Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 2. október 2015
Skólahlaupið verður 5. okt
Mánudaginn 5. okt ætlum við að stefna á að hlaupa Norræna skólahlaupið. Ef veður verður metið vont verður því frestað. Hlaupið verður ræst kl. 10:15 frá kirkjunni. Allir fá ávexti eftir hlaup og fara svo í sund. Íþróttir samkvæmt stundatöflu falla því niður þennan dag. Allir þurfa að koma með eða vera í íþróttafötum sem henta vel í útihlaup og hafa meðferðis sundföt og handklæði. Vegalegndirnar eru 2,5 km fyrir yngstu nemendurnar, 5 km og 10 km fyrir mið,-og elstastig.
Allir eru velkomnir til að taka þátt í þessum viðburði með okkur
Nánar má lesa um skólahlaupið á vef Í.S.Í