Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 4. mars 2019

Skemmtilegir loðnir og fiðraðir litlir gestir

Í febrúar heimsóttu litlir kanínu ungar nemendur í 3.-4. bekk. Tilgangur heimsóknarinnar var að nemendur voru/eru að læra um lífið í sveitinni og þær afurðir og nytjar sem fólk hefur af náttúrunni. Það var því tilvalið að bjóða þeim í skólann og tengja við loðdýraræktar efnið sem nemendur hafa verið að læra um. Kanínu ungarnir vöktu mikla lukku og allir krúttuðu yfir sig því þeir voru svo sætir og með mjúkann feld.

 

Nemendur á yngsta stigi hafa verið að læra um húsdýr og því var alveg grá upplagt að segja já við heimsóknarboði sem við fengum frá áhugasömum hænsnaræktanda um að 10 vikna hænuungar kæmu í heimsókn í skólann. Mið stigs nemendur græddu einnig á heimsókninni og fengu m.a. að skýra einn ungann sem auðvitað fékk nafnið Harmonie (úr Harry Potter, en nemendur á mið stigi lesa mikið um ævintýri hans). Látum nokkrar myndir fylgja frá heimsókninni sem segja meira en mörg orð.

 

Takk Marta og Hulda fyrir að koma með litlu greyin í heimsókn. Heimsóknirnar vöktu mikla kátínu og áhuga Smile

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón