Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 26. nóvember 2013

Skólaheimsókn 5 ára barna

Nemendur í röðinni áður en gengið er upp í skólastofuna
Nemendur í röðinni áður en gengið er upp í skólastofuna
1 af 4

Mánudaginn 25. nóvember tók Halla kennari á yngstastigi á móti nemendum sem koma til með að vera í fyrsta bekk á næsta skólaári. Henni til aðstoðar voru systkinin Kolbrún í 1. bekk og Ásmundur í 2. bekk. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem fimm ára börnin koma í skólaheimsókn, en þessar heimsóknir koma í stað þess fyrirkomulags sem flestir þekkja sem vorskóli. Heimsóknin er liður í því að undirbúa börnin fyrir næsta vetur sem og að glæða starf leikskólans og grunnskólans. Allir voru mjög spenntir og áttu börnin góða stund saman í skólanum þar sem þau fóru m.a. í "hvísluleik" og "hlustaleik", fóru með öðrum nemendum skólans í frímínútur, skrifuðu nafnið sitt á blað, teiknuðu mynd og hlustuðu á sögu.

Nemendur í 1. bekk árið 2014-15 koma til með að vera 6 talsins og hlökkum við til að fá þau öllsömul í skólann okkarSmile

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón