Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 9. febrúar 2018

Sinfóníutónleikar á streymi

Sinfóníuhljómsveit Íslands tók á móti um 4.500 nemendum á fimm skólatónleikum í Eldborg í vikunni. Ævar Þór vísindamaður valdi ævintýralega tónlist sem hann kynntí fyrir nemendum úr 4. - 7. bekk grunnskólanna. Á tónleikunum hljómaði meðal annars tónlist úr kvikmyndunum Harry Potter, Hringadróttinssögu og Draugabönum, ásamt glænýju tónverki sem unnið var upp úr verðlaunabókinni Þín eigin Þjóðsaga. Hljómsveitarstjóri var Bernharður Wilkinsson. 

Tónleikunum var einnig streymt beint til grunnskóla um land allt. Við í Grunnskólanum á Þingeyri leyfðum öllum sem höfðu áhuga á að njóta tónleikanna, ekki bara mið stigi heldur 1-10. bekk og 5 ára börnum sem voru í skólaheimsókn Tónleikarnir vöru mjög skemmtilegir og vöktu athygli flestra. Ævar minnti í leiðinni á mikilvægi lesturs á skemmtilegan hátt.

 

Takk fyrir okkur Ævar og Sinfóníuhljómsveit😀

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 2. febrúar 2018

Jóga í tómstund

Mið,- og elsta stig í jóga
Mið,- og elsta stig í jóga "á sal" á fimmtudaginn

Þessa vikuna höfum við verið með gestakennara í tómstund. Það er hún Arnhildur Lilý í blá bankanum en hún er einnig jógakennari. Yngsta stig verður í jóga á þriðjudögum í febrúar og mið,- og elsta stig á fimmtudögum.

Nemendur læra ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeingu og samhæfingu. Einnig er miklvægt að nemendur nái að slaka á sem er nauðsynlegt bæði til að gera æfingarnar og til að ná jafnvægi. Markmiðið er að nemendur finni leið til að slaka á í hugleiðslu og sem getur hjálpað til í lífi og leik. Áhersla er lögð á leik og gleði ásamt því að eiga rólega stund.

 

Takk Arnhildur Lilý fyrir að koma og kenna okkurWink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 24. janúar 2018

Þorrablót Grunnskólans á Þingeyri

Verður haldið í sal skólans föstudaginn

 26. janúar,  kl 18:00 til 20:30,  fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans. Verð er 250 kr á mann.

 Allir koma með sinn mat í skólann a.m.k. 2 tegundir af þorramat (og annað sem manni þykir gott) og drykk (má koma með gos). Valin verða Halur og Snót kvöldsins.  Titilinn hljóta drengur og stúlka sem hafa mesta úrvalið af þorramat og borða hann.

 

Nemendaráð sér um spennandi dagskrá á borðhaldinu.

Að borðhaldi loknu hefst diskótek í umsjón

dJ. Áskels fyrir alla gesti kvöldsins og stendur til kl.20:30.

-   Komum saman, skemmtum okkur og verum glöð.

 

Kv. Nemendaráðið

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 17. janúar 2018

Grunnskólinn á Þingeyri 120 ára í desember 2017

Tónlistarskólinn flutti nokkur tónlistaratriði, Auður og Jóngunnar
Tónlistarskólinn flutti nokkur tónlistaratriði, Auður og Jóngunnar
1 af 6

Föstudaginn 15. desember sl. var rauði dagurinn haldinn hátíðlegri heldur en undanfarin ár. Tilefnið var 120 ára afmæli skólans. Nemendur og starfsfólk mætti í einhverju rauðu, það var áhugasviðssýning á munum og verkefnum sem nemendur höfðu unnið í svokölluðum áhugasviðstímum sem eru alltaf á föstudögum. Nemendur tónlistaskólans komu fram undir stjórn Jóns Gunnars og kann skólinn þeim miklar þakkir fyrir fallegan söng og hljóðfæraleik. Gísli Halldór bæjarstjóri heiðraði okkur með nærveru sinni og þakkaði starfsfólki skólans fyrir vel unnin störf og lagði áherslu á að í hverju samfélagi væri skólinn hjartað og að honum þyrfti að hlúa. Kvenfélagið Von gaf skólanum veglega gjöf, 1000 kr. fyrir hvert ár. Gjöfin verður nýtt til að kaupa Appel Tv, Breakout for Education kassa og nýjar barnabækur til lesturs. Við þökkum þeim kærlega fyrir gjöfina og allt þeirra góða starf í þágu samfélagsins.

Það var mjög ánægjulegt hvað margir komu í skólann til að fagna þessum merkilegu tímamótum. Nemendur á elsta stigi voru mjög dugleg að baka og aðstoða við framreiðslu veitinga. Einnig sáu yngri nemendur um að baka smá kökur sem tilheyra þessum degi.

Í tilefni afmælisins fengu nemendur bláa taupoka merkta skólanum en skólinn er sífellt að reyna finna leiðir til þess að minnka plast og hvetja aðra til að minnka það líka. Hægt er að kaupa pokana á 500 kr. í skólanum.

Í skólanum eru 27 nemendur í 1. – 10. bekk.  Árið 1899-1900 voru einnig 27 nemendur í skólanum. Flestir hafa nemendur verið 101, árið 1994. Það voru foreldrar á Þingeyri sem stofnuðu til skólahalds fyrir börn sín. Skólinn var í Wendels húsi fyrstu árin en til gamans þá má segja frá því að húsið var eitt af þeim fyrstu á Þingeyri sem hafði sjálfrennandi vatn. Núverandi húsnæði var byggt 1908, byggingin var byggð af mikilli framsýni og er enn í notkun og stendur fyllilega fyrir sínu. Viðbygging við húsið, svokallað Þinghús, var einnig byggð 1908 og var m.a. aðal samkomuhúsið og íþróttasalur til ársins 1939. Nýji hluti skólans byggðist frá árinu 1976 og var tekið í notkun um áramótin 1979-1980 (Heimildir: Barnaskóli á Þingeyri í Dýrafirði í 100 ár, afmælisrit,Hallgrímur Sveinsson tók saman).

Skólahaldið í dag miðar að því að horfa til framtíðar og efla nemendur til starfa í framtíðinni.  Áhersla er lögð á færni í upplýsingatækni í örri þróun með það að markmiði að ná stóru markmiðum aðalnámskrár, sem eru eftirfarandi:

  • Skapandi hugsun

  • Samvinna

  • Setja sig í spor annarra

     

     Erna Höskuldsdóttir

    Skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri

19. desember 2017

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 16. janúar 2018

Skólahald vegna veðurs

Önnur lægð sem spáð var í dag ætti að skella á í nótt skv. vedur.is
Önnur lægð sem spáð var í dag ætti að skella á í nótt skv. vedur.is

Veturinn er greinilega að minna aðeins á sig þessa dagana og því rétt að rifja upp skólahald vegna veðurs.

 

Skólahald er ekki fellt niður vegna veðurs nema brýna nauðsyn beri til. Þá er það tilkynnt í RÚV (Rás 1 og Rás 2), Bylgjunni og á heimasíðu skólans svo fljótt sem verða má. Telji forráðamaður nemanda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slíkt þarf að tilkynna með því að hringja í skólann. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er yngstu nemendum ekki hleypt heim og krafa gerð um að foreldrar sæki börn sín eða tryggi örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf. Varðandi skólabíl fyrir sveitina, þá metur bílstjóri  ástandið í þeim tilvikum sem skólastarfi er ekki formlega aflýst. Ef þeir telja akstur ótryggan eða varhugaverðan og heimferð e.t.v. í óvissu þá hafa þeir sambandi við sitt fólk og skólann.

Ef það er rafmagnslaust og/eða netið úti er vara sími skólans 891-8359!

 

Í dag var nemendum á yngsta stigi ekki hleypt einum heim og skólabíllinn fór heim kl. 13 í stað 15.

Minnum í leiðinni á að koma klæddur eftir veðri.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 20. desember 2017

Gleðileg jól

Sungið og dansað í kringum jólatréð
Sungið og dansað í kringum jólatréð "á sal"
1 af 4

Í dag áttum við dásamleg "litlu" jól. Lesnar voru sögur, spilað og nemendur skiptust á pökkum og jólakortum. Við dönsuðum og sungum og í kringum jólatréð við undirspil Jóns. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn og sprelluðu þeir með okkur áður en nemendur héldu af stað í jólaleyfi.

 

Starfsfólk skólans óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegra hátíðar og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til næsta árs.

 

Við sjáumst öll hress og endurnærð 4. janúar kl. 08:10 samkvæmt stundaskrá

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 19. desember 2017

Litlu jólin

Hver veit nema jólasveinninn komi í heimsókn
Hver veit nema jólasveinninn komi í heimsókn

Á morgunn miðvikudaginn 20. desember er komið að litlu jólunum í skólanum. Í dag borðuðu nemendur og starfsfólk skólans saman jólamat og ís og tilheyrandi í eftirmat. Þetta var notaleg stund og ánægjuleg.

 

Við hlökkum til að hitta alla með bros á vör í jólaskapi. Minnum á að það má koma með jólanammi, smákökur eða eitthvað annað gott á bragðið og drykk. Við kíkjum í jólakortin, höfum pakkaskipti, spilum og förum í leik. Skellum okkur svo niður "Á sal" og dönsum í kringum jólatréð sem unglingarnir skreyttu svo listavel í dag.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 13. desember 2017

Rauður dagur og 120 ára afmæli G.Þ.

Hlökkum til að sjá ykkur
Hlökkum til að sjá ykkur

Föstudaginn 15. desember verður rauður dagur hér í skólanum. Einnig ætlum við að nýta tækifærið og halda upp á 120 ára afmæli skólans. Nemendur mæta í rauðu, nemendur tónlistarskólans flytja tónlist undir stjórn Jónsgunnars, áhugasviðssýningin verður á sýnum stað ásamt jólalegum veitingum.

 

Það eru allir velkomnir í skólann á milli kl. 10-12. Dagskrá hefst kl. 10:15. Skólahaldi lýkur eftir hádegismat hjá nemendum.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 27. nóvember 2017

Jólaföndur foreldrafélags G.Þ.

Hið árlega jólaföndur verður haldið í Grunnskólanum á Þingeyri laugardaginn 2. desember kl. 13-16.

 

Laufabrauðið verður á sínum stað og kostar 100 kr. stk. Einnig verður hægt að skryta piparkökur og annað sniðugt föndur verður til sölu (verð frá 300 kr.-1000 kr.).

 

Minnum á að gott er að taka með sér hnífa og laufabrauðsjárn til að skera laufabrauðið. Penslar og málning verða á staðnum en fínt fyrir þá sem eiga að taka þá með.

 

9. og 10. bekkur verða með veitingar með jólakaffi til sölu vegna fjáröflunar á skólaferðalagi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalegan dag saman.

Með jólakveðju

Foreldrafélag G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 21. nóvember 2017

Til hamingju

Nemendur á yngsta-, og miðstigi skokkuðu upp á Krummakráku/klett í haust í tómstund
Nemendur á yngsta-, og miðstigi skokkuðu upp á Krummakráku/klett í haust í tómstund
Í markmiðsgrein laga um grunnskóla segir eftirfarandi ,,Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.“
Þetta er sú grein grunnskólalaga sem mestrar athygli nýtur, enda tiltekur hún allt það helsta sem hafa þarf í huga þegar starfað er í þágu grunnskóla. Markmiðsgrein laga um leikskóla er samhljóma ,,Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og kristinni arfleifð íslenskrar menningar.
Haustið 2014 fór Ísafjarðarbær af stað með verkefni sem fékk nafnið Stillum saman strengi og miðar að því að bæta námsárangur barna í Ísafjarðarbæ. Menntun barna er samvinnuverkefni heimila og skóla og sýna rannsóknir að bestur árangur næst ef aðilar eru í góðri samvinnu. Ætlunin er þess vegna að bættur námsárangur gerist í samstarfi heimila og skóla.
Skólarnir hafa gert ýmsar breytingar hjá sér og leggja aukna áherslu á læsi í víðum skilningi. Börnin hafa t.d. tekið þátt í hverju lestrarátakinu á fætur öðru með aðstoð foreldra. Þó svo að lestrakennsla og einhver þjálfun fari fram í skólum bera foreldrar samt alltaf hitann og þungann af lestrarþjálfuninni.
Langflestir hafa lagt sig mjög vel fram og nú erum við farin að uppskera. Miklar framfarir hafa orðið síðustu ár hjá leikskólabörnum og aðdáunarvert að sjá það starf sem unnið er í leikskólum sveitarfélagsins. Niðurstöður Hljómprófa síðustu ára hafa verið mjög góðar, en HLJÓM-2 er greiningartæki, aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika.
Góður árangur sést einnig í grunnskólum. Nýjustu niðurstöður samræmdra prófa gefa okkur byr undir báða vængi, þar sem einkunnir nemenda í 4. bekk eru töluvert yfir landsmeðaltali, bæði í íslensku og stærðfræði. Einkunnir nemenda í öðrum árgöngum fara hækkandi og niðurstöðurnar sýna að okkar nemendur virðast vera ívið sterkari í stærðfræði en íslensku.
Þrátt fyrir að ástæða sé til að fagna góðum árangri í skólunum okkar megum við samt ekki sofna á vaktinni. Við þurfum öll að hafa samstillta strengi, fyrir börnin.
Margrét Halldórsdóttir,
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón