Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 19. apríl 2017

Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Fatasund (neðri mynd elsta stig, efri mynd mið stig)
Fatasund (neðri mynd elsta stig, efri mynd mið stig)

Fimmtudaginn 20.apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum. Fyrsta vika eftir páskafrí er því aðeins 3 dagar en það er skóli á föstudaginn. Veturinn minnir aðeins á sig þennan síðasta dag vetrar með hvassviðri, hagléli og snjókomu. Starfsfólk skólans þakkar fyrir veturinn og óskar öllum gleðilegs sumars🌞

 

Við hvetjum foreldra til að panta viðtalstíma í foreldraviðtöl in inn á mentor og minnum á að úti íþróttir hefjast í maí🤸🏼‍♀️

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 8. apríl 2017

Gleðilega páska

Páskabingó 1-10. bekkur á sal
Páskabingó 1-10. bekkur á sal
1 af 2

Við óskum öllum gleðilegra páska. Á síðasta skóladegi fyrir páskafrí hélt nemendaráð Páskabimgó á sal. Páskabingó er orðin skemmtileg hefð þar sem nemendur þurfa að reyna m.a. á tillitsemi, eftirtekt og að samgleðjast. Það tókst mjög vel að þessu sinni. Kristján Eðvald sá um að snúa "bingóhjólinu" og Ásrós var lesari. Ýmist góðgæti og skraut var í vinning. 

 

Skóli hefst aftur eftir páska leyfi þriðjudaginn 18. apríl. Þá eru 26 skóladagar eftir af þessu skólaári til að sinna verkefnum sem eru ólokin og ná markmiðum 😊

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 3. apríl 2017

Blár dagur 4.apríl

Blár apríl í fyrra
Blár apríl í fyrra

Þriðjudaginn 4. apríl ætlum við að koma í einhverju bláu í skólann í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Við hvetjum foreldra til að vera með og ræða og fræða börn sín um einhverfu.

 

Markmið dagsins er að fá landsmenn alla til að sýna einhverfum börnum stuðning og fræðast um einhverfu..

 

Við fögnum fjölbreytileikanum og ætlum að setja bláan skemmtilegan blæ á daginn og breiða út jákvæðan boðskap.

Fleiri upplýsingar og fræðslumyndband er að finna á www.blarapril.is

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 27. mars 2017

Vor, hjól og fyrirmyndir

Munum að vera með hjálm þegar við erum að hjóla
Munum að vera með hjálm þegar við erum að hjóla
 
Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.
 
Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi.
 
Núna fara fleiri nemendur að koma á reiðhjólum í skólann. Gæta þarf að því að öryggisbúnaður þeirra sé í lagi sem og notkun reiðhjólahjálma. Á þessari síðu er hægt að skoða fræðslumyndbönd um hjólreiðar http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/og í þessum ágæta bæklingi er m.a. hægt að fræðast um atriði sem hafa ber í huga varðandi hjólreiðahjálma https://www.landsbjorg.is/assets/myndir/umferd/us-hjalmar%20baeklingur%20lok%202006.pdf.
 
Á náms- og fræðsluvefnum www.umferd.is er svæði ætlað foreldrum/forráðamönnum.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 21. mars 2017

Fögnum fjölbreytileikanum

Gleði & samkennd
Gleði & samkennd

Í dag 21. mars tókum við þátt í skemmtilegum degi sem minnir á fjölbreytileika og alþjóðlega Downs-daginn með því að klæðast mislitum sokkum. Fólk um allan heim tók þátt og lögð var áhersla á að hafa gaman og allir glaðlegu litirnir í sokkunum í dag gerðu daginn skemmtilegri. Við leggjum áherslu á að enginn er eins og allir eiga rétt á því að líða vel og vera þeir sjálfir. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 10. mars 2017

Auðbjörg Erna í 1. sæti á lokahátíð Upplestarkeppninnnar

Vinningshafar með kennurum sínum, Auðbjörg og Jónína Hrönn lengst til hægri
Vinningshafar með kennurum sínum, Auðbjörg og Jónína Hrönn lengst til hægri
1 af 3

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Hömrum, sal Tónlistarskólans fimmtudagskvöldið 9. mars sl. Tólf nemendur úr 7. bekk á norðanverðum Vestfjörðum lásu sögubrot úr Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur. Auk þess lásu allir eitt sjálfvalið ljóð. Dómurum var vandi á höndum að gera upp á milli þessara frábæru lesara sem stóðu sig frábærlega. Úrslitin urðu þau Auðbjörg Erna Ómarsdóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri sigraði, Íris Embla Stefánsdóttir frá Grunnskólanum í Bolungarvík hafnaði í öðru sæti og Lena Rut Ásgeirsdóttir frá Grunnskólanum á Ísafirði í því þriðja.

Dómarar þetta árið voru þau Baldur Sigurðsson, Anna Þ. Ingólfsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Kristín Ósk Jónasdóttir. Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi Ísafjarðarbæjar hélt utan um dagskrána, en Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir, sem hafnaði í 2. sæti keppninnar í fyrra, las inngangstexta. Skólalúðrasveit Tónlistarskólans lék nokkur lög í upphafi og sá um að koma öllum í rétta gírinn og skapa hátíðlega stemningu.

Við óskum öllum lesurum, kennurum og foreldrum til hamingju með þennan góða árangur.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 9. mars 2017

Stóra upplestarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Hömrum fimmtudaginn 9. mars kl. 18:00. Á hátíðinni munu nemendur úr 7. bekk, sem valdir hafa verið úr Grunnskólum Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur, lesa verk eftir skáld keppninnar, sem að þessu sinni eru þau Steinunn Sigurðardóttir og Andri Snær Magnason. Fyrir hönd Grunnskólans á Þingeyri lesa þær Auðbjörg Erna Ómarsdóttir og Gréta Proppé.
Að lestri loknum mun dómnefnd velja þrjá bestu lesarana og veita þeim verðlaun. Gestir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 7. mars 2017

Hakunamata

Hringrás lífsins-loka lag
Hringrás lífsins-loka lag

Takk allir fyrir komuna á árshátíð skólans í síðustu viku. Við í skólanum erum stolt af nemendum sem allir tóku þátt í undirbúning hvort sem það var í leik, söng, leikmynd, andlitsmálun eða búningagerð. Allir stóðu sig mjög vel á sýningardeginum og nokkuð ljóst er að við eigum nokkra framtíðar leikarar í hópnum okkar. Boðskapur leikritsins er að hið góða sigrar að lokum. Skólasýning að þessu tagi er ómetanleg í þorpi eins og Þingeyri og þjappar okkur öllum svolítið saman. Orðatiltækið það tekur heilt þorp að ala upp barn á svo sannarlega við. Hakunamatata þýðir engar áhyggjur, ef við erum áhyggjulaus gengur lífið svo miklu betur og við erum opnari fyrir því að læra. Áfram G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 28. febrúar 2017

Árshátíð Grunnskólans á Þingeyri 1. mars

Simbi teikning eftir Robert 7. bekk
Simbi teikning eftir Robert 7. bekk

Miðvikudaginn 1. mars verður árshátíð Grunnskólans á Þingeyri haldin í Félagsheimilinu á Þingeyri. Nemendur hafa undanfarin misseri verið að undirbúa og leika söng,- og leikritið Konungur ljónanna. Frumsýning verður kl. 10 og mun leikskólinn Laufás verða með fyrsta atriðið á þeirri sýningu og ávextir í boði í hléi. Seinni sýning verður kl. 20 og sjoppa í hléi.

Aðgangseyri er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 17. febrúar 2017

Sinfóníu tónleikar "í beinni" fyrir nemendur á yngsta stigi

1 af 2

Tónleikarnir voru haldnir í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikunum var streymt og eina sem við þurftum var slóð og tengja tölvu við sjónvarpið okkar til að við gætum tekið þátt í verkefninu í skólanum hér á Þingeyri.

 
Á dagskrá voru tvö verk sem ekki hafa verið flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands áður.
 
Skrímslið litla systir mín, saga Helgu Arnalds, heyrdust í fyrsta sinn í sinfónískum búningi með tónlist Eivarar Pálsdóttur. Eivør og Halldóra Geirharðsdóttir ásamt Graduale Futuri sögðu söguna í tali og tónum í útsetningu Trónds Bogasonar við myndefni Bjarkar Bjarkadóttur. Á þessum sannkölluðu ævintýratónleikum mátti heyra söguna af Bjarti sem eignast litla „skrímsla“-systur sem át mömmu og pabba. Hann ferðaðist alla leið út á heimsenda til að reyna að skila systur sinni og fá mömmu og pabba til baka.
Á tónleikunum mátti einnig heyra Gullbrá og birnina þrjá í flutningi Sinfóníuhljómsveitinnar með skemmtilegum teikningum Helgu Arnalds sem var varpað upp á tónleikunum þannig að hlustendur gátu hvílt í áhrifaríkum ævintýraheimi um leið og þeir nutu tónlistarinnar.
« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón