Brúum bilið
Brúum bilið er áætlun unnin af skólastjórum Heilsuleikskólans Laufáss og Grunnskólans á Þingeyri um samvinnu og tengingu milli skólastiga. En samkvæmt lögum um grunnskóla og aðalnámskrá ber skólunum að koma á gagnvirku samstarfi milli leik- og grunnskóla. "Brúum bilið" á að stuðla að því að hver og einn nemandi í leikskóla sé undirbúinn þeim breytingum sem verða við að byrja í grunnskóla. Samstarfsverkefnið hefur fengið stað hér á heimasíðu Grunnskólans fyrir áhugasama á greininn hér vinstra megin.
Óskum ykkur ánægjulegrar helgar og minnum á að námsmat hefst í næstu viku eins og sjá má á viðburðadagatali hér til hægri og á skóladagatalinu okkar góða