Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 28. apríl 2017
Hvenær er besti tími dagsins til að ala upp barn?
Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þann 03/05 kl. 20:00 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Forvarnarfræðsla Magga Stef verður með fræðslustund í skólanum ykkar þar sem við finnum svar við þessari spurningu, ásamt því að skoða:
- Uppeldistengd málefni: gildi, hefðir og venjur
- Hvernig við styrkjum tilfinningagreind og sjálfstraust barna
- Kannabisplöntuna (hass/gras/weed/vax/olía) og skaðleg áhrif af neyslu.
- MDMA, Purple Sprite, Kókaín, læknadóp, Blunt, gas, spítt, Spice, K2, Fentanyl, Krókadíl og fleiri efni
Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er gott að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.
Sjáðu hvað aðrir foreldrar hafa sagt um þessa fræðslu: http://maggistef.is/index.php/um-maggistef
Fyrirlesari: Magnús Stefánsson
Vefsíða: maggistef.is
Fjölskylduráðgjafi ICADC/ICPS
Facebook: Forvarnarfræðsla Magga Stef
Tölvupóstfang: magnusstef@simnet.is
Við hvetjum alla foreldra til að mæta á fundinn