Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 25. október 2013

Brúum bilið

Brúum bilið er áætlun unnin af skólastjórum Heilsuleikskólans Laufáss og Grunnskólans á Þingeyri um samvinnu og tengingu milli skólastiga. En samkvæmt lögum um grunnskóla og aðalnámskrá ber skólunum að koma á gagnvirku samstarfi milli leik- og grunnskóla. "Brúum bilið" á að stuðla að því að hver og einn nemandi í leikskóla sé undirbúinn þeim breytingum sem verða  við að byrja í grunnskóla. Samstarfsverkefnið hefur fengið stað hér á heimasíðu Grunnskólans fyrir áhugasama á greininn hér vinstra megin.

 

Óskum ykkur ánægjulegrar helgar og minnum á að námsmat hefst í næstu viku eins og sjá má á viðburðadagatali hér til hægri og á skóladagatalinu okkar góða Wink

| fimmtudagurinn 17. október 2013

Breytingar á Mentor.is

Breytingar á viðmóti í Mentor.is áttu sér stað í dag. Vissar upplýsingar birtast með öðrum hætti en innskráning er sú sama. Ef einhverjir lenda í vandræðum er hægt að smella á Fjölskylduvef og þá breytist viðmótið eins og það var áður. Hér fyrir neðan er vefslóð á myndband sem sýnir helstu breytingar.

 

youtube.com/watch?v=rkSNxzhnIKQ

 

WinkSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 15. október 2013

Skólapúlsinn

Ár hvert er lögð fyrir könnun hjá nemendum í 6. - 10. bekk Grunnskólans á Þingeyri þar sem lagðar eru fyrir spurningar um hagi og líðan nemendanna. Þessi aðferð er liður í því að spyrja nemendur um þeirra líðan, virkni í námi ásamt almennum spurningum um skólann og bekkjaranda. Niðurstöður eru síðan skoðaðar með því markmiði að bæta innra starf skólans. Könnunin verður lögð fyrir í vikunni 21.október – 25.október 2013.

Rannsóknin er framkvæmd af Rannsóknir og greining ehf. Mælitæki rannsóknarinnar eru ítarlegir spurningalistar sem hafa verið þróaðir ár frá ári, fyrst af starfsfólki Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála en á síðari árum af Rannsóknum & greiningu.

Spurningarnar eru mótaðar af fagfólki í félagsvísindum þar sem farið er eftir ströngum kröfum um að þær geti af sér öruggar niðurstöður, að áreiðanleiki og réttmæti sé ávallt í fyrirrúmi.

Nemendur fá með sér blað á næstu dögum þar sem óskað er eftir því að foreldrar láti vita hvort barnið þeirra eigi ekki að taka þátt í könnunni.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. október 2013

Heimsókn á leikskólann Laufás

Kolbrún, Andrea, Ásmundur og Ástvaldur (1. og 2. bekkur)
Kolbrún, Andrea, Ásmundur og Ástvaldur (1. og 2. bekkur)
1 af 7
Í lok september fóru fyrsti og annar bekkur í heimsókn á leikskólann Laufás þar sem þeim var boðið að koma og horfa á leikrit í flutning Elfars Loga. Elfar Logi færði báðum skólunum gjöf sem Kolbrún Ármannsdóttir í fyrsta bekk tók við fyrir grunnskólann og Auður Alma Viktorsdóttir fyrir leikskólann. Við þökkum leikskólanum fyrir gott boð og Elfari fyrir gjöfina (sjá með fylgjandi myndir hér til hliðar).

Einnig hafa farið fram kosningar í nemendaráð G.Þ. Þeir fulltrúar sem kosnir voru í embætti munu koma til með að sjá um félagslíf og fleira sem við kemur skólastarfinu.

Fulltrúar nemendaráðs veturinn 2013-14 eru:
Formaður: Sindri Þór Hafþórsson
Gjaldkeri Dýrleif Arna Ómarsdóttir
Ritari: Natalía B. Snorradóttir
Skemmtinefnd: Anton Líni Hreiðarsson og Brynjar Proppé
DJ/plötusnúður: Vilhelm Stanley Steinþórsson

 

| föstudagurinn 4. október 2013

Alltaf nóg að gera

Í þessum rituðum orðum eru nemendur í 1.-7.bekk á Flateyri ásamt Grunnskólanum á Surðureyri og etja kappi í hinum ýmsu leikjum. Á meðan nýtur unglingastigið tímann og vinnur í hinum ýmsu verkefnum. Unglingastigið fer næsta föstudag til Bolungarvíkur og tekur þátt í íþóttahátíðinn sem ætluð er 8.-10.bekk. Eftir að nemendur hafa tekið þátt í hinum ýmsu kappleikjum er farið á dansleik þar sem allir geta dansað af sér skóna við fjöruga tóna.

 

Næstkomandi fimmtudag (10.október) ætlum við að þeyta skólahlaupið. Við byrjum kl 10:00 og verður í boði að hlaupa þrjár mismunadi vegalengdir. Þegar allir hafa lokið við sitt hlaup ætlum við að skella okkur í sund og slaka svolítð á. Þennan dag falla tímar niður bæði í íþróttum og sundi. Að öðru leiti verður skóladagurinn eins og stundataflann leggur upp með.

 

Í framhaldi af þessu fréttum óskum við öllum góðrar helgar og vonum svo sannlega að hún verði ánæguleg í alla staði Smile

 

 

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 25. september 2013

Fréttir af skólastarfinu í september

Gengið upp Ausudal (miðstig)
Gengið upp Ausudal (miðstig)
  •  Síðasta vika gekk vonum framar og allir gerðu sitt besta. Fyrsti tíminn í áhugasviði var á föstudaginn og verður spennandi að sjá afrakstur vinnunnar hjá nemendum þegar þeir ljúka við sitt, verkefnin eru fjölbreytileg og unnin í samvinnu við kennara.
  • Samræmdu könnunarprófin eru í þessari viku hjá 4., 7., og 10.bekk. Hafa nemendur undirbúið sig vel og vandlega og liggur fyrir að allir ætla að gera sitt besta. Þá daga sem könnunarprófin eru fara nemendur heim að því loknu.  
  • Sundnámskeiðið hjá 1.-4.bekk lýkur á miðvikudaginn og hefur gengið vonum framar hjá þeim. Lögð hefur verið áhersla á skriðsund og hafa allir nemendur tekið framförum á þessum tíma. Næsta námskeið verður í desember. Við minnum foreldra á þegar nær dregur að námskeiði tvö. 
  • Eins er síðasta vikan í útileikfimi hjá öllum námshópum og því vert að minna á hluti eins og tátiljur eða sokka með gúmmí undir fyrir 1.-4.bekk. Aðrir námshópar eiga að vera í skóm. Alltaf er gott að ítreka sturturegluna og muna eftir viðeigandi fylgihlutum eins og handklæði og fleiru.
  • Mánudaginn 30.september  er starfsdagur og nemendur þurfa ekki að mæta í skólann. Kennarar fara   í vinnuferð á Flatreyri vegna innleiðingar á nýju aðalnámskránniWink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 10. september 2013

Haustkynning 17. sept. kl.17:00

Miðstig með umsjónarkennara og tveimur foreldrum í gönguviku
Miðstig með umsjónarkennara og tveimur foreldrum í gönguviku

Næstkomandi þriðjudag 17.sept. kl 17:00 er haustkynning í G.Þ. Þar verður kynning á skólastarfinu þar sem áhersla er lög á jávæð og uppbyggileg samskipti milli heimilis og skóla. Einnig verður kynning á Mentor og heimasíðu sem eru öflugir miðlar í samskiptum heimilis og skóla. Einnig verða viðbragðsáætlanir og aðrar bjargir kynntar vegna eineltis og annarra mála er viðkoma líðan nemenda. Að lokum fara foreldrar með umsjónarkennara sinna barna í heimastofur og þar er meðal annars valið í bekkjarráð og foreldraráð. Vonumst til að sjá ykkur öll, kveðja skólastjóri og kennarar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 4. september 2013

Kennaraþing K.S.V. föstudaginn 6. september

Yngstastigið á Suðureyri
Yngstastigið á Suðureyri

Föstudaginn 6. september halda kennarar við skólann ásamt kennurum úr öllum grunnskólum á vestfjörðum á kennaraþing K.S.V. Nemendur þurfa því ekki að mæta í skólann þann dag.

 

Skólastarf haustsins hefur gengið mjög vel, en í þessari viku er göngu- og útvistarvika (sjá frétt hér fyrir neðan). Í síðustu viku fórum við þrjá daga yfir á Suðureyri og tókum þátt í tónlistarsmiðjum með nemendum Grunnskólans á Suðureyri. Myndir úr tónlistarsmiðjunum má sjá í tenglinum myndasafn hér til vinstri. Eitt af markmiðum skólans er að efla jákvætt foreldrasamstarf og óhætt að segja að foreldrar hafi verið mjög öflugir í upphafi ársins með þátttöku þeirra á þessum fyrstu dögum skólans, bæði vegna tónlistarsmiðjunnar, gönguvikunnar og auðvitað foreldraviðtalanna. Vonum að foreldrar hafi haft jafn gaman að þessari vinnu eins og við:)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 1. september 2013

Gönguferðir og útivera

Efstastig upp á Arnarnúp haustið 2012
Efstastig upp á Arnarnúp haustið 2012

Í vikunni, 2.-6. september verður lögð áhersla á göngu- og útiveru í skólanum. Kennarar munu fara út með nemendum, ýmist til að nálgast námsefnið á annan hátt, kynna sér umhverfið og náttúruna og/eða til að bregða á leik.

Mikilvægt er því að nemendur komi vel klæddir í skólann og tilbúnir til að vera utandyra hluta skóladagsins.

 Hver nemendahópur fær sérstakan göngudag eins og sjá má hér fyrir neðan.

 

1.- 4. bekkur gengur um Sandafell, þriðjudaginn 3.september

5.- 7. bekkur gengur Ausudag, miðvikudaginn 4.september

8.-10. bekkur gengur á Kaldbak, fimmtudaginn 5.september  

 

Ef ekki viðrar til gönguferða á tilsettum degi verður reynt aftur næsta dag o.s. frv. Ef útlit er tvísýnt um veður göngudaginn mun ákvörðun liggja fyrir í skólanum snemma morguns og foreldrum því óhætt að hringja og fá upplýsingar.

Óskað er eftir því að foreldra taki þátt í göngudeginum með okkur og aðstoði við að ferja nemendur til og frá göngustað. Vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara í því sambandi.

Það sem gott er að hafa í huga við undirbúning gönguferða:

  1. Hafa léttan bakpoka
  2. Vera í góðum skóm
  3. Að vera vel klæddur (gallabuxur ekki góðar í gönguferðum) hafa húfu, vettlinga og létt regnföt 
  4. Hafa gott nesti, samloku, drykk og vatnsbrúsa

 Heimkoma í skólann verður milli kl:13:00–14:00 úr stóru gönguferðinni. Nemendur fá hádegismatinn þegar þau koma til baka í skólann. Þegar nemendur hafa lokið við hádegismatinn lýkur þeirra skóladegi þann daginn.  

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 26. ágúst 2013

Tónlistarsköpun/smiðjur á Suðureyri

Frá grænadeginum vorið 2013
Frá grænadeginum vorið 2013

Í þessari viku, miðvikudaginn 28. ágúst, fimmtudaginn 29. ágúst og föstudaginn 30. ágúst ætlum við að brjóta upp skólastarfið og fara yfir á Suðureyri í tónlistarsmiðjur. Grunnskólinn á Suðureyri bauð okkur og Grunnskóla Önundarfjarðar að vera með í verkefni þar sem tónlistarfólk fær nemendur til þess að vinna mér sér í tónlistarsköpun. Þetta eru meistaranemar í tónlistarsköpun víðs vegar frá Evrópu. Þetta er fólk í kringum 25 ára aldurinn og er þetta verkefni hluti af þeirra mastersnámi í tónlistarsköpun. Þau eru 32 talsins og munu þau vinna með nemendum í hópum. Tónlistafólkinu fylgja svo kennarar sem aðstoða og meta vinnu þeirra. Kennarar og starfsfólk skólans fara með alla daganna og óskum við eftir því að foreldar aðstoði okkur með keyrslu þessa daga. Ef foreldrar bjóða sig fram við akstur eru þeir vinsamlega beðnir um að setja sig í samband við skólann. Að geta bara keyrt aðra leiðina væri frábær aðstoð svo við getum tekið þátt í þessu frábæra verkefni. Ef foreldrar sjá sig færa að vera með okkur allan tímann væri það enn betra. Tilvalin leið til að auka foreldrasamstarf. Við förum frá Þingeyri kl. 09:00 um morgunninn og leggjum svo aftur á stað frá Suðureyri um kl. 12:40. Nemendur þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti. Þeir sem eru í mötuneytinu fá léttan hádegisverð á miðvikudeginum og fimmtudeginum. Hinir þurfa að taka með sér auka hádegisnesti. Skóladegi lýkur þessa þrjá daga þegar heim er komið um kl. 13:40.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón