Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 22. október 2014

Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir, hófst mánudaginn 20. október.

Fyrir okkur öll
Fyrir okkur öll
1 af 10

Í vikunni er kastljósi beint að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lítur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð).
Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi.

Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum.   Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi.  Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan.

heimasíðu Viku 43 www.vika43.is auk þess sem yfirlýsing Viku 43 - 2014 verður send fjölmiðlum og þátttakendum í verkefninu síðar í vikunni.
Áminningaborðar um Viku 43 eru sýnilegar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum á netinu og þannig stuðlað að því að vekja einstaklinga til umhugsunar um mikilvægi samtakamáttar í forvörnum.

Kynningarefni Viku 43 er unnið í samstarfi við Jafningjafræðsluna sem lánaði „fyrirsætur" til verkefnisins. Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga auk fjölmargra annarra frjálsra félagasamtaka foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna.

 

| þriðjudagurinn 21. október 2014

Fundur á miðvikudaginn kl 18:00

Á morgunn miðvikudag kl 18:00 verður haldinn fundur hér í skólanum með bæði leik- og grunnskólanum á Þingeyri. Mjög mikilvægt er að allir mæti. Margrét Halldórsdóttir sviðstjóri skóla- og tómstundarsviðs Ísafjarðarbæjar ætlar að kynna fyrir foreldrum stefnu sem Ísafjarðabær er að marka sér í námi barna okkar. Fyrirmyndin kemur frá Reykjanesbæ og erum við nú þegar byrjuð hér í skólanum. Jafnframt er lögð áhersla á að við gerum stefnuna að okkar og ætlum við að vinna okkur hægt og örugglega áfram að bættum námsárangri barna okkar.

 

Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta á morgunn eru vinsamlegast beðnir um að láta umsjónarkennara vita.

 

Sjáumst hress og kát á mogunn

kveðja starfsfólk Grunnskólans á Þingeyir.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. október 2014

Bleikur-október-bleikur-dagur

Þessi er svolítið mikið bleikur
Þessi er svolítið mikið bleikur
1 af 5

Þann 16. október ætlar nemendaráðið að hafa bleikan dag. Allir, nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í bleikum fötum. Það þarf ekki að vera mikið, gæti verið bleikt naglalakk, slaufa í hárið eða hvað eina bleikt sem ykkur dettur í hug.

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabba-meinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni eru t.d. kirkjur og aðrar byggingar víða um land lýstar upp með bleikum ljósum.

Gleðilegan bleikan dag, kveðja Nemendaráð

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 14. október 2014

Íþróttahátíð "litlu"skólann

Nemendum skipt í hópa
Nemendum skipt í hópa
1 af 3

Sl. fimmtudag fóru nemendur í 1.-7. bekk yfir á Suðureyri ásamt nemendum frá Flateyri og Súðavík. Nemendur skiptust allir niður á mismunandi stöðvar í blönduðum hópum þar sem yngri og eldri unnu saman. Það var farið í limbó, skutlugerð, kókoskúlugerð, bútasaum, dans, íþróttahúsið, kartöflukast og sögugerðarstöð. Allir virtust hafa mjög gaman af og fengu pylsu grillaða af Murikkupönnu áður en haldið var heim aftur.

Kennararnir fóru þennan sama dag á námskeið á Ísafirði þar sem stjórnendur úr Njarðvíkurskóla og Holtaskóla, sem báðir eru í Reykjanesbæ, fóru yfir árangursríka kennsluhætti sem allir skólar í Ísafjarðarbæ ætla að taka upp til að bæta námsárangur.

 

 

| miðvikudagurinn 24. september 2014

Starfsdagur 29.september

Minnum á starfsdaginn sem verður hjá okkur næstkomandi mánudag 29.september en þá er skólinn lokaður. Starfsfólk skólans ætlar að nýta sér daginn til undirbúnings og fræðslu um skólamál. Stafsdagar eru mikilvægir í skólastarfinu og erum við með fimm slíka á ári. Næsti starfsdagur verður svo 17.nóvember.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 23. september 2014

Kálfaskinn og handrit

Skrifað á kálfaskinn
Skrifað á kálfaskinn

Sl. föstudag komu hjónin Svanhildur og Jón í heimsókn á mið,- og efsta stig með fræðslu um handritasöfnun Árna Magnússonar og um gerð handrita. Koffortin þeirra voru stútfull af merkilegum og fjársjóð og nemendur voru mjög áhugasöm og sjálfum sér til sóma. Eftir fræðsluna fengu allir að skrifa með fjaðurstaf og krækiberjableki á alvöru kálfaskinn eða bókfell. Þau koma frá Árnastofnun og þökkum við þeim kærlega fyrir skemmtilega stund.

http://m.youtube.com/watch?feature=youtu.be&v=YlX8qUjJv8o

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 23. september 2014

Haustfundur

Séð inn Dýrafjörð af Mýrarfelli september 2014
Séð inn Dýrafjörð af Mýrarfelli september 2014

Þriðjudaginn 23 september kl 17:30 langar okkur til þess að bjóða ykkur á haustfund með frábæru fólki. Við ætlum aðeins að breyta útaf vananum frá því sem verið hefur og höfum fengið til okkar tvo einstaklinga til þess að vera með fræðslu. Annars vegar verður Jóna Ben með stutta og fræðandi kynningu á Uppbyggingarstefnunni og hins vega ætlar Ragnar frá Skema að koma og vera með fræðandi kennslu fyrir okkur á I-pad. Jóna Ben er hafsjór af góðum gildum sem við vinnum eftir hér í skólanum þar sem Uppbyggingarstefnan kemur við sögu og ætlar hún að leggja til nokkur góð ráð meðal annars í samskiptum okkar og hvernig við leiðbeinum börnunum okkar á uppbyggilegan hátt. Ragnar frá Skema var ráðin til Ísafjarðarbæjar til þess að leiðbeina okkur kennurum við innleiðingu á spjaldtölvum í skólastarfi. Hann ætlar að vera hjá okkur um daginn hér í skólanum og síðan að hitta ykkur foreldranna og vera með með skemmilega innlögn á því hvernig við vinnum með spjaldtölvur í skólastarfi. Í lokinn ætlar hann og umsjónarkennarar unglingstigs að bjóða foreldrum upp í skólastofu og fara betur yfir nýtingu á spjaldtölvum og kynna saming þess efnis að nemendur geti tekið tækin með sér heim til náms og gagns. Umsjónarkennara yngsta stig og miðstigs fara einnig í sínar stofur og eru til viðtals ef einhver hefur áhuga á því. Skólanámskrá og bekkjarnámskrár birtast á vefsíðu okkar jafnt og þétt fram að þriðjudegi. Einnig munum við nota tækifærið til að kjósa í Foreldrafélagið.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 20. september 2014

Norræna skólahlaupið

Lagt af stað, gleði, gleði
Lagt af stað, gleði, gleði
1 af 3

Fimmtudaginn 18. september hlupu nemendur G.Þ. Norræna skólahlaupið en hlaupið er fastur liður í skólastarfi skóla um allt land. Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. 32 nemendur skiluðu af sér saman 185 km (en það er meira heldur en til Ísafjarðar, til baka til Þingeyrar og aftur til Ísafjarðar). Eftir hlaupið fóru allir saman í sund.

 

    Markmið hlaupsins er:

  • Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 18. september 2014

Tónlist fyrir alla

Yndislegi
Yndislegi "Tónlist fyrir alla" salurinn
1 af 3

Tónlist fyrir alla kom og heimsótti skólann miðvikudagsmorguninn 17. september. Tónlist fyrir alla leitast við að bjóða upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur. Boðið er upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.

Hópurinn sem heimsótti okkur að þessu sinni kallar sig TríóPa og samanstendur af söngvurunum Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, Jóni Svavari Jósefssyni barítónsöngvara (sem margir könnuðust við sem meðalljón) og Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. Atriði úr Töfraflautu Mozarts voru á efnisskránni ásamt fleiri skemmtilegum lögum. Gestirnir voru leikrænir með afbrigðum og við skemmtum okkur vel sem á horfðum. Elstu nemendur úr Leikskólanum Laufás komu með kennaranum sínum á tónleikana og ekki annað að sjá en að þau hefðu haft rosalega gaman af.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 17. september 2014

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru var stofnaður þann 16. september árið 2010 af ríkisstjórn Ísland. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og stofnaður til heiðurs því mikla starfi sem Ómar hefur lagt til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran hefur gert en Íslendingar hafa í samspili við eld, ís, misgott veðurfar og öflug sjávarföll byggt hér land. Náttúrufegurð umlykur alla og við lifum af gjöfulum gjöfum hennar. Nemendur á yngstastigi fræddust um sorphirðu og úrgang í tilefni dagsins. Þau horfðu á myndband þar sem þau sáu hvað verður um rusl sem við flokkum annars vegar og hvað verður um rusl sem við nýtum ekki og safnast upp í sjónum. Nemendur voru mjög áhugasamir og fannst merkilegt að hægt væri að búa til efni í peysur úr ruslinu. Þeim fannst líka áhugavert að sjá allt ruslið og hvað menninir voru fljótir að vinna við færibandið:) Miðstigið skellti sér út í góða veðrið og skoðaði umhverfi skólans nánar með plöntur í huga. Þau hafa verið að greina íslenskar plöntur í náttúrufræðitímum. Á degi náttúrunnar notuðu þau tækifærið til að útbúa blómavef úti í náttúrunni (sjá myndir).

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón