Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 8. desember 2015

Skólinn verður opinn en......

Veðurspá mynd á hádegi 8. des, á að ganga niður
Veðurspá mynd á hádegi 8. des, á að ganga niður

Starfsfólk Ísafjarðarbæjar kappkostar að halda stofnunum opnum, en búast má við að skólastarf verði að einhverju leyti óhefðbundið. Viljum við hvetja foreldra til að taka enga áhættu varðandi færð og veður, enginn þarf að hafa áhyggjur af mætingarskyldu í skólum í dag. Skólabíllinn verður ekki á ferðinni í dag sem og kennarar sem búa í sveitinni koma ekki í skólann fyrr en veðrinu slotar.

Miðstig er með stærðfræðihefti heima sem þau geta unnið í heima. Aðrir nemendur eru hvattir til að vinna í efni sem þau eru með. Hægt er að finna efni á náms.is sem þau þekkja öll ef netið hangir inni. 

Ef það er rafmagnslaust og/eða netið úti er vara sími skólans 891-8359!

Veðurofsa kveðjur

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. desember 2015

Vegna óveðurs- upplýsingar

Þetta er mynd af veðurspá kl. 6 þriðjudaginn 8. desember
Þetta er mynd af veðurspá kl. 6 þriðjudaginn 8. desember

Vegna mjög slæmrar veðurspár er ágætt að eftirfarandi upplýsingar séu birtar á heimasíðunni okkar.

Skólahald er ekki fellt niður vegna veðurs nema brýna nauðsyn beri til. Þá er það tilkynnt í RÚV (Rás 1 og Rás 2), Bylgjunni og á heimasíðu skólans svo fljótt sem verða má. Telji forráðamaður nemanda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slíkt þarf að tilkynna með því að hringja í skólann. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er yngstu nemendum ekki hleypt heim og krafa gerð um að foreldrar sæki börn sín eða tryggi örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf. Varðandi skólabíl fyrir sveitina, þá metur bílstjóri  ástandið í þeim tilvikum sem skólastarfi er ekki formlega aflýst. Ef þeir telja akstur ótryggan eða varhugaverðan og heimferð e.t.v. í óvissu þá hafa þeir sambandi við sitt fólk og skólann.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 4. desember 2015

Jólaföndur foreldrafélags G.Þ.

Fallega skreytur jólagluggi í skólanum
Fallega skreytur jólagluggi í skólanum

Hið árlega jólaföndur verður haldið í Grunnskólanum á Þingeyri sunnudaginn 6. desember kl. 13-16.

Laufabrauðið verður á sínum stað og kostar 100 kr. stk.  Einnig verður hægt að skreyta piparkökur, föndra snjókarl og fleira (verð 200-1200 kr.) Posi á staðnum.

 

Minnum á að gott er að taka með sér hnífa og laufabrauðsjárn ef maður á til að skera laufabrauðið.

9.-10. bekkur verður með veitingar til sölu vegna fjáröflunar á skólaferðalagi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalegan dag saman.

 

Með jólkveðja

Foreldrafélag G.Þ.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 1. desember 2015

Venus, Júpiter og Mars sjást á morgunhimni í desember

Falleg mynd af áhugasömum nemendum að skoða morgunhimininn
Falleg mynd af áhugasömum nemendum að skoða morgunhimininn

Krakkarnir í Grunnskólanum á Þingeyri nýta stundum frímínúturnar í stjörnuskoðun. Og gaman að segja frá því að Venus, Júpiter og Mars sjást á morgunhimni í desember. Krakkarnir í G.Þ. eru svo  heppnir að hafa Nonna með sér úti sem fræðir þau um stjörnurnar og kennir þeim á stjörnukíkirinn sem skólinn á. Á myndinni sjást áhugasamir nemendur kíkja á Venus sem sást greinileg á mánudagsmorgun.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 27. nóvember 2015

Skreytingardagur 30. nóvember

2. bekkur 27. nóv. 2015
2. bekkur 27. nóv. 2015
1 af 2

Mánudaginn 30. nóvember verður skreytingardagur í skólanum. Nemendur þurfa því ekki að mæta í íþróttir og sund. Gott væri ef nemendur sem geta taki með sér heftara og það má líka hafa límiða og skrautliti til að gera jólakort.

 Óskum ykkur góðrar helgar og minnum ykkur á að kveikt verður á jólatrénu kl. 16 á laugardaginn 28. nóvember.

Með fréttinni fylgja myndir af 2. bekk sem voru að búa til "hollar" kókoskúlur í heimilsfræði í morgun úr uppskriftarbók Latabæjar Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 20. nóvember 2015

Dagur íslenskrar tungu

1.-2. bekkur með flutting á Hafið bláa hafið
1.-2. bekkur með flutting á Hafið bláa hafið
1 af 4

Mánudaginn 16. nóvember sl. var dagur íslenskrar tungu. Þá lauk formlegu lestrarátaki sem hefur staðið yfir í um 4 vikur. Í tilefni dagsins komu nemendur og starfsfólk skólans saman "á sal" þar sem hvert stig var með atriði. Yngsta stig fór flutti "Hafið bláa hafið" á skemmtilegan hátt og voru nemendur búnir að krifja vísuna og teikna myndir tengdri hverri setningu sem þeir notuðu við fluttninginn. Nemendur á mið stigi fluttu "lýsingarorða" sögu. Þeir voru búnir að búa til sameiginlega sögu og voru svo með lýsingarorða pott og drógu orð í söguna og lásu upp. Nemendur á elsta stigi fóru með ljóð um Finnboga og Felix þar sem lögð var áhersla á mismunandi túlkun og innlifun. Starfsfólk skólans söng ljóð Jónasar Hallgrímssonar (afmælisbarnsins) Stóð ég út í tunglsljósi.

Rúsínan í pylsuendanum var svo úrslit um nafn á dagbókina okkar. Núna skráum við heimalestur, áform og fleira í "GULLIÐ" en nafnið þótt besta tillaga sem barst samkvæmt dómnefnd.

Þökkum fyrir notalega stund og skemmtilega :)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 11. nóvember 2015

Starfsdagur og vetrarfrí

Á morgun fimmtudag 12. nóv. er starfsdagur. Nemendur þurfa því ekki að mæta í skólann. 13. nóvember er vetrarfrí. Eigið góða "langa" helgi og munið að njóta og hafa gaman af því að vera til. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 6. nóvember 2015

Dagur eineltis

Dagur eineltis er 8. nóvember næst komandi. Nemendaráð í samstarfi við starfsfólk skólans hafa ákveðið að minna á jákvæð samskipti með því að koma í einhverju grænu í skólann mánudaginn 9. nóvember nk.

Jákvæð og uppbyggileg samskipti láta okkur líða vel. Í stefnu skólans er lagt m.a. áherslu á samheldni og henni höfum við náð þegar við finnum að við erum hluti af hópnum. Ný og uppfærð eineltisáæltun er á tenglagreininn hér til vinstri.

 

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 3. nóvember 2015

LÆSI ER LÍFIÐ SJÁLFT - SÚPUFUNDUR

yndislestur=góð stund
yndislestur=góð stund

Verkefnastjórar þjóðarátaks í læsi hafa boðað læsisráðgjafa hingað vestur. Þeir munu heimsækja  Grunnskólann á Þingeyri fimmtudaginn 5. nóvember næst komandi.

Kl. 13-13:30 er foreldrum boðið á súpufund með ráðgjöfunum „á sal“ skólans.

Vonum að við sjáum sem flestaWink

 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á eftirfarandi slóð:

http://www.menntamalaraduneyti.is/media/hvitbokargogn/l3.-Adgerdaaaetlun-Tillogur-verkefnahops.pdf

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 3. nóvember 2015

Starfsáætlun Grunnskólans á Þingeyri

Starfsáætlun má finna hér til vinstri í tenglasafni
Starfsáætlun má finna hér til vinstri í tenglasafni

Starfsáætlun Grunnskólans á Þingeyri hefur verið uppfærð og löguð. Áætlunin er birt hér á heimasíðu skólans. Fræðslunefnd mun fara yfir áætlunina á næsta fundi. Í starfsáætlun skal hver skóli birta stefnu sína samkvæmt aðalnámskrá. Í henni má finna stefnur og markmið starfsins í vetur ásamt almennum upplýsingum um skólahaldið. Einnig eru að finna í áætluninni hinar ýmsu áætlanir, skólareglur og fleira. Við hvetjum foreldra og eldri nemendur til að renna yfir þetta og koma með athugasemdir ef einhverjar eru. Stefna skólans er einnig unnin útfrá skólastefnu bæjarfélagsins.

Minnum einnig á eineltisáætlunina en hana er hægt að finna ásamt starfsáætlun á tenglagreininni hér til vinstri Smile

Það er mjög mikilvægt að allir skilji hugtakið einelti á svipaðan hátt. Skilgreining skólans á einelti:  einelti er langvarandi ofbeldi, líkamlegt og/eða andlegt sem stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að ákveðnum einstaklingi eða jafnvel einstaklingum. Atferlið er endurtekið og sá sem fyrir eineltinu verður er ekki fær um að verja sig. Tilviljanakennd stríðni,

átök og ágreiningur milli jafningja telst ekki til eineltis.
Eitt helsta markmið skólans er að öllum líði vel í skólanum og að þar ríki gleði  Laughing
« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón