


Gönguferð á hæsta fjall Vestfjarða

Gleðilega gönguviku

Senn líður að skólasetningu
Nú er hafinn undirbúningur að skólaárin 2014 -2015 og hefja kennarar sinn undirbúning á því að fara á endurmenntunarnámskeið sem haldin verða dagana 12., 13., og 14.ágúst. Þar verður aðaláherslan á spjaldtölvur í skólastarfi. Næst á dagskrá hjá okkur er svo að setja skólann þann 20.ágúst kl 10:00. Daginn eftir verða svo foreldraviðtölin þar sem við ætlum að setja okkur markmið fyrir veturinn. Tímasetingar á viðtölum verða afhend á skólasetningunni. Í famhaldi af þessum dögum hefjum við kennslu samkvæmt stundaskrá nemenda og kennara.
Í haust verður sú nýbreytni að við í skólanum sjáum að mestu um innkaup nemenda á þeim áhöldum og bókum sem nemendur hafa séð um að skaffa á hverju ári. Nemendur þurfa því ekki að fara í stór innkaup og minnum við á það að mikilvægt er að nýta þau áhöld og bækur sem til eru frá fyrri skólaárum. Nánari lista um innkaup má sjá hér vinstri ásamt skóladagatali fyrir skólaárið 2014-15.

Skólaslit vor 2014
Föstudaginn 30.maí kl.15:00 verður Grunnskólanum á Þingeyri slitið í Þingeyrarkirkju þar sem nemendur taka við einkunnamöppum sínum úr hendi umsjónarkennara. Sýning verður á munum og vinnu nemenda í skólanum eftir skólaslit. Allir velkomnir! Skólaslitakaffi verður í Félagsheimilinu eftir skólaslit að hætti kvenfélagsins Von.
Skólastjóri og starfsfólk skólans þakka kærlega fyrir veturinn.

Síðustu dagar skólaársins 2013-14
Senn líður að lokum hjá okkur skólaárið 2013-2014. Næsta vika einkennist af samvinnu og gleði okkar allra í skólanum.
Leikjadagurinn: Mánudaginn 26. maí fáum við heimsókn frá Grunnskólanum í Bolungarvík ásamt vorskólanemendum. Ætlum við að eiga með þeim gleðistund með leik og skemmtun frá kl 09:00 - 12:00. Við mætum engu að síður í skólann á okkar venjulega tíma kl 08:10 og eigum stund saman áður en við löbbum niður á íþróttasvæði. Nemendur þurfa að hafa með sér nesti og drykk til þess að njóta í kaffitímanum. Klukkan 12:00 grillum við saman með foreldrafélaginu hamborgara. Áætluð lok á skóladeginum er í kringum 12:45. Skólabílinn fer heim kl 13:00.
Grænidagurinn: Þriðjudaginn 27. maí ætlum við að vinna saman af því að gera umhverfið okkar fallegra með því að týna rusl, sópa og hreinsa hér í kringum skólann okkar. Við hefjum skólann kl 08:10 og endum daginn kl 12:30. Skólabílinn fer heim kl 12:30. Á þessum degi þarf einnig nesti og drykk en við grillum hér saman í hádeginu.
Starfsdagur og Uppstigningadagur: Frí hjá nemendum 28. og 29. maí.
Skólaslit og skólasýning, ásamt kaffi er svo á föstudaginn 30. maí. Hefjast skólaslit kl. 15:00 í kirkunni. Skólasýning verður í skólanum og kaffið í Félagsheimilinu okkar að hætti Kvenfélagsins Von.
Að lokum viljum við endilega að foreldar gefi sér tíma og taki þátt í þessum dögum með okkur eftir bestu getu. Minnum á að nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri þar sem við erum að mestu úti þessa daga.

Skólahreysti-Úrslit
Í kvöld 16. maí kl.19:40 hefjast úrslit í Skólahreysti 2014 í Laugardalshöllinni. Grunnskólinn á Þingeyri eru sigurvegarar úr 7. riðli keppninnar og er því einn af tólf skólum í úrslitum. Anton Líni keppir í upphífingum og dýfum, Natalía B. keppir í armbeygjum og hreystigreip, Dýrleif Arna og Sindri Þór keppa í hraðabrautinni. Vilhelm Stanley og Caroline Rós eru varamenn. Við óskum þeim góðsgengis og hvetjum þau áfram fyrir framan sjónvarpið þar sem við gátum því miður ekki farið aftur af stað með stuðningslið en RÚV sýnir beint frá viðureigninni. Málið er að gera sitt besta og hafa gaman að.
Baráttu kveðjur til ykkar og góða skemmtun
Nánari upplýsingar um keppnina má finna á www.skolahreysti.is

Verkfal 15.maí-engin kennsla
Nú liggur ljóst fyrir að ef fyrirhugað verkfall kennara verður fimmtudaginn 15.maí fellur allt skólahald niður vegna röskunar á skólastarfinu. Ef það næst að semja verður skólahald með eðlilegum hætti, þess vegna væri gott að fylgjast vel með fréttum á miðvikudagskvöld ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Einnig má finna upplýsingar um vinnustöðvun á vef Kennarasambandsins www.ki.is .Um er að ræða þennan eina dag í þessari viku. Skólastarf verður með hefðbundum hætti á föstudeginum.
Athugið að kennsla í tónlistarskólanum fellur ekki niður. Ef nemendur sjá sér ekki fært að mæta vinsamlegast látið tónlistarkennarann vita.

Lóan er komin að kveða burt snjóinn
Lóan er ekki eini vorboðinn hér hjá okkur í Grunnskólanum á Þingeyri. Í dag komu fimm flottir vorboðar í heimsókn í skólann okkar ásamt foreldrum sínum. Þessir vorboðar eru nemendurnir sem hefja nám í skólanum næsta haust í fyrsta bekk. Skólastjóri og umsjónarkennari yngstastigs tóku vel á móti gestunum. Nemendurnir sýndu foreldrum sínum skólann en þau fengu sýnisferð og leiðsögn um skólann fyrr í vetur. Heimsóknin var ákvaflega skemmtileg og spennan sem fylgir skólagöngunni lág í loftinu sem er alltaf mjög gaman að finna. Hlökkum til að vinna saman næsta skólaár:)
Annars er allt á fullu þennan síðasta mánuð skólans. Í næstu viku hefst námsmat hjá öllum stigum og verður því nóg að gera sérstaklega hjá þeim sem eiga eftir óunna vinnu til að ná markmiðum sínum. Nemendur úr 10. bekk eru búnir að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar þar sem nemendur skemmtu sér konunglega með kennaranum sínum Eddu Björk og Guðrúnu Írisi sem fór fyrir hönd foreldra. Nemendurnir vilja koma þakklæti til þeirra sem styrktu þau og tóku vel á móti þeim í fjáröflun þeirra fyrir ferðinni. Einnig eru þessir sömu nemendur búnir að sækja skyndihjálparnámskeið á Ísafirði ásamt því að undirbúningur fyrir úrslitakeppni í Skólahreysti er kominn á fullt. Úrslitin fara fram í Laugardalshöll 16. maí n.k.
Í maí hefjast líka útiíþróttir þar sem nemendur verða sýnilegri þorpsbúum í allskyns útileikjum og hlaupum. Huga þarf að öðruvísi fatnaði og nemendur fara áfram í sturtu eftir hvern tíma.
Ekki má svo gleyma þeim nemendum sem hafa hafið nám við skólann, en alls hafa síðan í febrúar 5 nemendur bæst við nemendafjöldan. Við vonum að þeim líði vel hjá okkur við leik og störf og bjóðum þá hjartanlega velkomna.

Þorgrímur Þráinsson með fyrirlestur 5.maí
Þorgrímur Þráinsson mun halda opinn fyrirlestur fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar mánudaginn 5. maí n.k. kl. 20.00 í sal Menntaskólans á Ísafirði. Yfirskrift fyrirlestrarins er: "Verum ástfangin af lífinu". Þorgrímur mun halda fyrirlestur svipaðs efnis fyrir unglingadeild Grunnskólans á Ísafirði fyrr um daginn.
Í fyrirlestrinum fjallar hann um mikilvægi þess að vera sinnar eigin gæfu smiður og bera sig eftir draumum sínum. Það sé ekki sjálfgefið að vera ástfanginn af lífinu og finna jafnvægi á milli einkalífs, atvinnu og áhugamála sem stuðlar að því að maður lifir í sátt við sjálfan sig og aðra. Ein mesta áskorun lífsins er að sigrast á sjálfum sér og finn sannleikann, hinn innri frið. Þorgrímur segi nokkrar sögur, fjalla um mikilvægi þess að fara út fyrir þægindahringinn, hvernig Ólafur Stefánsson handboltakappi hugsar daginn sinn með hámarksárangur í huga og að lokum teiknar hann upp Hjól lífsins sem er nokkurs konar ,,sjálfspróf" á eigin frammistöðu á ólíkum vettvangi.
Við viljum hvetja íbúa Ísafjarðarbæjar til að mæta á fyrirlesturinn, en þátttaka er án endurgjalds.