Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 8. apríl 2017
Gleðilega páska
Við óskum öllum gleðilegra páska. Á síðasta skóladegi fyrir páskafrí hélt nemendaráð Páskabimgó á sal. Páskabingó er orðin skemmtileg hefð þar sem nemendur þurfa að reyna m.a. á tillitsemi, eftirtekt og að samgleðjast. Það tókst mjög vel að þessu sinni. Kristján Eðvald sá um að snúa "bingóhjólinu" og Ásrós var lesari. Ýmist góðgæti og skraut var í vinning.
Skóli hefst aftur eftir páska leyfi þriðjudaginn 18. apríl. Þá eru 26 skóladagar eftir af þessu skólaári til að sinna verkefnum sem eru ólokin og ná markmiðum 😊