Námsmatsdagar að hausti
Núna 4. nóvember var fyrsta námslota vetrarins að klárast. Flestir eru búnir að þreyta kannanir og skila af sér verkefnum sem eru metin til einkunna ásamt símati. Einkunnir verða sendar út með pósti eins og venjan er í lok vikunnar ásamt boði í foreldraviðtöl sem fara fram í næstu viku, dagana 11.-13. nóvember (sjá dagatal hér til hægri). Í foreldraviðtölum er farið yfir markmið sem nemendur settu sér í upphafi annar ásamt því að þeir geti séð kannanir sínar og verkefni með umsjónarkennara. Í viðtalinu setja nemendur sér einnig markmið fyrir vetrarlotuna sem lýkur í febrúar.
Annars gengur skólastarfið mjög vel og ekki hægt að segja annað en að jákvæður bragur svífi yfir skólanum okkar