Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 13. desember 2016
- 15. desember Tarzan í íþróttahúsinu kl. 10-12
- 16. desember Rauður dagur
Nemendur koma í einhverju rauðu. Kl. 11-12 er foreldrum, ömmum, öfum og öðrum velunnurum skólans boðið á sýningu á áhugasviðsverkum nemenda. Heitt súkkulaði og smákökur í boði.
Um kvöldið er jóladiskó kl. 20-22 í skólanum fyrir 1.-10. bekk í umsjón nemendaráðs og félagsmiðstöðvar. 7.-10. bekkur halda áfram á féló til 10:30, síðasta féló fyrir jól.
- 19. desember jólabíó og jólamatur
Nemendaráðið í samstarfi við kennara bjóða öllum nemendum í jólabíó „á sal“ kl. 9-11 (athugið sund hjá elsta,- og mið stigi fellur niður).
Jólamatur mötuneytisins_ þeir sem eru ekki í mat geta keypt máltíð á 480 kr. (nemendur koma með pening og greiða sí skólanum).
Yngsta stig ætlar í sund eftir hádegi- muna að koma með sundföt og það má hafa með sér dót (verð örugglega alveg til kl. 14 ofan í).
- 20. desember „Litlu jólin“ kl. 10-12:10
Nemendur mæta í skólann kl. 10 spari klædd með jólalegt nesti (gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskiptin (gjöf sem kostar 500-1000 kr.). Nemendur þurfa ekki að koma með kerti, þeir nota það sem þeir föndruðu á skreytingardaginn.
Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.
Minnum alla á að lesa þó að það séu að koma jól- lestur er lykillinn, lestur er lífið sjálft!
Gleðilega aðventu