Gönguvika- 1.-2. bekkur
Á morgun þriðjudaginn 1. september fer yngsta stigið í sína árlegu gönguferð.
Í haust verður gengið frá Brekkuhálsi í skógræktinni og niður að hesthúsunum að Söndum. Erna og Bogga fara með hópinn.
Veðurspáin hljómar vel fyrir morgundaginn en allir þurfa að vera klæddir eftir veðri
og hafa með sér hollt og gott nesti sem þægilegt er að snæða úti ásamt einhverjum fernudrykk.
Ekki væri verra að hafa að auki vatnsbrúsa með sér.
Ætlunin er að kíkja aðeins í ber á leiðinni og því gaman ef allir hefðu með sér lítið box til að týna í.
Við hvetjum alla foreldra og/eða aðra aðstandendur sem hafa tök á að taka þátt í göngunn
með okkur og/eða að aðstoða við að keyra börnunum uppá Brekkuhálsinn eða að sækja þau að hesthúsum.
Keyrt verður frá skólanum kl. 9:00 og væntanleg koma að hesthúsunum verður rétt fyrir kl. 12:00.
Að hádegismat loknum er skóla lokið og allir koma því heim fyrr en venjulega nema þau sem nota skólabílinn.
Heimsókn- umboðsmaður barna
Umboðsmaður barna, Margrét heimsótti skólann í morgun og fór yfir hlutverk hans og kynnti sig fyrir nemendum. Hlutverk umboðsmanns barna: Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og á að gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Nemendur fengu öll verum vinir spjald og bækling um réttindi barna. Nemendur á mið,- og elsta stigi horfðu svo á myndband um mannréttindi (myndbandið er hægt að finna https://www.youtube.com/watch?v=68tNnY7TKhw). Fleiri upplýsingar fyrir nemendur og foreldra er að finna á vefsíðu umboðsmanns barna https://barn.is/. Endilega kíkið á þetta og ræðið við foreldra/börn.
Tónlistarskóli Ísafjarðar auglýsir- Tónlistarnám á Þingeyri
Innritun í tónlistarnám á Þingeyri verður þriðjudaginn 25. ágúst kl. 16-18 í húsnæði Tónlistarskólans í Félagsheimilinu. Píanóleikarinn Tuuli Ráhni verður deildarstjóri og aðalkennari útibús Tónlistarskóla Ísafjarðara á Þingeyri í vetur eins og undanfarin ár.
Námsframboð er fjölbreytt: píanó, hljómborð, harmóníka, blokkflauta, þverflauta, gítar, bassi, trommur, dægurlagasöngur f.börn og fleira.
Nánari upplýsingar í síma 450 8340 (skrifstofan) og 864 5286 (Tuuli) og á www.tonis.is
Skólasetning- athugið breytt tímasetning kl.10
Grunnskólinn á Þingeyri verður settur föstudaginn 21. ágúst kl. 10:00. Sama dag eru viðtöl með hverjum og einum nemanda og foreldrum/forráðamanni. Viðtalstímum verður dreift af umsjónarkennara upp í stofu. Nemendur í 6. og 7. bekk eru svo á leiðinni í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði 24.-28. ágúst. Upplýsingar og skipulag ferðarinnar verður sent heim þegar nær dregur. Skóladagatal má finna á greininni hér til hliðar. Skólinn gefur ekki út innkaupalista en samkvæmt grunnskólalögum skulu skólar útvega nemendum gögn til náms. Nemendur þurfa að eiga skólatösku og viðeigandi klæðnað fyrir sund og íþróttir.
Hlökkum til að hitta ykkur og hefja skólaárið 2015-16
Tónlistarskólinn- frétt
Sigríður Ragnarsdóttir skrifaði eftirfarandi frétt eftir Vortónleika tónlistaskólans sem birtist á skutull.is:
Tónlistarnemar á Þingeyri héldu velheppnaða tónleika í Félagsheimilinu í gær. Þessi fámenni en frábæri hópur fluttu þarna rúmlega klukkustundarlanga dagskrá og stóðu sig öll framúrskarandi vel. Dagskráin var afar fjölbreytt, lög frá ýmsum tímum og löndum, leikið var á blokkflautu, gítar og píanó, en líka sungu margir nemendanna. Í lokin lék svo hljómsveit nemenda skemmtilegt lag. Það er tónlistarkennarinn Tuuli Rähni, sem útsetti og æfði öll lögin, auk þess sem hún skipulagði og undirbjó þessa skemmtilegu tónleika.
Við erum svo heppin að nemendur ætla að leika nokkur þessara atriða á skólaslitunum. Við þökkum Tuuli Rahni fyrir samstarfið í vetur og hlökkum til næsta
Skólaslit 2015
Senn líður að skólaslitum Grunnskólans á Þingeyri. Föstudaginn 29.maí 2015
kl 15:00 ljúkum við skólaárinu við hátíðlega athöfn í kirkjunni. Nemendur, starfsfólk, foreldrar og aðrir hjartanlega velkomnir. Eftir athöfnina í kirkjunni verða kvennfélagskonur með sína árlegu og dásmlegu kaffisölu í Félagsheimilu.
Klukkan 16:00 opnum við skólann okkar þar sem nemendur sýna vinnu sína sem þeir unnu að skólaárið 2014-2015. Sýningu lýkur klukkan 17:30 og þá geta nemendur tekið vinnuna sína með sér heim. Nemendur er beðnir um að koma með muni sína í skólann á miðvikudaginn og fimmtudaginn.
Hlökkum til að sjá ykkur
Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri.
Minnum á reiðhjólahjálma
Lóan er komin og flestir búnir að taka hjólin sín út úr geymslunni. Rakel hjúkrunarfræðingur kom í heimsókn um daginn og var með fræðslu fyrir nemendur um hlífðarhjálma og minnti á nauðsyn þeirra. Í dag fengu nemendur í fyrsta bekk afhenta hlífðarhjálma sem er liður í átaki eimskips um mikilvægi hjálma þegar maður hjólar. Hjálmarnir nýtast líka þegar maður er á hjólabretti, línuskautum, hlaupahjóli og jafnvel á skíðum/bretti eða hestbaki. Munið hvernig fór fyrir egginu, höfuðkúpan okkar er eins og eggjaskurnin.
Foreldrafélagsgjöldin
Íþróttaskóli H.S.V. og fótboltaæfingar Höfrungs
Við viljum koma á framfæri að íþróttaskóli HSV er á mánudögum og fimmtudögum fyrir nemendur í 1. -4. bekk. Athugið breytta tímasetningu kl. 17:10- 18:00 í stað 18:10-19:00 báða dagana.
Nú er vorið komið og æfingum í fótbolta hefur verið fjölgað. Helgi Snær sér um æfingarnar.
Mán. kl. 18-20, þri. kl. 17:10-19, mið. kl. 18.-20, fim. kl. 18-20. Áhersla er lögð á tækni og þolæfingar ásamt því að efla styrk. Markmið æfinganna er fyrst og fremst að hafa gaman og að hver og einn geri sitt besta.
Allir nemendur í 5.-10. bekk eru hvattir til að mæta