Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 6. maí 2014

Lóan er komin að kveða burt snjóinn

Vorboðinn ljúfi
Vorboðinn ljúfi

Lóan er ekki eini vorboðinn hér hjá okkur í Grunnskólanum á Þingeyri. Í dag komu fimm flottir vorboðar í heimsókn í skólann okkar ásamt foreldrum sínum. Þessir vorboðar eru nemendurnir sem hefja nám í skólanum næsta haust í fyrsta bekk. Skólastjóri og umsjónarkennari yngstastigs tóku vel á móti gestunum. Nemendurnir sýndu foreldrum sínum skólann en þau fengu sýnisferð og leiðsögn um skólann fyrr í vetur. Heimsóknin var ákvaflega skemmtileg og spennan sem fylgir skólagöngunni lág í loftinu sem er alltaf mjög gaman að finna. Hlökkum til að vinna saman næsta skólaár:)

 

Annars er allt á fullu þennan síðasta mánuð skólans. Í næstu viku hefst námsmat hjá öllum stigum og verður því nóg að gera sérstaklega hjá þeim sem eiga eftir óunna vinnu til að ná markmiðum sínum. Nemendur úr 10. bekk eru búnir að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar þar sem nemendur skemmtu sér konunglega með kennaranum sínum Eddu Björk og Guðrúnu Írisi sem fór fyrir hönd foreldra. Nemendurnir vilja koma þakklæti til þeirra sem styrktu þau og tóku vel á móti þeim í fjáröflun þeirra fyrir ferðinni. Einnig eru þessir sömu nemendur búnir að sækja skyndihjálparnámskeið á Ísafirði ásamt því að undirbúningur fyrir úrslitakeppni í Skólahreysti er kominn á fullt. Úrslitin fara fram í Laugardalshöll 16. maí n.k.

Í maí hefjast líka útiíþróttir þar sem nemendur verða sýnilegri þorpsbúum í allskyns útileikjum og hlaupum. Huga þarf að öðruvísi fatnaði og nemendur fara áfram í sturtu eftir hvern tíma.

Ekki má svo gleyma þeim nemendum sem hafa hafið nám við skólann, en alls hafa síðan í febrúar 5 nemendur bæst við nemendafjöldan. Við vonum að þeim líði vel hjá okkur við leik og störf og bjóðum þá hjartanlega velkomna.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 5. maí 2014

Þorgrímur Þráinsson með fyrirlestur 5.maí

Þorgrímur hitti nemendur skólans á síðasta skólaári og höfðu gagn og gaman að.
Þorgrímur hitti nemendur skólans á síðasta skólaári og höfðu gagn og gaman að.

Þorgrímur Þráinsson mun halda opinn fyrirlestur fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar mánudaginn 5. maí n.k. kl. 20.00 í sal Menntaskólans á Ísafirði. Yfirskrift fyrirlestrarins er: "Verum ástfangin af lífinu". Þorgrímur mun halda fyrirlestur svipaðs efnis fyrir unglingadeild Grunnskólans á Ísafirði fyrr um daginn.

Í fyrirlestrinum fjallar hann um mikilvægi þess að vera sinnar eigin gæfu smiður og bera sig eftir draumum sínum. Það sé ekki sjálfgefið að vera ástfanginn af lífinu og finna jafnvægi á milli einkalífs, atvinnu og áhugamála sem stuðlar að því að maður lifir í sátt við sjálfan sig og aðra. Ein mesta áskorun lífsins er að sigrast á sjálfum sér og finn sannleikann, hinn innri frið. Þorgrímur segi nokkrar sögur, fjalla um mikilvægi þess að fara út fyrir þægindahringinn, hvernig Ólafur Stefánsson handboltakappi hugsar daginn sinn með hámarksárangur í huga og að lokum teiknar hann upp Hjól lífsins sem er nokkurs konar ,,sjálfspróf" á eigin frammistöðu á ólíkum vettvangi.

Við viljum hvetja íbúa Ísafjarðarbæjar til að mæta á fyrirlesturinn, en þátttaka er án endurgjalds.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 11. apríl 2014

Páskaleyfi

Eftir skóladaginn í dag eru nemendur komnir í páskaleyfi. Við óskum öllum gleðilegra páskahátíðar. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl. Þá eru ekki nema 6 skóladagar eftir af apríl þar sem sumardagurinn fyrsti er 24. apríl. Það er margt um að vera m.a. munu nemendur í 10. bekk nota þessa síðustu daga aprílmánaðar til að ferðast til Kaupmannahafnar. Á skóladagatalinu (sem má sjá hér til hliðar) má svo sjá nánar skipulagið fyrir maí. Námsmatsdagar hefjast 15. maí og eftir þá er nóg um að vera sem tilheyrir síðustu skóladögum skólaárs.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 8. apríl 2014

Samvinna og árshátíðarsýningin

Lilli og refurinn (mynd: Davíð Davíðsson)
Lilli og refurinn (mynd: Davíð Davíðsson)
1 af 4

Segja má að árshátíð Grunnskólans á Þingeyri hafi verið alveg keppnis. Nemendur úr öllum námshópum settu upp leiksýninguna Lífið í skóginum ásamt kennurum sínum. Mýs, birnir, íkornar, hundar, elgur og hérar sungu og trölluðu á sviðinu í æðislega félagsheimilinu okkar sem Bubbi Morteins mundi eftir og lofaði í Ísland got talent um daginn. Nemendur sýndu frækna framistöðu og komu sjálfum sér og gestum árshátíðarinnar á óvart. Undirbúningurinn var mikill en vel þess virði eins og sjá mátti á leikmyndinni og búningunum. Eitt af markmiðum skólans er meiri samvinna, ekki aðeins hjá nemendunum heldur líka hjá starfsfólkinu. Þessi vinna hefur sannarlega borgað sig þar sem afraksturinn var hreint frábær sýning sem var sýnd þrisvar. Ekki má heldur gleyma atriði barnanna á Leikskólanum Laufás sem þau sýndu á morgunsýningunni á föstudaginn. Þau smellpössuðu inn í leikmyndina með dýrasöng, gleði og flottum leik. Samvinnan er því einnig á milli skólanna tveggja sem er alveg hreint frábært.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 2. apríl 2014

Árshátíð G.Þ.

Hlökkum til að sjá ykkur
Hlökkum til að sjá ykkur

Nú er nóg um að vera í Grunnskólanum á Þingeyri þar sem nemendur og starfsfólk eru að undirbúa árshátíðina sem verður haldin föstudaginn 4. apríl. Mikil samvinna hefur verið í gangi þar sem nemendur eru að setja upp og æfa eitt leikrit saman í stað þess að hver nemendahópur sé með sitt atriði. "Lífið í skóginum" verður frumsýnt í Félagsheimilinu föstudaginn 4. apríl kl. 10 ásamt atriði frá börnunum í Leikskólanum Laufás. Um kvöldið er 2. sýning sem hefst kl. 19:30. Til þess að gefa fleirum kost á að sjá sýninguna hefur verið bætt við 3. sýningunni laugardaginn 5. apríl kl. 14.

Miðaverð er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri. Frítt er fyrir börn á grunn-,og leikskólaaldri.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 1. apríl 2014

Eitthvað blátt í tilefni alþóðlegsdags einhverfu

"eitthvað blátt á degi einhverfunnar"

Styrktarfélag einhverfra hefur minnt á alþjóðadag einhverfunnar sem hefur verið haldinn 2. apríl undanfarin ár. Blár er einkennislitur einhverfunnar og langar félaginu til að gera eitthvað skemmtilegt í samstarfi við hress og kát skólabörn. Markmiðið er að fá sem flest börn til að mæta bláklædd í skólann/leikskólann þennan ágæta miðvikudag í byrjun apríl. Þar sem við í Grunnskólanum á Þingeyri erum hress og kát skólabörn ætlum við að leggja þessu lið og mæta í einhverju bláu þennan dag, þarf ekki að vera mikið heldur bara eitthvað örlítið blátt.

| fimmtudagurinn 27. mars 2014

Skólahreysti

Nú hafa okkur borist alveg hreint frábærar fréttir. Unglingarnir okkar tóku þetta alla leið og sigruðu sinn riðill núna rétt í þessu í skólahreysti. Stuðningsliðið hvatti þau alla leið og lögðu keppendur sig alla fram og uppskáru þau þennan glæsilega sigur. Við eigum von á frekari fréttum og myndum sem við hendum inn um leið og þær berast. Innilega til hamingu öll sem eitt. 

| fimmtudagurinn 27. mars 2014

Menningar- og keppnisferð

Flottur hópur
Flottur hópur
1 af 2

Þá er fjörið byrjað og dagur tvö hafinn hjá unglingastigi í menningar- og keppnisferðinni. Í gær var farið snemma af stað og var stefnan tekin í rólegheitunum á Landnámssetrið í Borgarnesi. Eftir góða og ganglega skoðunarferð var haldið af stað í höfuborgina Reykjavík. Áfram var nóg að gera og endaði dagskráin á því að fara í leikhús á Engla alheimsins. Nú er dagur tvö hafinn og þá er keppnisdagur í skólahreysti. Nemendur hafa verið duglegir að æfa sig og eru því klárir í slaginn og óskum við þeim góðs gengis. Við bíðum eftir frekari fréttum að árangri og setjum það hér inn um leið og fréttir berast. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 20. mars 2014

Hætt við að hætta við lokun

"Sundlaugin er þó ekki tæmd en vatnið kólnar með hverjum deginum sem það er rafmagnslaust"

Því miður er sú staða komin upp aftur að loka þurfi sundlauginni aftur um óákveðinn tíma frá og með deginum í dag. Nemendur í 1. og 2. bekk hafa náð að ljúka tveimur vikum af sundnámskeiði sínu. Til að ná fleiri tímum fara nemendur í 1.-4. bekk í sund í stað íþróttatímans fimmtudaginn 20. mars. Þá er ein vika eftir til að uppfylla tímafjölda. Vonum við svo sannarlega að þessi lokun standi ekki yfir í langan tíma.

Þegar nemendur eiga að vera í sundi samkvæmt stundaskrá fást þeir við önnur viðfangsefni í öðrum greinum og nýta tíman jafnvel fyrir árshátíð.

Góðar stundir í „góða" veðrinu.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 18. mars 2014

1.sæti í stóru upplestrakeppninni

Rakel María (2.sæti), Ásrós Helga (1.sæti) og Þórður Gunnar (3.sæti)
Rakel María (2.sæti), Ásrós Helga (1.sæti) og Þórður Gunnar (3.sæti)

Sl. föstudagskvöld var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum á Ísafirði. Ásrós Helga Guðmundsdóttir tók þátt í lokahátíðinni fyrir hönd G.Þ. Auk Grunnskólans á Þingeyri voru upplesarar frá Grunnskólanum á Ísafirði, Grunnskólanum á Suðureyri og Grunnskóla Bolungarvíkur. Lesarar lásu fyrst brot úr barnabókaverðlauna sögunni ,,Ertu Guð, afi?" eftir Þorgrím Þráinsson og fóru með ljóð að eigin vali eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttir. Að lokum fóru keppendur með ljóð sem þeir höfðu valið sjálfir.

Lokahátíðin var sérlega skemmtileg og á milli atriða fluttu nemendur úr Tónlistaskóla Ísafjarðar tónlistaratriði. Úrslitin urðu þau að Ásrós Helga sigraði. Í 2. sæti varð Rakel María Björnsdóttir úr G.Í. og í því 3. varð Þórður Gunnar Hafþórsson úr G.Í. Dómarar í ár voru þau Björk Einisdóttir, Ingvar Örn Ákason, Ólafur Örn Ólafsson og Pétur Markan.

Við óskum Ásrósu og öðrum keppendum til hamingju með árangurinn.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón