Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 13. febrúar 2013

Foreldraviðtöl

Í framhaldi af annaskiptum um miðjan febrúar  verða foreldraviðtöl eftirtalda daga : mánudaginn 18. febrúar, þriðjudaginn 19. og miðvikudaginn 20. febrúar . Þá mæta foreldrar ásamt sínum börnum til viðtals við umsjónarkennara samkvæmt fyrirfram uppgefnum tíma. Fyrir viðtölin hafa allir nemendur farið heim með sinn vitnisburð sem við væntum að foreldrar kynni sér fyrir viðtölin. Til umræðu í viðtölum er m.a. námsframvinda nemenda, hvernig hefur gengið að ná settum markmiðum, samskipti og líðan. Gert er ráð fyrir því að hvert viðtal taki um 20 mínútur.  Eftir viðtölin eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að fylla út stutta foreldrakönnun og setja í kassa í borðsal. Gert er ráð fyrir því að fyllt sé út ein könnun fyrir hvert barn.

 

Starfsdagur - vetrarfrí                                                                                                                                                        

Fimmtudagur 21. febrúar – starfsdagur kennara. Frí hjá nemendum.                                         

Föstudagur 22. febrúar – vetrarfrí allra sem starfa við skólann á Þingeyri        

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 8. febrúar 2013

Fjarðarnet á Ísafirði heimsótt

Hópurinn sem lagði stund á sjóvinnu með Gunnlaugi skólastjóra og starfsmanni Netagerðarinnar
Hópurinn sem lagði stund á sjóvinnu með Gunnlaugi skólastjóra og starfsmanni Netagerðarinnar
1 af 4

Miðvikudaginn 6. febrúar heimsóttu tíu nemendur Grunnskólans á Þingeyri netagerðina Fjarðanet á Ísafirði.  Allir höfðu krakkarnir valið sjóvinnu sem valgrein í 8.-10. bekk. Tilgangurinn var að kynnast vinnubrögðum á netaverkstæði og að gefa krökkunum tækifæri á að spreyta sig á undirstöðuhandtökum í netahnýtingu og netabætingu.  Áður höfðu þeir fengist við hnúta og tógsplæs í skólanum. Það verður að segjast að hópurinn sýndi viðfangsefninu mikinn áhuga og ekki spillti fyrir að krakkarnir fengu fádæma góðar móttökur hjá starfsmönnum Fjarðarnets. Er netagerðamönnunum þeim Gunnlaugi Einarssyni og Magna færðar bestu þakkir fyrir móttökurnar og að vera óþreytandi við að leiðbeina unga fólkinu.    

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 5. febrúar 2013

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 5. febrúar 2013

Á vefnum www.saft.is má finna efni um netöryggi
Á vefnum www.saft.is má finna efni um netöryggi

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann í dag. Þemað í ár er "Réttindi og ábyrgð á netinu". Yfir 70 þjóðir um allan heim stóðu fyrir skipulagðri dagskrá dag. Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda samstarfsnetið Insafe, og yfir 40 önnur lönd leiddu í dag saman ýmsa hagsmunaðila til þess að vekja athygli á og ræða netið frá ýmsum hliðum. Samstarfsnetið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á netinu og verður m.a. sýnd í sjónvarpi næstu daga.

 

Við hvetjum ykkur til að kíkja á auglýsingna og ræða þau atriði sem vert er að hafa í huga varðandi netöryggi og ábyrgð á netinuSmile

Aðgát skal höfð í nærveru sálar, LÍKA Á NETINU.

 

Slóðin er: http://www.youtube.com/watch?v=kJuTjIbQlEc 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 31. janúar 2013

Greiðslur fyrir mjólkuráskrift og ávexti

"Ljósmyndaverk eftir Jóhönnu Jörgensen"

Verð fyrir ávexti til vors er það sama og það var fyrir áramót, 45 kr. fyrir hvern dag eða 4.185 kr. út skólaárið. Þeir foreldrar sem vilja nýta þetta boð áfram fyrir börn sín eru vinsamlegast beðnir um að leggja ofangreinda upphæð inn á reikning

0154-05-400144, kt. 560686-1299. Aðrir sem ekki vilja nýta sér boðið eru beðnir um að setja sig í samband við skólann og láta vita.

 

Einnig setjum við hér með upplýsingar fyrir þá sem eiga eftir að ganga frá mjólkuráskrift (skólamjólk í nestistíma). Mjólkurreikningurinn er 0154-15-250156, kt. 560686-1299. Mjólk 5x í viku kostar frá áramótum til vors 2.400 kr.

 

Ath. það er komið nýtt myndaalbúm "janúar 2013" þar má sjá myndir af nemendum að vinna verkefni í Áhugasviði, bekkjarkvöld 1.-4. bekk og Leiksýninguna Búkollu sem foreldrafélög grunn,-og leikskóla og Kvenfélagið Von sameinuðust um að fá til sýningar í janúarmánuði.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 30. janúar 2013

Fyrirlestur með Hugó Þórissyni

Hugó Þórisson sálfræðingur (mynd sótt á dv.is)
Hugó Þórisson sálfræðingur (mynd sótt á dv.is)

Hugó Þórisson heldur fyrirlestur í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði 4. hæð fimmtudaginn 31. janúar kl. 20:00. Foreldrafélög grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum bjóða upp á þennan skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur með Hugó Þórissyni sálfræðingi um samskipti foreldra og barna. Allir áhugasamir eru velkomnir, sama hvort þeir eigi börn á grunnskólaaldri eða ekki.

 

Foreldrafélög grunnskólanna í

Bolungarvík, Flateyri, Ísafirði, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 23. janúar 2013

Þorrablót

Hið margrómaða þorrablót nemenda og kennara verður haldið föstudaginn 25. janúar í sal skólans. Húsið opnar 18:15 og borðhald hefst kl. 18:30 verð kr. 200 á mann. Það koma allir með sinn mat, a.m.k. 2 tegundir af þorramat og drykk (má koma með gos).

 

Valin verða Halur og Snót kvöldsins, titilinn hljóta drengur og stúlka sem hafa mesta úrvalið af þorramat og BORÐA HANN.

Nemendaráð sér um dagskrá á meðan borðhaldi stendur og sér til þess að það verði stuð í húsinu. Að borðhaldi loknu verður haldið diskótek fyrir alla gesti kvöldsins. Sá sem skífunum þeytir þetta kvöld eru er Dj Villi snilli og honum til aðstoðar er Dj Dísa skvísa.

 

Áætluð lok 20:30 fyrir 1.-6. bekk. 7.-10. bekkur getur haldið áfram gleðinni á Félagsmiðstöð til kl. 10:30.

Mætum öll með bros á vör og skemmtum ogkkur saman á þorranumWink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 10. janúar 2013

Hjólin farin að snúast

"Samvinna gerir okkur sterkari"(frá sameiginlegri íþróttahátíð)

Allir eru nú að komast í rútínu eftir jólafríið sem var vonandi nemendum og fjölskyldum þeirra ljúft og gott. Hjólin eru farin að snúa sinn vanagang og flestir farnir að huga að markmiðum sínum sem sett voru fyrir vetrarönnina en þrjár vikur eru í að henni fari að ljúka. Fjöldi viðburða og afreka eru afstaðinn en sem betur fer næg verkefni framundan sem þarf að leysa og þ.á.m. Þorrablót G.Þ. sem haldið verður 25. janúar sem eru upphaf þorrans og bóndadagur.

 

Eigið góða helgiSmile

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 4. janúar 2013

Mánudaginn 7. janúar- Kennsla hefst kl.10:00

Samkvæmt venju eða hefð skólans hefst skóli tveimur kennslustundum seinna daginn eftir þrettándann (síðasta dag jóla). Kennsla hefst því kl.10:00 mánudagsmorguninn 7. janúar.

 

Góða skemmtun og vonandi verður veðrið gott fyrir álfa og tröll sem þurfa að safna sér nesti áður en þau halda til fjalla.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 2. janúar 2013

Gleðilegt nýtt ár

Frá áramótabrennunni 2012
Frá áramótabrennunni 2012
1 af 5

Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það gamla. Megi gleði og gæfa fylgja ykkur á nýju ári. Byrjum strax að undirbúa þorrann og leysa fullt af skemmtilegum verkefnum sem fylgja árinu 2013.

 

Skólinn byrjar kl. 10 fimmtudaginn 3. janúar.

 

 

                             Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri

(Ath. Myndir frá Litlu jólunum má finna í myndasafni)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 19. desember 2012

Jólamatur og "Litlu jólin"

19. des
19. des "Jólamatur" að hætti mötuneytisins
1 af 7

Í dag 19. desember borðuðu nemendur og starfsfólk skólans "Jólamat" að hætti mötuneytisins við kertaljós og notalegheit. Maturinn smakkaðist vel og óhætt að segja að tekið var vel til matarins sem var hamborgarahryggur með tilheyrandi meðlæti og súkkulaðikaka og ís í eftirrétt. Ekki amalegt þaðSmile. Eftir matinn fóru eldir nemendur í að skreyta jólatréð fyrir "Litlu jólin sem verða á morgun, 20. desember. Mæting er í skólann kl. 09:30. Akstur heim kl. 11:45.

Það sem nemendur þurfa að hafa í huga er:

  • að mæta í jólaskapi og í betri fötum
  • að heimilt er að hafa meðferðis sparinesti í anda jólanna
  • að hafa meðferðis kerti og kertastjaka svo það verði notalegt í stofunum
  • að taka með sér pakka í pakkaskipti fyrir um 500 kr. hvern pakka.

 Dagskrá litlu jólanna er á þessa leið:

Nemendur byrja daginn inn í sinni stofu með sínum umsjónarkennara þar sem farið er yfir jólakortin, pakkaskipti og eiga þar notalega stund. Allir nemendur koma svo saman á sal og dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. Ef söngurinn heyrist vel er aldrei að vita nema einhverjir gestir renni á hljóðið .........

 

 Starfsfólk G.Þ. óskar nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og

þakkar fyrir ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða

 

Fimmtudagurinn 3. janúar 2013. Skóli hefst aftur eftir jólaleyfi. Nemendur mæta þá kl. 10:00 samkvæmt  stundatöflu.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón