Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 9. febrúar 2018

Sinfóníutónleikar á streymi

Sinfóníuhljómsveit Íslands tók á móti um 4.500 nemendum á fimm skólatónleikum í Eldborg í vikunni. Ævar Þór vísindamaður valdi ævintýralega tónlist sem hann kynntí fyrir nemendum úr 4. - 7. bekk grunnskólanna. Á tónleikunum hljómaði meðal annars tónlist úr kvikmyndunum Harry Potter, Hringadróttinssögu og Draugabönum, ásamt glænýju tónverki sem unnið var upp úr verðlaunabókinni Þín eigin Þjóðsaga. Hljómsveitarstjóri var Bernharður Wilkinsson. 

Tónleikunum var einnig streymt beint til grunnskóla um land allt. Við í Grunnskólanum á Þingeyri leyfðum öllum sem höfðu áhuga á að njóta tónleikanna, ekki bara mið stigi heldur 1-10. bekk og 5 ára börnum sem voru í skólaheimsókn Tónleikarnir vöru mjög skemmtilegir og vöktu athygli flestra. Ævar minnti í leiðinni á mikilvægi lesturs á skemmtilegan hátt.

 

Takk fyrir okkur Ævar og Sinfóníuhljómsveit😀

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón