Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 30. ágúst 2017
Hjólakraftur-tómstund
Á morgun í TÓMSTUND þurfa þeir sem ætla að hjóla að muna að koma á hjólum í skólann og að sjálfsögðu muna eftir hjálminum á höfuðið. Hægt er að útvega nemendum á elsta stigi hjóli og hjálm að láni. Þeir sem ekki geta hjólað verða í öðrum verkefnum tengdri útvist og hreyfingu á fimmtudögum með Ernu í þessum tímum en Guðrún Snæbjörg sér um Hjólakraft. TÓMSTUND er verkefni í þróun sem á að stuðla að aukinni hreyfingu og möguleiki til að sinna tómstund á skólatíma í samvinnu við Hjólakraft, Höfrung og vonandi fleiri.
Hlökkum til og eigið góðan dag