Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 5. september 2017

Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði

Samsöngur, okkar börn í efstu röðinni
Samsöngur, okkar börn í efstu röðinni
1 af 4

Nemendur í 6.-7. bekk fóru ásamt umsjónarkennara sínum Sonju í Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði síðustu vikuna í ágúst. Eitt af markmiðum búðanna er að venja nemendur við að búa fjarri foreldrum sínum, sofa á ókunnum stað, sjá um sig, hafa reglu á fötum og farangri og hirða herbergi sitt. Við þetta njóta nemendur tilsagnar kennara síns og starfsfólks búðanna. Markmið búðanna tengjast að öllu leiti markmiðum í starfi grunnskólans og einkum er lögð áhersla á félags,- og uppeldismarkmið.

Aðstaðan í búðunum er til fyrirmyndar og nemendur skemmtu sér vel í leik og starfi á meðan dvölinni stóð. Reykjaskólasnúðarnir voru á sínum stað og stóðust væntingar. Nánar um búðirnar hér

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón