Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 19. janúar 2016

Þorrablót G.Þ. 2016

Svið, slátur, hangikjöt og sviðasulta er matur sem við fáum af kindinni
Svið, slátur, hangikjöt og sviðasulta er matur sem við fáum af kindinni

Þorrablót Grunnskólans á Þingeyri verður haldið í sal skólans föstudaginn 22. janúar – kl 18:00 til 20:30 fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans. Verð er 200kr á mann.

Allir koma með sinn mat í skólann a.m.k. 2 tegundir af þorramat (og annað sem manni þykir gott) og drykk (má koma með gos).

Valin verða Halur og Snót kvöldsins.  Titilinn hljóta drengur og stúlka sem hafa mesta úrvalið af þorramat og borða hann.

Nemendaráð sér um dagskrána á borðhaldinu og þau lofa spennandi dagskrá. 

Að borðhaldi loknu hefst diskótek í umsjón

dJ. Óðins og dJ. Jeremy fyrir alla gesti kvöldsins og stendur til kl.20:30.  

-   Komum saman, skemmtum okkur og verum glöð. 

 

Kv. Nemendaráðið

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 8. janúar 2016

Lestrarátal Ævars vísindamanns

1 af 2

Átakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1. - 7. bekk lesa fylla þau út svokallaða lestrarmiða (sem nemendur geta fengið hjá kennurum og starfsfólki skólans). Foreldri eða kennari kvitta á hvern miða og svo verður miðinn settur í lestrarkassa (kassinn er staðsettur á milli yngsta,-og mið stigs).

Í lok átaksins verða miðarnir sendir til Heimilis og skóla, en starfsfólkið þar munu sjá um að taka við þeim. Því fleiri bækur sem börnin lesa því fleiri miða eiga þau í pottinum. Það skiptir engu máli hvort bókin sem er lesin sé löng eða stutt, teiknimyndasaga, Myndasögusyrpa eða skáldsaga - bara svo lengi sem börnin lesa.

Sömuleiðis skiptir tungumálið sem bókin er á ekki máli. Bækurnar mega vera á íslensku, dönsku, frönsku, pólsku, japönsku, ensku osfrv. - bara svo lengi sem börnin lesa.

Í lok átaksins dregur Ævar út nöfn fimm barna og fá þau í verðlaun að verða persónur í nýrri ævintýrabók sem hann er að skrifa (Bernskubrek Ævars vísindamanns 2: Árás vélmennakennaranna) sem kemur út með vorinu hjá Forlaginu - svo það er til mikils að vinna.

Þetta er lestrarátak gert af bókaormi, til að reyna að búa til nýja bókaorma - en það er dýrategund sem má alls ekki deyja út.

Minnum einnig á heimasíðu Ævars, þar má finna margvíslegan og skemmtilegan fróðleik: http://www.visindamadur.com/

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 6. janúar 2016

Gleðilega álfagöngu í kvöld

Frá þrettándanum 2015
Frá þrettándanum 2015

Veðrið er nú ekki það skemmtilegasta til að halda uppá þrettándann en stemningin var nú þó sú hér í morgun að flestir ætluðu að fara út að ganga sem álfar eða tröll í kvöld. Nemendur þurfa því ekki að mæta í fyrstu 2 tímana í fyrramálið eins og undanfarin ár. Kennsla hefst kl. 10 samkvæmt stundaskrá. Það á þó ekki við nemendur á elsta stigi þar sem þeir eru að fara á fyrirlestur um alnæmi í G.Í.

 

Vonum að veðrið lagist fyrir álfana og tröllin sem ætla að ganga í hús og syngja fyrir gotteríi eða nesti áður en þau halda heim í fjöll og hóla eftir jólin.

 

Ath. að blysförinni sem björgunarsveitin og íþróttafélagið standa fyrir hefur verið seinkað til sunndagsins 10. janúar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 5. janúar 2016

Gleðilegt nýtt ár

Frá áramótabrennu á Þingeyrarodda 2015
Frá áramótabrennu á Þingeyrarodda 2015

Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir árið sem var að líða.

Það sem er framundan í skólastarfinu er undirbúningur fyrir námsmat (í lok janúar) og "nýtt" lestarátak en 1.-7. bekkur tekur þátt í lestarátaki Ævars vísindamanns sem hófst núna 1. janúar og stendur til 1. mars. Ævar dregur út 5 vinningshafa eftir átakið og í verðlaun er að vera persóna í bók sem hann er að skrifa (átakið er á landsvísu). Eitt markmið Ævars með átakinu er að passa að lestarhestar deyji ekki út og við ætlum að nýta okkur það við að ná okkar markmiðum í lestri. Stærðfræðin og meiri vinna tengd henni mun einnig bætast við á öllum stigum bæði heima og í skólanum.

Gangi ykkur vel og munið að nýta tímann ykkar velWink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 22. desember 2015

Gleðileg jól

Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Starfsfólk skólans óskar öllum gleði og firðar um jól og farsældar á komandi ári. Árið er búið að vera lærdómsríkt og fullt af skemmtilegum viðburðum. Hlökkum til þess að læra meira og meira.

 

Skólastarf hefst aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 14. desember 2015

The hour of code - Forritun

Á þessari mynd sér maður hvernig verkefnið dreifist um allan heim
Á þessari mynd sér maður hvernig verkefnið dreifist um allan heim
1 af 3

Nemendur á miðstigi tóku þátt í verkefninu THE HOUR OF CODE í síðastu viku með ágætis árangri.

 

The Hour of Code er alþjóðleg hreyfing um tölvunarfræði, sem nær til tugum milljóna nemenda í 180+ löndum. Markmiðið er að tugir milljóna nemenda takast á við að kóða( forrita) í klukkutíma  dagana 7. – 13. desember 2015 í tilefni Computer Science Week (Viku tölvunarfræðinnar), þ.e. hver nemandi fær klukkutíma kynningu á að kóða og lærir grunnatriði þess. Tölvunarfræði eflir rökfræði, hæfni til að leysa vandamál og sköpunargáfu nemanda.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 10. desember 2015

Rauður dagur

Muna að mæta í einhverju rauðu 😉
Muna að mæta í einhverju rauðu 😉

Við viljum minna á Rauðadaginn á morgunn föstudaginn 11. desember kl. 10:15- 12:00.

Nemendur bjóða upp á "jólalegar" veitingar ásamt því að sýna afrakstur sinn af vinnu sinni í áhugasviði. Nemendur eru hvattir til þess að mæta í einhverju rauðu. Allir foreldrar, ömmur, afar og aðrir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 9. desember 2015

Aðventa-að koma

"að koma" og notaleg stund

Á aðventunni höldum við í skólanum í þá hefð að kveikja á kertunum á aðventukransinum okkar. Í dag kveiktum við á tveim kertum, Spádómakertinu og Betlehemkertinu. Stundin var mjög notaleg og nemendur og starfsmenn sungu saman "sal" við gítar undirspil sem Nonni sá um og skipulagði. Næsta þriðjudag kveikjum við svo á þriðja kertinu sem er Hirðakertið. Nemendur og starfsfólk verður komið í jólafrí þegar við ættum að kveikja á Englakertinu en við kveikjum á því og syngjum meira á "Litlu jólunum" sem verða 18. desember sem er jafnframt síðasti dagur fyrir jólafrí.

 

Haldið áfram að eiga notalega aðventu

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 8. desember 2015

Skólinn verður opinn en......

Veðurspá mynd á hádegi 8. des, á að ganga niður
Veðurspá mynd á hádegi 8. des, á að ganga niður

Starfsfólk Ísafjarðarbæjar kappkostar að halda stofnunum opnum, en búast má við að skólastarf verði að einhverju leyti óhefðbundið. Viljum við hvetja foreldra til að taka enga áhættu varðandi færð og veður, enginn þarf að hafa áhyggjur af mætingarskyldu í skólum í dag. Skólabíllinn verður ekki á ferðinni í dag sem og kennarar sem búa í sveitinni koma ekki í skólann fyrr en veðrinu slotar.

Miðstig er með stærðfræðihefti heima sem þau geta unnið í heima. Aðrir nemendur eru hvattir til að vinna í efni sem þau eru með. Hægt er að finna efni á náms.is sem þau þekkja öll ef netið hangir inni. 

Ef það er rafmagnslaust og/eða netið úti er vara sími skólans 891-8359!

Veðurofsa kveðjur

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. desember 2015

Vegna óveðurs- upplýsingar

Þetta er mynd af veðurspá kl. 6 þriðjudaginn 8. desember
Þetta er mynd af veðurspá kl. 6 þriðjudaginn 8. desember

Vegna mjög slæmrar veðurspár er ágætt að eftirfarandi upplýsingar séu birtar á heimasíðunni okkar.

Skólahald er ekki fellt niður vegna veðurs nema brýna nauðsyn beri til. Þá er það tilkynnt í RÚV (Rás 1 og Rás 2), Bylgjunni og á heimasíðu skólans svo fljótt sem verða má. Telji forráðamaður nemanda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slíkt þarf að tilkynna með því að hringja í skólann. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er yngstu nemendum ekki hleypt heim og krafa gerð um að foreldrar sæki börn sín eða tryggi örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf. Varðandi skólabíl fyrir sveitina, þá metur bílstjóri  ástandið í þeim tilvikum sem skólastarfi er ekki formlega aflýst. Ef þeir telja akstur ótryggan eða varhugaverðan og heimferð e.t.v. í óvissu þá hafa þeir sambandi við sitt fólk og skólann.

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón