| föstudagurinn 20. september 2019

Útivistartími

Við minnum á útivistartíma barna, 12 ára og yngri eiga ekki að vera úti eftir kl 20:00 á kvöldin og 13 - 16 ára eftir kl 22:00. 

 

Hér er slóð á vefsíðu Umboðsmanns barna: https://www.barn.is/spurt-er/utivistartimi/

 

Hér er slóð á vefsíðu Heilsuveru/landlæknir með upplýsingum um svefntíma barna: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/svefn-og-hvild/svefnthorf/svefnthorf-eftir-aldri/

 

 

| fimmtudagurinn 5. september 2019

Starfdagur

Við minnum á að það er starfsdagur kennara á morgun, föstudaginn 6. september. Þá munu kennarar hitta samkennara sína af svæðinu í Birkimel. 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | þriðjudagurinn 27. ágúst 2019

Kveðjur frá Reykjaförunum

Nemendur í 6. og 7. bekk hófu skólagönguna á að fara í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Þaðan er allt gott að frétta, allir hressir, kátir og glaðir og farnir að kynnast öðrum krökkum. Allt eins og það á að vera :-)

 

| þriðjudagurinn 27. ágúst 2019

Matseðill og Mentor

Búið er að setja inn matseðil fyrir septembermánuð hér á tenglasafninu :-) 

 

Foreldrar fengu sendar upplýsingar frá Mentor, í netpósti, sem gott er að renna yfir svona í upphafi skólaárs. 

 

Annars hafa þessir fyrstu dagar gengið vel. Við erum komin með umsjónarkennara á unglingastig, en eins og sagt var við setningu skólans, þá var það óráðið en leystist svo eftir hádegi. Mjög ánægjulegt og hlakkar okkur mikið til starfsins í vetur. 

 

 

Með bestu kveðju, starfsfólk

| þriðjudagurinn 20. ágúst 2019

Skólasetning

Skólasetning Grunnskólans á Þingeyri verður föstudaginn 23. ágúst n.k. kl 10:00 á sal skólans.

 

Í framhaldi af skólasetningu fara nemendur og aðstandendur með umsjónarkennara í stofur. Foreldraviðtöl eru einnig venju samkvæmt á skólasetningardegi og eru foreldrar beðnir um að bóka tíma í Mentor

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 21. júní 2019

Skóladagatal 2019-20

Skóladagatalið 2019-20 komið á heimasíðuna
Skóladagatalið 2019-20 komið á heimasíðuna

Skóladagatal fyrir næsta skólaár hefur verið samþykkt í fræðslunefnd og hefur verið birt á heimasíðu skólans. Það má nálgast hér. Skólasetning er 23. ágúst. Nánari tímasetning auglýst síðar. Skólastjóri næsta skólaár verður Sonja Dröfn Helgadóttir.

 

Samkvæmt 28. gr. laga um grunnskóla - Starfstími.
Starfstími nemenda í grunnskóla skal á hverju skólaári vera að lágmarki níu mánuðir. Skóladagar nemenda skulu eigi vera færri en 180. Skipting milli kennsludaga og annarra skóladaga nemenda er á ábyrgð skólastjóra að höfðu samráði við skólaráð og að fenginni staðfestingu skólanefndar (fræðslunefndar).

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 31. maí 2019

Skólaslit

Merki skólans í sólarskapi
Merki skólans í sólarskapi

Grunnskólans á Þingeyri

                                                               

verða mánudaginn 3. júní kl. 15 í Þingeyrarkirkju.

Að lokinni athöfn mun Kvenfélagið Von sjá um kaffisölu í félagsheimilinu. Einnig mun skólasýningin vera á sínum stað „á sal“ í skólanum til kl. 17:30

Á milli kl. 17:30-18:00 sækja nemendur muni sína Smile

 

Allir velkomnir

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 24. maí 2019

Grænndagur og vordagur

Grænndagur 28. maí

Muna að koma klædd/ur eftir veðri til útivistar. Gott að vera í garðhönskum til að hlífa höndum.

Verkefni grænadagsins:

  • Ganga upp í skógræktarreit eða Yrkjureit G.Þ.
  • Gróðursetning
  • Tína rusl við skólann og nágrenni
  • Tiltekt við skólann (rusla tínsla, sópa, raka og fleira sem gerir lóðina snyrtilega).
  • Ef veður leyfir getur elsta stig málað „öruggu götuna“ (fer líka eftir því hvort búið verður að flytja sandhauga inn að göngum).

 

Í lok dagsins um hádegisbil verða grillaðar pylsur á skólalóðinni (í boði fyrir alla, líka þá sem ekki eru í mötuneyti). Skóla lýkur fyrir  kl. 13 og skólabíll fer heim á sama tímaJ

 

Vordagurinn 29. maí

Muna að koma klædd/ur eftir veðri.

  • Hvert námsstig fyrir sig heldur upp á skólalok á vordegi.
  • M.a. fara allir hópar að læra um fornleifauppgröft inn að Kjaranstöðum, en þar er fornleifa uppgröftur í gangi- talað var um Kjaranstaðarkot en uppi eru hugmyndir um að þar hafi ekki verið kot heldur eitthvað stærra.
  • Námstigin 3 enda daginn saman í hamborgaragrillveislu kl. 12 í boði foreldrafélags G.Þ.
  • Eftir grill verður skemmtilegur leikur í boði nemendaráðs á sparkvelli.
  • Skóla lýkur kl. 13 og skólabíll fer heimferð á sama tíma.

 

Foreldrum er boðið að vera með á vordeginum (þeir sem eiga kost á því setji sig í samband við umsjónarkennara). Grillaðir hamborgarar verða í hádeginu í boði foreldrafélags G.Þ. Allir foreldrar velkomnir.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 16. maí 2019

Gengið á slóðir Gísla Súra

Þórir segir okkur frá knattleikunum á Seftjörn
Þórir segir okkur frá knattleikunum á Seftjörn
1 af 3

Í vetur hefur unglingastigið verið að lesa Gísla sögu Súrssonar og vinna með hana. Því eru hæg heimatökin að fara í Gíslagöngu í Haukadalinn og setja sig í spor Gísla, Auðar, Þorgríms, Þorkels og alla hinna sem þar koma við sögu. Sjá fyrir sér knattleikinn við Seftjörnina og bæina Sæból og Hól. Hann Þórir Örn sem er sérfræðingur í Gísla Súra kom með okkur í Gíslagönguna í dag og fræddi okkur um það helsta og hjálpaði okkur að rifja söguna upp. Nemendur voru áhugasamir og spurðu um ýmislegt og komu ekki að tómum kofanum hjá Þóri. Þetta var skemmtileg ganga og þökkum við kærlega fyrir hana. Hér má sjá nokkrar myndir úr göngunni. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. maí 2019

Hjálmur er málið

1. bekkingar að taka við hjálmum frá Kiwanis
1. bekkingar að taka við hjálmum frá Kiwanis

,Þegar við notum hjól, bretti, línuskauta eða bretti er nauðsynlegt að muna eftir hjálminum. Á dögunum kom fulltrúí frá Kiwanis og færði nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Hjálmarnir koma sér vel, þar sem margir nemendur eru farnir að vera meira úti við á hjólum sínum. Allir nemendur eru hvattir til að nota hjálm og minnum við á reglur um þá hér en það er mjög mikilvægt að þeir sitji rétt á höfði og öll börn 15 ára og yngri eiga samkvæmt lögum að nota hjálm. Þeir sem eldri eru, eru að sjálfsögðu fyrirmyndir. Á myndinni hér að ofan eru tvær af þremur nemendum 1. bekkjar að taka við hjálmum sínum 😊

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón