Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 20. október 2015
TF-SYN þyrla landhelgisgæslunnar
Sl. fimmtudag hlupu nemendur út í glugga þar sem mikill hávaði vakti athygli þeirra. Nemendur horfðu á þyrlu landhelgisgæslunnar TF-Syn lenda á ytri bryggjunni. Spenningurinn var gífurlegur enda sjaldgæf sjón á Þingeyri. Eftir mat fengu kennarar grænt ljós um að fara niður á bryggju með nemendum til að skoða þyrluna betur en þyrluflugmennirnir voru meira en til í að taka á móti okkur. Ánægja og gleði skein úr hverju andliti ekki bara nemenda heldur starfsfólks líka. Meðfylgjandi myndir lýsa stemningunni enn frekar