Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 4. mars 2019

Skemmtilegir loðnir og fiðraðir litlir gestir

Í febrúar heimsóttu litlir kanínu ungar nemendur í 3.-4. bekk. Tilgangur heimsóknarinnar var að nemendur voru/eru að læra um lífið í sveitinni og þær afurðir og nytjar sem fólk hefur af náttúrunni. Það var því tilvalið að bjóða þeim í skólann og tengja við loðdýraræktar efnið sem nemendur hafa verið að læra um. Kanínu ungarnir vöktu mikla lukku og allir krúttuðu yfir sig því þeir voru svo sætir og með mjúkann feld.

 

Nemendur á yngsta stigi hafa verið að læra um húsdýr og því var alveg grá upplagt að segja já við heimsóknarboði sem við fengum frá áhugasömum hænsnaræktanda um að 10 vikna hænuungar kæmu í heimsókn í skólann. Mið stigs nemendur græddu einnig á heimsókninni og fengu m.a. að skýra einn ungann sem auðvitað fékk nafnið Harmonie (úr Harry Potter, en nemendur á mið stigi lesa mikið um ævintýri hans). Látum nokkrar myndir fylgja frá heimsókninni sem segja meira en mörg orð.

 

Takk Marta og Hulda fyrir að koma með litlu greyin í heimsókn. Heimsóknirnar vöktu mikla kátínu og áhuga Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 14. febrúar 2019

Breytt tímasetning á árshátíð G.Þ.

Frá árshátíð 2017 þegar Konungur ljónanna var sett upp.
Frá árshátíð 2017 þegar Konungur ljónanna var sett upp.

Vegna Skólahreystikeppni þann 21. mars höfum við ákveðið að flytja árshátíðina okkar til 11. apríl. Undirbúningur fyrir hana fer að hefjast. Í ár er það eitt stórt leikrit sem verður æft og sýnt í félagsheimilinu. Leikritið sem við ætlum að sýna er um hinn síunga og ævintýragjarna Pétur Pan og vini hans. Pétur Pan er þekktastur fyrir að vera drengurinn sem vildi ekki fullorðnast. Hægt er að lesa meira um sögu persónuna Pétur Pan hér og komast að því hvort að Pétur hafi jafnvel verið raunveruleg persóna.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 7. febrúar 2019

Netnotkun barna og unglinga

Á þriðjudaginn hlustuðu nemendur á elsta stigi á þátt í "Menntavarpi" (Menntavarp er hlaðvarp um menntamál, framtíðina, nám og kennslu. Umsjónarmaður er Ingvi Hrannar Ómarsson). Þátturinn var um netnotkun barna og unglinga og viðmælandi Ingvars var sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson. Nemendur voru sammála um að allir foreldrar ættu að hlusta á þennan þátt. Eru tölvuleikir og samfélagsmiðlar hættulegir? Hvernig getum við stýrt netnotkun? Er eitthvað sem við þurfum að varast og hvað þá helst? Er hægt að líkja samskiptum á netinu við samskipti augliti til auglitis?

Slóðin á þáttinn er: http://ingvihrannar.com/eyjolfur-orn-jonsson-netnotkun-barna-og-unglinga/

Við hvetjum alla foreldra til að gefa sér tíma til að hlusta á þáttinn því margt í honum hvetur okkur til að hugsa meira um það hvernig við eigum að umgangast og nýta tæknina til góðs. Þáttinn er hægt að sækja í snjalltækjum og hlusta á í bílum með bluetooth.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 30. janúar 2019

Mentor app

Hægt að skoða mentor í símanum eða spjaldtölvunni í gegnum app.
Hægt að skoða mentor í símanum eða spjaldtölvunni í gegnum app.

Nú geta nemendur og aðstandendur nýtt sér Mentor appið og nálgast allar skráningar frá kennurum á einfaldan og fljótlegan hátt. Appið er aðgengilegt á App Store og Google Play. Hér er stutt myndband sem sýnir hvernig appið er sett upp.

 

Það er frábært fyrir þá sem vilja að sækja þetta app að nýta það til að skoða námsmat og fleira. Núna er allt námsmat að verða klárt í öllum hópum og hægt verður að panta foreldraviðtöl frá og með 1. febrúar.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 24. janúar 2019

Lestrarátak Ævars Vísindamanns

Við í skólanum erum nýbúin að klára lestrarátak hér í skólanum sem varði í tvær vikur og í þessari viku kláruðu flestir nemendur að þreyta lesferilspróf-ef ekki þá gera þeir það í næstu viku.

 

Okkur langar til að benda lestrarhestum á að í gangi er lestararátak Ævars Vísindamanns. Átakið hans hófst 1. janúar og stendur til 1. mars. Við erum búin að setja upp kassa fyrir lestararmiða hér í skólanum og prenta út lestrarmiða sem er hægt að fá á bókasafninu. Endilega verið með. Nánari upplýsingar er að finna á: https://www.visindamadur.com/

 

Lestur er lykillinn Wink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 23. janúar 2019

Þorrablót Grunnskólans á Þingeyri 2019

Á Bóndadaginn 25. janúar verður Þorrblót G.Þ. 2019
Á Bóndadaginn 25. janúar verður Þorrblót G.Þ. 2019

verður haldið í sal skólans föstudaginn

25. janúar, kl. 18:00-20:30,

fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans.

Verð er 250 kr. á mann.

 

Allir koma með sinn mat í skólann a.m.k. 2 tegundir af þorramat (og annað sem manni þykir gott) og drykk ( má koma með gos).

 

Valin verða Halur og Snót kvöldsins. Titillinn hljóta drengur og stúlka sem hafa mesta úrvalið af þorramat og borða hann.

 

Nemendaráð sér um spennandi dagská á borðhaldinu. Að borðhaldi loknu hefst diskótek í umsjón dj. Grétu fyrir alla gesti kvöldsins og stendur til kl. 20:30.

- Foreldrum er velkomið að koma og dansað með okkur kl. 20:00 -

-        Skemmtum okkur og verum í stuði með Guði  -

 

Kv. Nemendaráðið

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 2. janúar 2019

Gleðilegt nýtt ár

Frá áramótabrennunni á Þingeyrarodda á gamlársdag 2018
Frá áramótabrennunni á Þingeyrarodda á gamlársdag 2018

Starfsfólk skólans óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem var að líða og hlökkum til þess næsta.

 

Við sjáumst öll hress og endurnærð 3. janúar kl. 10:00, skólabíll verður við Ketilseyri kl. 9:45.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 14. desember 2018

Síðustu dagarnir fyrir jólafrí

"Jólagluggi"

17. desember jólabíó

Nemendaráðið í samstarfi við kennara bjóða öllum nemendum í jólabíó „á sal“ kl. 8:10-9:30

 Að öðru leyti er venjulegur skóli samkv. stundaskrá.

 

18. desember jólasund og jólamatur

 

 Jólamatur mötuneytisins- þeir sem eru ekki í mat geta keypt máltíð á 500 kr. (nemendur koma með pening og greiða í skólanum).

 

Elsta,-og mið stig ætla í fatasund- þurfa að koma með hrein föt til að fara í sund.

Yngsta stig má hafa með sér dót í sund.

 

Að öðru leyti er venjulegur skóli samkv. stundaskrá.

 

19. desember „Litlu jólinkl. 10-12:10

Nemendur mæta í skólann kl. 10 spari klædd með jólalegt nesti (gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskiptin (gjöf sem kostar 500-1000 kr.). Endilega koma með lítið kerti til að búa til stemmningu upp í stofu.

Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. desember 2018

Tarzan gekk vel og “Rauði dagurinn” á morgun

1 af 4

Í morgunn léku allir nemendur sér saman í Tarzan í íþróttahúsinu undir stjórn Ingimars íþróttakennara og Guðrúnar. Elsta stig stóð sig frábærlega við uppsetningu ævintýrabrautarinniar og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Allir stóðu sig frábærlega og skemmtu sér konunglega. Á morgunn er “Rauði dagurinn” þá ætlum við öll að mæta í skólann í einhverju rauðu, það kemur óvæntur gestur og öllum velunnurum skólans er boðið á áhugaverkefnasýningu ásamt því að þiggja jólalegar veitingar kl. 13-14. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 10. desember 2018

Starfsáætlun skólans komin á heimasíðuna

Þar sem skólaráð kemur saman í dag er tilvalið að birta starfsáætlun skólans hér á heimasíðunni okkar. Í starfsáætlun kemur fram allt sem við ætlum að vinna að í vetur ásamt mikilvægum upplýsingum er varða skólastarfið. Í áætluninni eru sett fram helstu markmið sem stefnt er að ásamt skólareglum og fl. Matið er byggt á sjálfsmati. Áætlunina má finna hér undir skólinn>áætlanir. Athugið að verið er að vinna í að laga jafnréttisáætlun. Góðar stundir.

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón