Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 13. apríl 2018
Skemmtileg tækni
Fyrir páska eignaðist skólinn skemmtilegt tæki sem heitir Osmo. Osmo er skemmtilegt og margverðlaunað leikja- og námstæki fyrir iPad. Verkefnin í Osmo örva m.a. skilningarvitin, hreyfifærni, rökhugsun og sköpun á fjölbreyttan hátt. Hægt er að sníða verkefnin að nemendum á öllum aldri en flest forritin henta vel nemendum í leikskóla og á yngra og miðstigi.
Nemendur á yngsta stigi hafa verið að nota tækin en skólinn á 2 sem nemendur skiptast á að nota. Það er svo aldrei að vita nema að vinna með Osmo þróist svo í fleiri námsgreinar en forritin sem fylgja tækinu bjóða upp á mjög fjölbreytta möguleika í námi og kennslu.