Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði
Nemendur í 6.-7. bekk fóru ásamt umsjónarkennara sínum Sonju í Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði síðustu vikuna í ágúst. Eitt af markmiðum búðanna er að venja nemendur við að búa fjarri foreldrum sínum, sofa á ókunnum stað, sjá um sig, hafa reglu á fötum og farangri og hirða herbergi sitt. Við þetta njóta nemendur tilsagnar kennara síns og starfsfólks búðanna. Markmið búðanna tengjast að öllu leiti markmiðum í starfi grunnskólans og einkum er lögð áhersla á félags,- og uppeldismarkmið.
Aðstaðan í búðunum er til fyrirmyndar og nemendur skemmtu sér vel í leik og starfi á meðan dvölinni stóð. Reykjaskólasnúðarnir voru á sínum stað og stóðust væntingar. Nánar um búðirnar hér