Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 25. maí 2016

Íþróttafélagið Vestri-auglýsir

Knattspyrnudeild Vestra býður öllum krökkum á Þingeyri að taka þátt í knattspyrnudeginum og hvetja foreldra til að koma með og kynna sér starfið og fá upplýsingar um starf sumarsins.  Krakkar á Þingeyri eru velkomnir að taka þátt í verkefnum Vestra í sumar hvort sem er æfingar eða keppnir.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga að kynna sér starfið hjá Vestra á laugardaginn 28. maí kl. 10-12 (sjá auglýsingu/mynd).

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 25. maí 2016

Hestaval

Hestar og menn saman fyrir ofan fell
Hestar og menn saman fyrir ofan fell
1 af 9

Námskeiðið var að hluta til bóklegt og hluta til verklegt.

Meðal þátta sem tekin voru fyrir voru: að undirbúa hest rétt fyrir reið, að geta teymt hestinn á múl  eða beisli við hlið sér á feti.  Að geta stigið rétt á og af baki. Að kunna rétt taumhald. Að skilja rétt við hestinn og búnað að reiðtíma loknum og margt fl.

Wouter lánaði nemendum hesta og þökkum við honum fyrir samstarfið. Í síðasta tímanum var svo farið saman í reiðtúr í góðu veðri (með fréttinni fylgja myndir sem Guðrún Snæbjörg tók

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 24. maí 2016

Nemendur á elsta stigi skólaferðalag

1 af 3

Það er nú frekar fámennt í skólanum þessa vikuna. Nemendur á elsta stigi eru þessa daga að skóla sig í blíðu veðri í kóngsins Köbenhavn ásamt umsjónarkennara sínum henni Rakel og Janine sem fór sem foreldri með í ferðina. Það er ekki að heyra annað en að allt gangi vel og allir að skemmta sér konunglega. Þetta er í fyrsta skipti sem 9. og 10. bekkur fara saman og verður því kominn sá háttur á að farið verður í skólaferðalag annað hvert ár til að koma upp skólaferðalagsstemmningu þar sem árgangarnir eru fámennir. Eftir heimskóknir í Tívolí, Bakken og fleira menningarlegt er framundan hjá nemendum kærkomið sumarfrí eftir útskrift og skólaslit sem verða 30. maí nk. kl.16 í kirkjunni. Hlökkum til að heyra af ferðinni þar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 17. maí 2016

Brúum bilið útikennsla

Í lögum og aðalnámskrám leik-og grunnskóla kemur fram að skylt sé að koma á gagnvirkusamstarfi leik-og grunnskóla.

Þar er líka tiltekið að leikskólinn sé fyrsta skólastigið.Tilgangurinn með samstarfinu er að auðvelda barni þá breytingu sem verður á lífi þess þegar það fer úr leikskóla yfir í grunnskóla. Ýmis verkefni eru unnin í samvinnu skólanna og koma nemendur úr leikskóla hingað í skólaheimsóknir ásamt því að nemendur í skólanum taka þátt í verkefnum á leikskólanum. Þetta samstarf köllum við "Brúum bilið". Um daginn var sameiginlegur dagur þar sem nemendur og kennarar hittust úti í náttúrunni. Hugað var að umhverfinu og náttúrunni og farið í göngutúr. Það var ekki mikið vor í lofti en það var allt í lagi krakkarnir og kennarar klæddu sig bara vel og tóku með sér heitt súkkulaði. Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Snæbjörg.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Tvíburar undir sama þaki

Tvíburar 2016 vs.2002 (mynd Erna og Sonja)
Tvíburar 2016 vs.2002 (mynd Erna og Sonja)
1 af 2

Í dag komu skemmtilegir "gamlir" nemendur í heimsókn á elsta stig en systkinin Birna og Dagur Steinarsbörn kíktu inn á gamla skólafélaga og vini. Okkur fannst því gráupplagt að taka mynd af þrennu tvíburapörunum sem eru öll í 10. bekk (Birta og Guðlaugur Daníelsbörn í G.Þ. Caroline og Jeremy Jóhannesarbörn G.Þ og svo Birna og Dagur Steinarsbörn Grunnskólanum á Álftanesi).

Efri hluti myndarinnar var tekin þegar þau voru á leikskólanum Laufás (sjá skemmtilega frétt frétt síðan 2002, 14 ára gamla) en þá voru 5 tvíburar í leikskólanum. Þessir krakkar komu einnig einhvern tíman í sjónvarpið þegar þau voru í 1. eða 2. bekk og höfðu gaman af því að rifja það upp í dag. Þau héldu að það væru 8 ár síðan þau hefði öll verið í skólanum á sama tíma http://www.mbl.is/frettir/innlent/2002/10/31/fimm_por_tvibura_a_leikskolanum_a_thingeyri/

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 26. apríl 2016

Sigga Dögg-Kynfræðsla

1 af 3

Mánudaginn 25. apríl fengum við góða gesti í heimsókn í skólann. Elsta stig Grunnskóla Suðureyrar kíkti í heimsókn og fengu þau ásamt nemendum á elsta stigi hér einkar skemmtilegan fyrirlestur og spjall með Siggu Dögg kynfræðingi. Rætt var um kynlíf, kynhneigð og getnaðarvarnir svo eitthvað sé nefnt. Við hvetjum foreldra til að nýta tækifærið og ræða við börnin sín um fyrirlesturinn og kynlíf almennt.

Takk fyrir komuna Sigga Dögg og nemendur á  SuðureyriSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 20. apríl 2016

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

1 af 2

Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri þakkar nemendum og foreldrum fyrir veturinn, sem og velunnurum og Dýrfirðingum öllum. Það er extra löng helgi vegna starfsdags, sumardags og vetrarfrís. Við hvetjum alla til að njóta upphafs sumars og minnum á heimalestur. Við tekur svo síðasta lotan en það eru bara rúmar 5 vikur eftir af þessu skólaári. 

Gleðilegt sumar Wink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 13. apríl 2016

Sæl eftir skíðadag

Það voru þreyttir en sælir nemendur sem fóru heim úr skólanum sl. mánudag en þá fóru nemendur og starfsfólk skólans á skíði á Skíðasvæði Ísafjarðar. Segja má að þetta hafi verið síðasti séns því snjórinn minnkar hratt í blíðunni þessa daga. Um 130 nemendur og kennarar voru saman á skíðum en dagurinn var sameiginlegur með Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík. Enginn slasaðist, heldur skein gleðin úr hverju andliti sem brosti á móti sólinni annað hvort á sleðum, bretti eða skíðum. Við viljum þakka starfsfólki skíðasvæðisins fyrir frábæra þjónustu og hinum skólunum fyrir daginn. Stemmningin náðist á nokkrum myndum sem fylgja fréttinni ásamt myndbandi sem Jón tók saman af groprovél sem hægt er að skoða hér Laughing

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 8. apríl 2016

Hjólakveðja

Nemendur í 1-7. bekk fengu fræðslu um slysavarnir og hjálma í dag
Nemendur í 1-7. bekk fengu fræðslu um slysavarnir og hjálma í dag
1 af 2

Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.


 

...
Meira
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 6. apríl 2016

Samfélagsfræði, leiklist og sköpun í góða veðrinu

Víkingasvæðið hentar vel við gerð stuttmyndarinnar
Víkingasvæðið hentar vel við gerð stuttmyndarinnar
1 af 3

Veðrið er aldeilis búið að vera fallegt í vikunni og ekki hægt að segja annað en að "vorfílingurinn" sé farinn að kvikna í nemendum Grunnskólans á Þingeyri. Á mánudaginn nýttu nemendur á meiriháttar mið stigi blíðuna til að fara út og taka upp og leika þátt úr Snorra sögu. Nemendur eru að læra um Snorra Sturluson í samfélagsfræði og eru búin að vera fá sýn af uppvaxtarárum og ævintýralegu lífi hans og fólks á miðöldum. Nemendum var skipt upp í 2 hópa sem áttu að leika þátt úr sögu Snorra. Til þess styðjast nemendur við söguna og nota spjaldtölvur. Gaman og spennandi verður að sjá verkefnin Wink

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón