Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. nóvember 2017

Heimabyggðin-Þemadagar

Þingeyri teiknuð upp með aðstoð skjávarpa
Þingeyri teiknuð upp með aðstoð skjávarpa
1 af 2

Það er allt á fullu í skólastarfinu eins og venjulega. Í gær 14. nóvember hófust þemadagar með yfirskriftinni "Heimabyggðin mín". Hefðbundið skólastarf er lagt til hliðar og unnið er að ýmsum skapandi verkefnum. Öll bekkjarbönd eru rofin og vinna nemendur í öllum aldurshópum saman. Á fimmtudaginn 16. nóvember lýkur þemadögum með opnu húsi þar sem foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið að skoða afrakstur daganna ásamt því að þiggja kaffisopa á milli kl. 13-14.

Dagur íslenskrartungu er þennan dag og tilvalið að halda upp á hann með því að bjóða gestum í skólann og ræða og sýna verkefnin.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 10. nóvember 2017

8. nóvember dagur gegn einelti

Allir nemendur og starfsfólk skrifuðu undir sáttmála um að standa SAMAN gegn einelti
Allir nemendur og starfsfólk skrifuðu undir sáttmála um að standa SAMAN gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Við í skólanum viljum SAMAN standa vörð um að okkur líði vel og að skólinn geti gert betur í þessum efnum. Dagurinn var því sérstaklega nýttur í forvörn gegn einelti.

Með deginum er hvatt til þess að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að  gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólum. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf.

 

Nemendur á elsta,- og miðstigi horfðu saman á Mín sýn þar sem söng,- og leikkonan Salka Sól ræddi sína líðan á sinni skólagöngu. Þáttinn fengum við sendan frá Símanum en margir skólar hafa sýnt eða hafa áhuga á að nota þáttinn til að ræða um einelti.

 

Nemendur á yngsta stigi horfðu á Stefán Karl leikara seigja frá því hvað einelti er (myndband á krakkaruv.is).

 

Eftir umræður skrifuðu allir sem treystu sér til undir sáttmála um að standa SAMAN gegn einelti. Einelti er ógeð, það er betra að segja frá, gleði, hrós og umhyggja lætur okkur líða vel.

Með þessari frétt hvetjum við foreldra til að ræða við börn sín um einelti og velta fyrir sér þeirri spurningu hvernig manneskjur við viljum vera.

 

Nánari upplýsingar um dag gegn einelti.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 29. október 2017

Foreldrafundur þriðjudaginn 31. október kl. 18

Fjöruferð í tómstund haust 2017
Fjöruferð í tómstund haust 2017

Þriðjudaginn 31. október verður foreldrafundur "Á sal" í skólanum. Skólastjóri mun fara yfir praktísk atriði ásamt því að væntingar skólans vs. væntingar foreldra verða ræddar með það að markmiði að gera áfram betur og að allir geti bætt sig.

Foreldrum gefst einnig tækifæri til að hitta umsjónarkennara hvers námshóps í heimastofu og kosið verður í foreldrafélagið.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Skólastjóri og umsjónarkennarar

 

Minnum einnig á að foreldraviðtölin verða í þessari viku og gott að skrá tíma í mentor (umsjónarkennarar senda nánari upplýisngar um það).

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 17. október 2017

Skóla lýkur kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 19.okt

Krítarmyndir eftir nemendur í 1.-7. bekk
Krítarmyndir eftir nemendur í 1.-7. bekk

Vegna starfsmannafundar allra starfsmanna Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 19. október ljúkum við kennslu fyrir hádegi. Nemendur fá hádegismat áður en þeir fara heim og verða allir á heimleið um kl 12:00. Starfsmenn Ísafjaðarbæjar mæta í íþróttahúsið á Torfnesi kl. 12:30 til að leggja vinnu að þjónustustefnu Ísafjarðarbæjar þar sem einkunnar orðin Við þjónum með gleði til gagns verða höfð að leiðarljósi.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 9. október 2017

Hugleiðsla-jógahjartað

1 af 2

Í dag tókum við þátt í hugleiðsludeginum sem jógahjartað stendur fyrir. Markmið dagsins var að sameina ungt fólk í 3 mínútna hugleiðslu í skólum. Þema hugleiðslunnar var friður í hjarta. Vakin var athygli á hugleiðslu sem leið til að m.a. skapa innri frið, finna innri náttúrulega gleði, vinna úr tilfinningum, kvíða, streitu og vanlíðan hjá ungu fólki og gera þau að sterkari manneskjum.

Þesssi dagur varð fyrir valinu því John Lennon hefði átt afmæli í dag. Hann var mikill friðarsinni og það verður kveikt á friðarsúlunni í Viðey í kvöld að því tilefni.

 

Yfir 20 skólar og yfir 2000 börn á Íslandi hugleiddu á sama tíma á öllum landshornum og tæplega 100 unglingar í Hörpu. 

Arnhildur Lillý kom og kynnti jóga fyrir elstu nemendum skólans og nemendur og kennarar á mið,-og elsta stigi tóku þátt í hugleiðslunni. 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 26. september 2017

Göngum í skólann

Minnum á umferðaröryggi og hámarkshraða :)
Minnum á umferðaröryggi og hámarkshraða :)

Nú fer að styttast í að átakið göngum í skólann ljúki en það stendur til 4. október nk. Allir nemendur og starfsfólk skólans hafa verið duglegir við að koma og/eða fara í og úr skóla gangandi eða hjólandi í 3 vikur. Verkefni innan skólans hafa einnig tengst verkefninu. Gönguvikan fór vel fram í góðu veðri, nemendur á yngsta stigi fóru frá "hálsi" niður að Söndum. Nemendur á mið stigi fóru allir í gönguferð inn Kirkjubólsdal og elstu nemendurnir unnu það afrek að fara upp á Kaldbak hæsta fjall Vestfjarða, 980 m. Einnig hefur verið lög áhersla á hreyfingu í tómstund og nemendur hjólað í Hjólakrafti á fimmtudögum. Gönguferðir í fjöru og skóg í íþróttum ásamt úthlaupum hafa það markmið að efla og styrkja hreysti og þor.

 

Það eru aðeins 6 dagar eftir og hvetjum við alla til að vera með sem það geta. Mánudaginn 2. október kl. 10 ætlum við að hlaupa Norræna skólahlaupið og tengjum við það að sjálfsögðu við átakið.

 

Áfram G.Þ.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 25. september 2017

Fundur með sviðstjórum skóla-, og tómstundasviðs

Fundur 26. sept. í G.Þ. kl. 20
Fundur 26. sept. í G.Þ. kl. 20

Á morgunn þriðjudaginn 26. september verður fundur í grunnskólanum kl. 20 með sviðstjórum skóla-, og tómstundasviðs.
Á fundinum gefst foreldrum tækifæri til að koma að mótun nýrrar skóla,- og menntunarstefnu Ísafjarðarbæjar, allt frá leikskóla yfir í grunnskóla.
Fundurinn er bæði fyrir foreldra barna í leikskólanum og grunnskólanum.


Skólamál verða rædd, kaffi á könnunni og léttar veitingar í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 20. september 2017

Lestrarnámskeið fyrir foreldra

Lestur er lykillinn
Lestur er lykillinn

Mánudaginn 9. október n.k. heldur Helga Kristjánsdóttir leik- og grunnskólakennari námskeið fyrir foreldra varðandi leiðir til að efla lestrarkunnáttu barna. Lestur er undirstaða alls náms og því mikilvæt að styrkja grunninn og auðvelda börnum lestrarnámið eins og kostur er. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja styðja vel við nám barna sinna og styrkja þekkingu þeirra á bókstöfum og hljóðum og efla þannig lestrarkunnáttu þeirra. Á námskeiðinu verða kynntar árangursríkar, fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa bókstafi, hljóð og hljóðtengingu sem allt er grunnur í lestrarnáminu.

Frítt er á námskeiðið, en skráning fer fram hjá skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar á netfangið gudrunbi@isafjordur.is þar sem fram þarf að koma nafn og netfang eða símanúmer. Námskeiðið fer fram í Stjórnsýsluhúsinu, 4.hæð og stendur yfir frá kl. 19:30-21:30.

 

Við hvetjum foreldra barna á yngsta stigí sérstaklega til þátttökuWink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 15. september 2017

Útivistartími

Útivistartími breyttist 1. september sl.
Útivistartími breyttist 1. september sl.

SAMAN hópurinn vill vekja athygli foreldra á að útivistartími barna og unglinga breyttist 1. september s.l.


"Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir." 

 

Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Sömu opinberu reglur gilda því um öll börn í sama árgangi.  Ýmsar ástæður eru fyrir því að takmarka útivist barna og unglinga á kvöldin.  Helstar eru:

  • Nægur svefn er mikilvæg forsenda góðrar heilsu, vellíðunar og árangurs í skólanum.  Það að vera komin heim á skikkanlegum tíma og eiga smástund heima fyrir háttinn hjálpar vaxandi fólki að fara fyrr að sofa.
  • Þreytt og illa sofið fólk er líklegra til að lenda í slysum og óhöppum, sérstaklega þegar skyggja tekur.
  • Börn og unglingar sem eru úti langt fram á kvöldin eru líklegri til að fara fyrr að fikta við tóbak, áfengi og fíkniefni.
  • Alvarlegar líkamsárásir og óæskileg kynlífsreynsla eiga sér oft stað seint á kvöldin. (sótt á vef umboðsmanns barna https://www.barn.is/spurt-er/utivistartimi/ )
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 13. september 2017

Skólarútuferð í Arnarfjörð

Mynd frá sprengingu 13. september 2017 Mynd Steinar Jónasson tekin af Facebook
Mynd frá sprengingu 13. september 2017 Mynd Steinar Jónasson tekin af Facebook

Fimmtudaginn 14. september verður hátiðarsprenging í fyrirhuguðum Dýrafjarðargöngum kl. 16 Arnarfjarðar megin. Þar sem nemendur við Grunnskólann á Þingeyri minntu á nauðsyn þessa gangna á "grænum degi" fyrir 8 árum með því að hefja gröft inni í firði langar okkur til að vera viðstödd á þessum merku tímamótum í nafni G.Þ. og æskunnar.

 
Rúta fer frá skólanum kl. 15 fyrir nemendur og ef foreldrar vilja koma með er þeim velkomið að slást í för með okkur. Elsta stig verður enn í skólanum en aðrir þurfa að koma aftur þar sem þeirra skóladagur endar kl. 14
Endilega hvetjið nemendur til að mætaCool
« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón