Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 23. ágúst 2013

Punktar úr ræðu skólastjóra

"Samhugur"
  • Við byrjum á því að minna á skólareglurnar sem við ætlum að vinna eftir í vetur. Þær voru unnar á síðasta árið með starfsfólki og nemendum skólans. Foreldrar fá frekari kynningu á þeim á foreldrafundi sem haldinn verður í september og verður auglýstur seinna.
  • Finni mun halda áfram að sinna skólaakstri og eru það 5 nemendur sem nýta sér þá þjónustu þennan veturinn. Mikilvægt er að foreldrar tilkynni skólabílnum ef upp koma veikindi eða annað og ef nemandi þarf ekki að nýta sér skólaaksturinn. Foreldra fá þessar upplýsingar með sér heim.
  • Íþróttir og sund er stór þáttur í skólastarfi okkar og við byrjum á úti íþróttum fram til 1.okt.  vil ég minna á viðeigandi klæðnað ásamt því að mæta með jákvæðu hugarfari því hreyfing er mikilvæg okkur öllum. Sundið hefst samkvæmt stundatöflu 2.sept. Það hafa orðið breytingar á hópaskiptingu og fá foreldrar frekari upplýsingar um það í foreldraviðtölum.
  • Í 1.-4.bekk verður það þannig að við óskum eftir því að börnin mæti í stömum sokkum eða tátiljum þegar við byrjum á inni leikfimi. Þetta er fyrirbyggjandi leið vegna sveppasýkingar.
  • Stundataflan er gefin út með fyrirvara um breytingar. Þegar skólastarfið hefst og við byrjum að vinna eftir töflunni er alltaf möguleiki á því að eitthvað þarf að breyta og bæta til þess að skóladagurinn nýtist okkur sem best í vinnu nemenda og kennara.
  • Áskriftir í mat, ávexti og mjólk verður hjá umsjónarkennurum. Sama fyrirkomulag verður með matinn og óskum við eftir því að foreldrar verið búnir að ská börnin sín og greiða fyrir 10.sept.

 

   

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 21. ágúst 2013

Skólasetning- fimmtudaginn 22. ágúst kl.11:00

Grunnskólinn á Þingeyri verður settur á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst kl. 11:00. Nýr skólastjóri, Stefanía Helga Ásmundsdóttir mun setja skólann og kynna áherslur vetrarins. Nemendur munu því næst ganga í sínar heimastofur ásamt sínum umsjónarkennurum eins og venja er og fá hjá þeim upplýsingar um stundatöflu, mjólkuráskirft, mötuneyti, foreldraviðtöl og fl.

 

Innritun í tónlistarnám á Þingeyri verður einnig fimmtudaginn 22. ágúst kl. 17-19 í Félagsheimilinu. Píanóleikarinn Tuuli Rahni verður deildarstjóri og aðalkennari útibús Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri í vetur eins og undanfarin ár. Námsframboðið er fjölbreytt: píanó, hljómborð, harmonikka, blokkflauta, þverflauta, gítar, bassi, trommur, dægurlagasöngur f. börn og fl.

Nánari upplýsingar í síma: 456 3925 (skrifstofa) og 864 5286 (Tuuli) og á vefsíðunni: www.tonis.is

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 14. ágúst 2013

Skólaárið 2013-14 að hefjast

Nú er sumarfríið brátt á enda og haustið handan við hornið með öllu sem því fylgir. Kennarar eru komnir til starfa og sækja nú námskeið á Ísafirði með öðrum kennurum bæjarins. Nýr skólastjóri Stefanía Ásmundsdóttir hóf störf núna 1. ágúst og hefur nýtt dagana fram að þessu til að setja sig inn í starfið og kynnast skólanum.  Enn og aftur þökkum við Gunnlaugi Dan samstarfið á síðustu árum. Einhverjar framkvæmdir hafa átt sér stað í skólanum í sumar meðal annars er búið að mála stofurnar sem opnað var á milli í fyrra og gera huggulegt.

 

Eins og sjá má á dagatalinu hér til hægri verður Grunnskólinn á Þingeyri settur 22. ágúst kl. 11. Innkaupalista fyrir bekki/hópa má finna á greininni hér til hægri. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát eftir sumarfríið. Bestu kveðjur starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 19. júlí 2013

Skóladagatal og innkaupalistar

Miðstig vorið 2013 með Ninnu í náttúrufræði
Miðstig vorið 2013 með Ninnu í náttúrufræði

Við erum alveg róleg í skólanum því það er ennþá sumar en það er samt alltaf eitthvað skemmtilegt við það að skólinn okkar fyllist aftur af lífi. Þess vegna höfum við sett inn tímalega skóladagatal og innkaupalista. Skóladagatal fyrir skólarárið 2013-14 má finna á greininni hér til vinstri ef einhverjir eru farnir að skipuleggja haustið og komandi vetur. Einnig má finna á greininni tengil inn á uppfærða innkaupalista. Takið eftir að sameiginlegur listi gengur fyrir efstastigið.

Vonandi fer svo sólin að skína á okkur það sem eftir er af sumarfríinu. Við óskum þess að þið njótið þess sem eftir er af fríinu og hlökkum til að hitta ykkur í haust Wink

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 31. maí 2013

Skólaslit

"Fuglarnir hans James Rizzii" eftir Jovinu og Bjarna í 2. bekk

Í dag föstudaginn 31.maí kl.16:00 verður Grunnskólanum á Þingeyri slitið í Þingeyrarkirkju. Sýning á munum og vinnu nemenda í skólanum eftir skólaslit. Allir velkomnir! Skólaslitarkaffi verður í Félagsheimilinu eftir skólaslit að hætti kvenfélagsins Vonar.

 

Skólastjóri og starfsfólk skólans þakka kærlega fyrir veturinn.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 23. maí 2013

Skipulag síðustu daga skólaársins skólaárið 2013

Myndvinnsluverkefni eftir Kéla
Myndvinnsluverkefni eftir Kéla

Þriðjudagurinn 28. maí, Grænndagur

Nemendur mæta kl. 08:10 á sal skólans. Farið verður yfir skipulag dagsins og sýnd stuttmynd ,,fyrir umhverfið og okkur “ sem fjallar um umhverfisspillandi efni og hvað við getum gert til þess að halda Íslandi hreinu og óspilltu. Þeir sem eiga ónýt batterí geta komið með þau í skólann í endurvinnslu. Síðan taka nemendur til hendinni við að gróðursetja í skólareitinn og snyrta umhverfi skólans. Allir vinna að verkefnum úti og verða því að koma klæddir eftir veðri. Gott að hafa vinnuhanska meðferðis. Nemendur hafi með sér fernudrykki og meðlæti í morgunnesti sem snætt verður úti. Í hádegi verður öllum boðið upp á grillaðar pylsur og safa. Foreldrar eru hvattir til að koma og taka þátt. Grillað verður kl.12:00. Skólabíll fer klukkan.12.30.   

Miðvikudagurinn 29. maí, Vorgleði

Þessi dagur er skipulagður af Grunnskólanum og Foreldrafélagi skólans. Nemendur mæti kl. 08:10 á reiðhjólum og allir með hjálm á höfði. Hjólað verður að Söndum, þar sem farið verður á hestbak og í leiki. Nemendur koma klæddir eftir veðri og hafa með sér fernu-drykki og meðlæti. Kl.11:00 verður hjólað að Íþróttamiðstöðinni þar sem nemendur reyna færni sína í hjólaþrautum. Foreldrafélagið sér um að grilla fyrir alla á Víkinga- svæðinu frá kl.12:00. Foreldrum er velkomið að vera með okkur þennan dag. Skólabíll fer heim með nemendur kl.12:30 frá Víkingasvæðinu.

Fimmtudagurinn 30. maí, Starfsdagur=Frí hjá nemendum

Föstudagurinn 31. maí, Skólaslit í Þingeyrarkirkju kl. 16:00, sýning á munum   

Skólaslit fara fram í Þingeyrarkirkju kl.16:00 -17:00. Eftir skólaslit verður Kvenfélagið með sína margrómuðu kaffisölu í Félagsheimilinu frá kl.17:00. Jafnframt verður sýning á verk- efnum og munum sem nemendur hafa unnið í verk- og listgreinum og í áhugasviðsnámi í vetur. Þeir skili inn merktum munum og verkefnum sem þau hafa unnið í þessum greinum fyrir þriðjudaginn 28.maí. Sýningin verður opin milli kl.17:00 og 18:30. Nemendur taki sína muni milli kl.18:30 -19:00. Athugið að ekki er gert ráð fyrir að munir verði fjarlægðir af sýningu fyrr en henni lýkur kl.18:30. Starfsfólk Grunnskólans þakkar foreldrum og nemendum samstarfið á skólaárinu og óskar ykkur öllum ánægjulegs sumars.   

  

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 18. maí 2013

Góður gestur

"Trampólín æfingastökk"
1 af 5

7. maí sl. fengu nemendur í Skólahreysti vali góðan gest í heimsókn. Ungur parkour fimleikamaður tók á móti nemendum og fór með þeim í gegnum nokkrar grunnæfingar í greininni sem undanfarin misseri hefur hlotið sífellt meiri vinsælda. Parkour fimleikar byggjast aðallega á hoppum, stökkum og föllum. Allir nemendur voru virkir og reyndu sitt besta. Daníel æfir parkour fimleika og er þjálfari. Hann var mjög sáttur við nemendur sem sýndu áhuga og gleði. Daníel fór líka í heimsókn í G.Í. og hitti þar nemendur í 9. bekk. Takk fyrir að hitta okkur Daníel, þetta var mjög skemmtilegt Smile Við náðum nokkrum myndum af stemmningunni sem sjá má hér til hægri.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 14. maí 2013

Fundarboð

Foreldrafundur  -  fimmtudaginn 16. maí 2013

Fimmtudaginn 16. maí kl. 17:30 verður fundur með foreldrum á sal skólans. Á fundinum mun skólastjóri ræða skólastarfið á skólaárinu og þær breytingar sem kunna að verða á því næsta.

Dagskrá :

  • Starfsáætlun / skóladagatal  2013- 2014
  • Fyrirsjáanlega breytingar á skólastarfi næsta skólaár.
  • Hvað segja kannanir (foreldrakönnun og Skólapúlsinn) um skólastarfið í vetur og hvað segja foreldrar
  • Ný aðalnámskrá – stutt kynning
  • Önnur mál og almennar umræður um skólastarfið 

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 13. maí 2013

Ástarsaga í fjöllunum

Möguleikhúsið sýnir barnaleiksýninguna: Ástarsaga úr fjöllunum

í Félagsheimilinu Þingeyri miðvikudaginn 15. maí kl. 16:00

Ástarsaga úr fjöllunum byggir á samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur sem fjallar um tröllskessuna Flumbru og
tröllastrákana hennar átta. Leikgerð og söngtextar eru eftir Pétur Eggerz, sem einnig annast leikstjórn, en höfundur tónlistar er Guðni Franzson. Þátttakendur í sýningunni eru leik- og söngkonan Margrét Pétursdóttir og leikarinn og tónlistarmaðurinn
Valgeir Skagfjörð. Leikmynd, búningar og brúður eru eftir Messíönu Tómasdóttur.

 

Hér er þessi bráðskemmtilega rammíslenska saga flutt á lifandi hátt þar sem saman fléttast frásögn,
leikur og tónlist í fallegri umgjörð.

 

Sýningin er ætluð börnum á aldrinum 2ja – 9 ára og tekur 45 mínútur í
flutningi.

 

Miðaverð er kr. 2.000.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 1. maí 2013

Úti íþóttir í maí

Frá fótboltaæfingu í fyrra
Frá fótboltaæfingu í fyrra

Eins og venjan er verða íþróttir úti í maí. Á fimmtudaginn 2. maí er því fyrsti úti íþróttatíminn. Í úti íþróttum gefst okkur tæifæri til að nýta umhverfið til margvíslegrar hreyfingar hvort sem það eru hlaup og leikir á íþróttavellinum, "Yfir" á tjaldstæðinu, ratleikir eða göngu, og fjöruferðir.  Minnum nemendur á að koma klædd eftir veðri og í íþróttafötum og góðum skóm. Ef það rignir á okkur er í góðu lagi að vera í stigvélum. Einnig þarf að muna að taka með sér hrein föt til skiptanna eftir sturtu. Eins og sjá má á dagatalinu hér til hægri eru 6 tímar eftir hjá öllum hópum.

 

 

 

 

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón