Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 23. mars 2018
Gleðilega páska
Í dag 23. mars var síðasti dagur fyrir páskaleyfi. Að því tilefni fórum við í páskabingó "á sal" sem nemendaráð sá um. Nemendur voru sjálfum sér til sóma og náðu allir að samgleðjast með þeim sem voru svo heppnir að vinna smá bingóglaðining í anda páskanna. Það ríkti gleði og samvinna yfir salnum á meðan leikurinn stóð yfir.
Gleðilega páska allir nemendur, starfsfólk og foreldrar. Skóli hefst aftur eftir páskaleyfi 4. apríl samkvæmt stundatöflu.