Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 18. mars 2016

Gleðilega Páska

Páskakanína eftir Nönnu Björg í 1. bekk
Páskakanína eftir Nönnu Björg í 1. bekk
1 af 7

Nú er að hefjast kærkomið páskaleyfi í skólanum. Það er búið að vera mikið fjör í kringum árshátíðina sem haldin var núna 17. mars sl. Nemendur á öllum stigum stóðu sig frábærlega og ekki annað hægt að heyra á foreldrum og gestum sýninganna að þeir hafi skemmt sér konunglega. Einnig eiga kennarar og Guðrún og Jón kærar þakkir skilið fyrir alla þjálfun og aðstoð. Það er ómetanlegt fyrir skólastarfið að vera ríkt af skapandi fólki, ungum og öldnum . Einnig þökkum við Leikskólanum Laufás og flottustu indíjánunum fyrir frábært atriði Smile

 

Í morgun spiluðu allir PáskaBingÓ "á sal" stemmninguna má sjá á meðfylgjandi myndum. Markmið leiksins var að hafa gaman saman og samgleðjast með þeim sem vinna.

 

Skóli hefst aftur eftir páskaleyfi 29. mars samkv. stundaskrá.

Gleðilega páska

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 16. mars 2016

Árshátíð G.Þ. 17. mars

Kóngur, drottning, prinsessa og prins koma m.a. fram í leikritinu Froskaprinsinn
Kóngur, drottning, prinsessa og prins koma m.a. fram í leikritinu Froskaprinsinn
1 af 3

Árshátíð G.Þ. 2016 verður fimmtudaginn 17. mars. Fyrri sýning verður kl. 10, Leikskólinn Laufás verður með atriði og boðið verður upp á ávexti í hléi. Seinni sýning verður kl. 20, elsta stig verður með sjoppu í hléi, ágóði rennur í ferðasjóð þeirra. 

Þemað í ár er ævintýri með dass af gríni og alvöru. Hvert stig er með "sitt" atriði og lögð er áhersla á að hafa gaman og vinna saman=gleði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyri er 1500kr 16 ára og eldri 😀

Upplýsingar um mætingar nemenda senda umsjónakennarar í tölvupósti.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 9. mars 2016

Árshátíðarundirbúningur

Ævintýratré gerð klár af kátum stelpum á miðstigi
Ævintýratré gerð klár af kátum stelpum á miðstigi
1 af 5

Árshátíð G.Þ. verður 17. mars nk. og því mikið um að vera þessa dagana í skólanum. Nú eru nemendur að æfa leikrit, hvert stig fyrir sig. Ákveðið hefur verið að annað hvert ár skuli vera sett upp eitt stykki allir saman til skiptist við það fyrirkomulag að hver námshópur sýni "sitt" stykki. Með þessi teljum við að líkur á því að hver og einn njóti sín og takist á við fjölbreytileg verkefni aukist. 

Í morgun hófst leikmyndavinna og því mikið líf og fjör um allan skóla þar sem nemendur nutu sín í teikningu og málun. Einnig sjá nemendur um að hanna auglýsingar og aðgöngumiða. Meðfylgjandi myndir sýna best stemninguna. Undanfarin ár hafa árshátíðar leikritin snúist um samskipti með áherslu á samheldni. Í ár ætlum að að leggja áherslu á að halda í samheldnina og bæta við gleði. Þemað í ár er ævintýri og grín Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. mars 2016

Stóra upplestarkeppnin

Bríet og Hanna að fara að keppa á Flateyri :)
Bríet og Hanna að fara að keppa á Flateyri :)
1 af 2

Fimmtudaginn 3. mars sl. fór fram úrslitakeppnin í Stóru upplestarkeppninni á Ísafirði. Fulltrúi í keppninni fyrir hönd G.Þ. var Bríet Vagna Birgisdóttir. Bríet var valin í keppnina fyrir hönd skólans í "litlu" upplestrarkeppninni" sem haldin var á Flateyri 29. febrúar sl.

Að þessu sinni voru það 11 nemendur úr 7. bekk sem tóku þátt í hátíðinni, þ.e 1 frá Flateyri, 1 frá Þingeyri, 1 frá Suðureyri, 3 frá Bolungarvík og 5 frá Ísafirði. Efnið sem nemendur lásu var brot úr sögu eftir Bryndísi Björgvinsdóttir og ljóð  eftir Guðmund Böðvarsson. Dómnefnd valdi  þrjá bestu upplesarana og veittu  þeim verðlaun.  

Krakkarnir stóðu sig allir með stakri prýði. Sigrún Jóhannsdóttir frá Grunnskóla Önundarfjarðar sigraði í keppninni og óskum við henni til hamingju með sigurinn. Keppnin er orðin hluti af skólastarfinu og er liður í því að efla og bæta lestur og framsögn. Stóra upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði árið 1996 og er því  orðin 20 ára.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 23. febrúar 2016

Yndisleg gjöf frá Kvenfélaginu Von

Fjórir nemendur á yngsta stigi komast fyrir á einum Fatboy
Fjórir nemendur á yngsta stigi komast fyrir á einum Fatboy
1 af 5

Í byrjun febrúar fékk skólinn frábæra og veglega gjöf frá Kvenfélaginu Von. Þar sem allir nemendur eru búnir að vera duglegir að bæta sig í lestri og skólinn að skipuleggja hvert lestrarátkið eftir öðru kemur sér vel að bæta aðstöðu til lestursins og gáfu kvenfélagskonur staðarins skólanum 3 FatBoy sem eru grjónapúðar sem nýtast á marga vegu, hægt er að liggja á þeim og sitja á margan hátt allt eftir stærð einstaklinga.

Skólinn, sérstaklega nemendur og líka starfsfólk þakkar aftur kærlega fyrir stuðninginn sem á án efa eftir að nýtast vel í skólastarfinu ásamt því að lestarhestar bæti sig meira og lesi miklu meira :)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 20. febrúar 2016

Listasmiðjur í G.Þ. og listasýningin Vegna veðurs

Auglýsing listasýningar
Auglýsing listasýningar
1 af 2

Í síðustu viku fengum við nokkra listamenn sem unnu með mismunandi hópum eftir aldri í listasmiðjum.

Nemendur í 1-7. bekk breyttu kennslustofu í myndavél með það að markmiði að fá nemendur til að skilja grunninn í ljósmyndun. Síðan vöru klippt saman í vídeóverk, ljósmyndir og/eða videó inn í teikningar sem nemendur unnu. Verkið í heild verður frumsýnt á listasýningunni Vegna veðurs laugardaginn 20. febrúar eftir kl. 14 (nánari upplýsingar í Simbahöllinni um tímasetningu viðburðar og á facebook síðu Simbahallarinnar). Nemendur í 7-10. bekk unnu lítið heimildarmynda verkefni með spjaldtölvum. Unglingunum var ýtt út að vinna videoportretta um valda einstaklinga í samfélaginu. Mjög skemmtileg stofa sem Haukur (tjaldbúi) sá um. Þriðja smiðjan var fyrir nemendur í 6-10. bekk Hljóð vs óhljóð. " Í gegnum hlustun og spunaæfingar fengu þátttakendur aukinn skilning á ólíkum tegundum hlustunar og hvernig hægt er að greina milli þeirra. Þessi reynsla getur hjálpað þeim að tileinka sér gagnrýnið sjónarhorn á hljóð og opnað sýn þeirra á tengsl hljóðs við ólíka listmiðla" segir listamaðurinn Mykolas sem verður með hljóðleik í kirkjunni á sýningardegi.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 5. febrúar 2016

Handbolti-Handknattsleikdeild Harðar

Hópmynd með þjálfurum
Hópmynd með þjálfurum
1 af 7

Því miður komust Íslendingar ekki áfram á síðasta stórmóti. En við getum þó verið hreykinn af Íslendingnum Dag Sigurðssyni sem kom Þjóðverjum í 1. sætið á Evrópumeistaramótinu um daginn. Síðan skólinn byrjaði eftir áramót hefur áhugi fyrir handbolta aukist og margir nemendur óskað eftir því að spilað verði handbolti í íþróttum. Í gær fimmtudaginn 4. febrúar komu til okkar 2 þjálfarar þeir Grétar og Davíð til að kynna okkur fyrir handboltaíþróttinni og segja okkur frá æfingum sem eru á Ísafirði. Þjálfararnir hittu nemendur í 4.-10. bekk. Nemendur skemmtu sér konunglega í "öðruvísi" íþróttatíma þar sem ýmiss tækniatriði voru kennd. Ef áhugi er fyrir því eru þeir tilbúnir til að koma á Þingeyri 1x í viku með æfingu. Með fréttinni fylgja nokkrar myndir sem Guðrún okkar tók.

 

Takk fyrir komunaSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 4. febrúar 2016

Skólahald vegna veðurs

Vindaspá á hádegi 5. febrúar
Vindaspá á hádegi 5. febrúar

Skólahald er ekki fellt niður vegna veðurs nema brýna nauðsyn beri til. Þá er það tilkynnt í RÚV (Rás 1 og Rás 2), Bylgjunni og á heimasíðu skólans svo fljótt sem verða má. Telji forráðamaður nemanda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slíkt þarf að tilkynna með því að hringja í skólann. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er yngstu nemendum ekki hleypt heim og krafa gerð um að foreldrar sæki börn sín eða tryggi örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf. Varðandi skólabíl fyrir sveitina, þá metur bílstjóri  ástandið í þeim tilvikum sem skólastarfi er ekki formlega aflýst. Ef þeir telja akstur ótryggan eða varhugaverðan og heimferð e.t.v. í óvissu þá hafa þeir sambandi við sitt fólk og skólann.

Ef það er rafmagnslaust og/eða netið úti er vara sími skólans 891-8359!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 2. febrúar 2016

Spennandi fundur fyrir foreldra barna í leikskóla og 1.-4. bekk grunnskóla

Hvernig gefa kennarar og foreldrar börnum forskot á málþroska og tjáningu sem síðar leggur grunn að lestrarfærni og námi?

Fundurinn verður haldinn á 4.hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði þriðju-dagskvöldið 9.febrúar.

Kl: 20:15. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræð-ingur fræðir ummálþroska og framburð og mikilvægi örvunar á þessu sviði.

Sérstaklega verður kynnt aðferðafræði og rannsóknir er tengjast „Lærum og leikum með hljóðin“.
Dæmi sýnd um notkun smáforrita í kennslu og leik heima fyrir.
Efnið hentar mjög vel foreldrum og kennurum leikskóla og yngri aldurs hópum í skóla. Sérstök tilboð verða á efni Lærum og leikum með hljóðin, fyrir áhugasama. Sjá nánar á laerumogleikum.is

Hvernig sköpum við börnum okkar bestu þroskaskilyrði fyrir mál og tal?

 

Skóla-og tómstundasvið Ísafjarðar

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 26. janúar 2016

Námsmatsdagar

Halur og snót, Bjarni Viktor og Ásrós Helga
Halur og snót, Bjarni Viktor og Ásrós Helga
1 af 5

Með hækkandi sól og birtu þreyjum við ekki bara þorrann hér í Grunnskólanum á Þingeyri heldur standa nú yfir námsmatsdagar. Þessa vikuna munu nemendur fara í kannanair sem gefa nemendum, foreldrum og kennurum vísbendingar um námsstöðu hvers og eins. Gefið verður í bókstöfum og hefur námsmat skólans verið að þróast í samræmi við nýja aðalnámskrá grunnskóla. Nánari upplýsingar um námsmat og matsviðmið má finna á greininni hér til hliðar.

 

Þorrablótið var mjög skemmtilegt og fylgja þessari frétt nokkrar myndir frá því. Halur og snót árið 2016 voru Ásrós Helga og Bjarni Viktor. Þorrinn stendur til 20. febrúar og þá tekur tími Góu við.

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón