiðsögn Ásgarðs skólaþjónustu, hófu á þessu skólaári samstarf um útfærslu á fjórum þemaverkefnum sem útbúin hafa verið út frá nýrri menntastefnu ríkisins. 

Verkefnið, sem stendur í tvö ár, fékk 2 mkr styrk frá Sprotasjóði sem er veglegur stuðningur við gæðastarf í skólunum. Sérstök áhersla verður lögð á teymiskennslu kennara og leytast verður við að verkefnin verði við hæfi allra nemenda og að fjölbreytileikinn fái að njóta sín.

Innihald og inntak verkefna nemenda verða sýnileg á námsvegg í skólanum sem og á heimasíðu/facebooksíðu skólans. Auðvelt ætti því að vera fyrir foreldra og samfélagið í kring að taka virkan þátt í vinnunni t.d með því að spyrja af áhuga og jafnvel bjóðast til þess að aðstoða við vinnu nemenda. 

Fyrra skólaárið er hafið en í vetur vinna nemendur og kennarar eftirfarandi verkefni: 

  • Hrekkjavaka: unnin eru skapandi og fjölbreytt verkefni sem kennir nemendum um hrekkjavöku á bæði íslensku og ensku. Nemendur vinna með texta, teikna myndasögur, búa til hrekkjavökuhandrit og taka upp mynd, búa til búninga úr endurunnum efnum, skreyta skólastofuna og undirbúa sameiginlega hrekkjavökuskemmtun. Verkefnið þjálfar þá í tjáningu, skapandi hugsun, sjálfstæði og samvinnu, auk þess sem áhersla er lögð á umhverfisvitund og endurnýtingu. ​
  • Bókin mín: áhersla er á skapandi skrif, sjálfsþekkingu og tjáningu. Nemendur vinna að því að skrifa sögur um eigið líf, umhverfi og hugmyndir, þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og efla ritunarfærni. Verkefnin styrkja ímyndunarafl, orðaforða og hæfni nemenda til að tjá sig á skýran og skapandi hátt.
  • Tækni: þemað er byggt á grunnþættinum sköpun og miðar að því að efla frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun nemenda. Í verkefninu skoða nemendur tækni í daglegu lífi, áhrif hennar á samfélagið og þróun tækni framtíðarinnar. Verkefnin þjálfa sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu og gagnrýna hugsun, þar sem nemendur skapa eigin lausnir á raunverulegum áskorunum. Markmiðið er að tengja saman námsefni eins og náttúrufræði, stærðfræði, tungumál og listir og stuðla að sjálfstæðri hugsun og félagsfærni​
  • Betri heimabyggð: Þetta er þema er ætlað sem undirbúningur undir íbúaþing þar sem nemendur koma með tillögur að betri heimabyggð út frá þörfum og umhverfissjónarmiðum og byggja þær á þeirri vinnu sem fram fer í þessu verkefni.

Megináhersla er lögð á að nemendur hittist þvert á skólana og ræði verk sín og deili afrakstrinum með hvort öðru. 

Á vorin munu nemendur og starfsfólk, í samvinnu við hverfaráðið, hittast á skólaþingi þar sem óskir allra innan skólasamfélagsins heyrast. Öll sem hafa áhuga á skólamálum eru velkomin.  

Utanumhald verkefnis er í höndum skólastjórnenda skólanna og Ásgarðs skólaþjónustu. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 15. október 2024

Jógahjartað og gullskórinn

Jógahjartað hugleiðsla á sal allir nemendur skólans
Jógahjartað hugleiðsla á sal allir nemendur skólans
1 af 3

Nemendur og starfsfólk tóku þátt í hugleiðsludeginum 9.10. sl. eða jógahjartanu. Skólinn hefur tekið þátt í þessum viðburði í nokkur ár. Jógahjartað er styrktarfélag sem vinnur að því að veita börnum og unglingum aðgang að kennslu á jóga og hugleiðslu innan skólakerfisins og boða til friðar á afmælisdegi bítilsins Johns Lennon. 

 

Eftir hugleiðsluna sem allir tóku þátt í saman á sal skólans var "Gullskórinn" afhentur. Gullskórinn er verðlaunagripur til námshóps sem vinnur göngum í skólann átakið. Elsta stig vann mið stig naumlega. Óskum þeim til hamingju með titilinn góða og hvetjum í leiðinni til virks ferðamáta til og frá skóla. 

 

 

Fyrri síða
1
234567505152Næsta síða
Síða 1 af 52
« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón