Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 1. september 2013
Efstastig upp á Arnarnúp haustið 2012
Í vikunni, 2.-6. september verður lögð áhersla á göngu- og útiveru í skólanum. Kennarar munu fara út með nemendum, ýmist til að nálgast námsefnið á annan hátt, kynna sér umhverfið og náttúruna og/eða til að bregða á leik.
Mikilvægt er því að nemendur komi vel klæddir í skólann og tilbúnir til að vera utandyra hluta skóladagsins.
Hver nemendahópur fær sérstakan göngudag eins og sjá má hér fyrir neðan.
1.- 4. bekkur gengur um Sandafell, þriðjudaginn 3.september
5.- 7. bekkur gengur Ausudag, miðvikudaginn 4.september
8.-10. bekkur gengur á Kaldbak, fimmtudaginn 5.september
Ef ekki viðrar til gönguferða á tilsettum degi verður reynt aftur næsta dag o.s. frv. Ef útlit er tvísýnt um veður göngudaginn mun ákvörðun liggja fyrir í skólanum snemma morguns og foreldrum því óhætt að hringja og fá upplýsingar.
Óskað er eftir því að foreldra taki þátt í göngudeginum með okkur og aðstoði við að ferja nemendur til og frá göngustað. Vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara í því sambandi.
Það sem gott er að hafa í huga við undirbúning gönguferða:
- Hafa léttan bakpoka
- Vera í góðum skóm
- Að vera vel klæddur (gallabuxur ekki góðar í gönguferðum) hafa húfu, vettlinga og létt regnföt
- Hafa gott nesti, samloku, drykk og vatnsbrúsa
Heimkoma í skólann verður milli kl:13:00–14:00 úr stóru gönguferðinni. Nemendur fá hádegismatinn þegar þau koma til baka í skólann. Þegar nemendur hafa lokið við hádegismatinn lýkur þeirra skóladegi þann daginn.