Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 14. febrúar 2018

Öskudagsgleði

Hér á Þingeyri er ekki hefð fyrir því að maska á öskudaginn en í tilefni dagsins mættu nemendur í náttfötum eða kósýgalla til að gera sér dagamun. Nemendaráð sá um að græja leikinn "að slá köttinn úr tunninni" við mikinn fögnuð nemenda í 3.-10. bekk. 1.-2. bekkur skellti sér í öskudagspartý á leikskólanum þar sem "kötturinn" var sleginn úr tunnunni og fleira skemmtilegt var á dagskrá. Sú heimsókn er liður í samvinnu skólastiganna og tengist Brúum bilið.

Gamlar sagnir segja að öskudagurinn eigi sér 18 bræður og að á föstunni sem hefst í dag verði veðrið eins og á öskudag í 18 daga á tímabilinu (við vonum að það rætist nú ekki). Gleðilegan öskudag.

 

Gamalt kvæði um öskudaginn:

 

Öskudagsins bjarta brá

bætti úr vonargögnum,

þar hann bræður átján á,

eptir gömlum sögnum.

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón