Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 31. ágúst 2015

Heimsókn- umbođsmađur barna

"á sal" međ umbođsmanni barna
1 af 2

Umboðsmaður barna, Margrét heimsótti skólann í morgun og fór yfir hlutverk hans og kynnti sig fyrir nemendum. Hlutverk umboðsmanns barna: Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og á að gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Nemendur fengu öll verum vinir spjald og bækling um réttindi barna. Nemendur á mið,- og elsta stigi horfðu svo á myndband um mannréttindi (myndbandið er hægt að finna  https://www.youtube.com/watch?v=68tNnY7TKhw). Fleiri upplýsingar fyrir nemendur og foreldra er að finna á vefsíðu umboðsmanns barna https://barn.is/. Endilega kíkið á þetta og ræðið við foreldra/börn.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 21. ágúst 2015

Tónlistarskóli Ísafjarđar auglýsir- Tónlistarnám á Ţingeyri

Nemendur frá síđasta ári.
Nemendur frá síđasta ári.
1 af 3

Innritun í tónlistarnám á Þingeyri verður þriðjudaginn 25. ágúst kl. 16-18 í húsnæði Tónlistarskólans í Félagsheimilinu. Píanóleikarinn Tuuli Ráhni verður deildarstjóri og aðalkennari útibús Tónlistarskóla Ísafjarðara á Þingeyri í vetur eins og undanfarin ár.

 

Námsframboð er fjölbreytt: píanó, hljómborð, harmóníka, blokkflauta, þverflauta, gítar, bassi, trommur, dægurlagasöngur f.börn og fleira.

Nánari upplýsingar í síma 450 8340 (skrifstofan) og 864 5286 (Tuuli) og á www.tonis.is

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 5. ágúst 2015

Skólasetning- athugiđ breytt tímasetning kl.10

Ábyrgđ, virđing, samheldni & GLEĐI
Ábyrgđ, virđing, samheldni & GLEĐI

 

Grunnskólinn á Þingeyri verður settur föstudaginn 21. ágúst kl. 10:00. Sama dag eru viðtöl með hverjum og einum nemanda og foreldrum/forráðamanni. Viðtalstímum verður dreift af umsjónarkennara upp í stofu. Nemendur í 6. og 7. bekk eru svo á leiðinni í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði 24.-28. ágúst. Upplýsingar og skipulag ferðarinnar verður sent heim þegar nær dregur. Skóladagatal má finna á greininni hér til hliðar. Skólinn gefur ekki út innkaupalista en samkvæmt grunnskólalögum skulu skólar útvega nemendum gögn til náms. Nemendur þurfa að eiga skólatösku og viðeigandi klæðnað fyrir sund og íþróttir.

 

Hlökkum til að hitta ykkur og hefja skólaárið 2015-16 Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 27. maí 2015

Tónlistarskólinn- frétt

Tuuli Rahni međ nemendum tónlistaskólans áŢingeyri veturinn 2014-15 (allt stelpur ;) Mynd: E.H.
Tuuli Rahni međ nemendum tónlistaskólans áŢingeyri veturinn 2014-15 (allt stelpur ;) Mynd: E.H.

Sigríður Ragnarsdóttir skrifaði eftirfarandi frétt eftir Vortónleika tónlistaskólans sem birtist á skutull.is:

Tónlistarnemar á Þingeyri héldu velheppnaða tónleika í Félagsheimilinu í gær. Þessi fámenni en frábæri hópur fluttu þarna rúmlega klukkustundarlanga dagskrá og stóðu sig öll framúrskarandi vel. Dagskráin var afar fjölbreytt, lög frá ýmsum tímum og löndum, leikið var á blokkflautu, gítar og píanó, en líka sungu margir nemendanna. Í lokin lék svo hljómsveit nemenda skemmtilegt lag. Það er tónlistarkennarinn Tuuli Rähni, sem útsetti og æfði öll lögin, auk þess sem hún skipulagði og undirbjó þessa skemmtilegu tónleika.

 

Við erum svo heppin að nemendur ætla að leika nokkur þessara atriða á skólaslitunum. Við þökkum Tuuli Rahni fyrir samstarfið í vetur og hlökkum til næsta Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 26. maí 2015

Skólaslit 2015

1 af 2

 Senn líður að skólaslitum Grunnskólans á Þingeyri. Föstudaginn 29.maí 2015

kl 15:00 ljúkum við skólaárinu við hátíðlega athöfn í kirkjunni. Nemendur, starfsfólk, foreldrar og aðrir hjartanlega velkomnir. Eftir athöfnina í kirkjunni verða kvennfélagskonur með sína árlegu og dásmlegu kaffisölu í Félagsheimilu.

 

Klukkan 16:00 opnum við skólann okkar þar sem nemendur sýna vinnu sína sem þeir unnu að skólaárið 2014-2015. Sýningu lýkur klukkan 17:30 og þá geta nemendur tekið vinnuna sína með sér heim. Nemendur er beðnir um að koma með muni sína í skólann á miðvikudaginn og fimmtudaginn.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 6. maí 2015

Minnum á reiđhjólahjálma

Stefanía skólastjóri afhenti hjálmana
Stefanía skólastjóri afhenti hjálmana
1 af 3

Smile 

 Lóan er komin og flestir búnir að taka hjólin sín út úr geymslunni. Rakel hjúkrunarfræðingur kom í heimsókn um daginn og var með fræðslu fyrir nemendur um hlífðarhjálma og minnti á nauðsyn þeirra. Í dag fengu nemendur í fyrsta bekk afhenta hlífðarhjálma sem er liður í átaki eimskips um mikilvægi hjálma þegar maður hjólar. Hjálmarnir nýtast líka þegar maður er á hjólabretti, línuskautum, hlaupahjóli og jafnvel á skíðum/bretti eða hestbaki. Munið hvernig fór fyrir egginu, höfuðkúpan okkar er eins og eggjaskurnin. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 29. apríl 2015

Foreldrafélagsgjöldin

Viljum minna á félagsgjald foreldrafélagsins. Reikningsupplýsingar eru:

banki 0154-05-400174
kennitala: 441005-0670

 

Foreldrafélagið tekur þátt í mörgum verkefnum á skólaárinu, ef allir muna eftir því að greiða gjöldin verður félagið öflugra og getur þar af leiðandi styrkt skólastarfið enn frekar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 20. apríl 2015

Íţróttaskóli H.S.V. og fótboltaćfingar Höfrungs

Áfram áfram Höfrungur
Áfram áfram Höfrungur

Við viljum koma á framfæri að íþróttaskóli HSV er á mánudögum og fimmtudögum fyrir nemendur í 1. -4. bekk. Athugið breytta tímasetningu kl. 17:10- 18:00 í stað 18:10-19:00 báða dagana.

 

Nú er vorið komið og æfingum í fótbolta hefur verið fjölgað. Helgi Snær sér um æfingarnar.

Mán. kl. 18-20, þri. kl. 17:10-19, mið. kl. 18.-20, fim. kl. 18-20. Áhersla er lögð á tækni og þolæfingar ásamt því að efla styrk. Markmið æfinganna er fyrst og fremst að hafa gaman og að hver og einn geri sitt besta.

Allir nemendur í 5.-10. bekk eru hvattir til að mæta Wink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 6. apríl 2015

Allt tekur enda- líka páskafríiđ

G.Ţ. í páskabúning (myndin tekin á páskadag 2015)
G.Ţ. í páskabúning (myndin tekin á páskadag 2015)

Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. apríl. Vonum að allir hafi átt gott frí og hlaðið "batteríin" í fríinu ásamt því að borða mikið af súkkulaði og góðum mat. Hlökkum til að hittast og klára svo þessa tvo stuttu mánuði sem eftir eru af vorönninni (sjá skóladagatal). Nú fer vorið að koma og skemmtilegir viðburðir tengdir því nálgast.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 25. mars 2015

Árshátíđ G.Ţ. - jafnrétti og brćđralag

Perur ađ verđa klárar í slagin
Perur ađ verđa klárar í slagin
1 af 3

Fimmtudaginn 26. mars er Árshátíð Grunnskólans á Þingeyri. Fyrirkomulag er með hefðbundnu sniði þ.e. fyrri sýning sem hefst kl. 10:00 með þátttöku leikskólabarna. Nemendur mæta í Félagsheimili kl. 9:00. Boðið verður upp á ávexti í hléi. Seinni sýning hefst kl. 19:30. Nemendur mæta kl. 18:30 í Félagsheimilið. 10. bekkur verður með sjoppu í hléi.

Aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri. Grunn-, og leikskólabörn fá frítt.

 

Öll námstigin sýna ástsæla leikverkið Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttir. Verkið fjallar um viðkvæm málefni á borð við einelti og jafnrétti. Nemendur hafa komið verulega á óvart með leik, söng og sköpun. Hlökkum til að sjá ykkur öll á árshátíð.

« 2025 »
« Apríl »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón