Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 19. desember 2012

Jólamatur og "Litlu jólin"

19. des
19. des "Jólamatur" ađ hćtti mötuneytisins
1 af 7

Í dag 19. desember borðuðu nemendur og starfsfólk skólans "Jólamat" að hætti mötuneytisins við kertaljós og notalegheit. Maturinn smakkaðist vel og óhætt að segja að tekið var vel til matarins sem var hamborgarahryggur með tilheyrandi meðlæti og súkkulaðikaka og ís í eftirrétt. Ekki amalegt þaðSmile. Eftir matinn fóru eldir nemendur í að skreyta jólatréð fyrir "Litlu jólin sem verða á morgun, 20. desember. Mæting er í skólann kl. 09:30. Akstur heim kl. 11:45.

Það sem nemendur þurfa að hafa í huga er:

 • að mæta í jólaskapi og í betri fötum
 • að heimilt er að hafa meðferðis sparinesti í anda jólanna
 • að hafa meðferðis kerti og kertastjaka svo það verði notalegt í stofunum
 • að taka með sér pakka í pakkaskipti fyrir um 500 kr. hvern pakka.

 Dagskrá litlu jólanna er á þessa leið:

Nemendur byrja daginn inn í sinni stofu með sínum umsjónarkennara þar sem farið er yfir jólakortin, pakkaskipti og eiga þar notalega stund. Allir nemendur koma svo saman á sal og dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. Ef söngurinn heyrist vel er aldrei að vita nema einhverjir gestir renni á hljóðið .........

 

 Starfsfólk G.Þ. óskar nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og

þakkar fyrir ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða

 

Fimmtudagurinn 3. janúar 2013. Skóli hefst aftur eftir jólaleyfi. Nemendur mæta þá kl. 10:00 samkvæmt  stundatöflu.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 17. desember 2012

Heimsókn frá rithöfundi og jólabingó

Lesiđ fyrir nemendur á yngstastigi
Lesiđ fyrir nemendur á yngstastigi
1 af 8

Það er nóg að gera hjá nemendum í G.Þ. Rithöfundurinn Dagbjört Ásgeirsdóttir kom í heimsókn í Grunnskólann á Þingeyri. Dagbjört er leikskólakennari og rithöfundur en hún kom til að hitta krakkana á yngsta stigi og kynna fyrir þeim bók sína Gummi fer á veiðar með afa. Sú bók er fyrsta bókin af fimm í bókaröðinni um þá félaga Gumma og Rebba. Allir höfðu gaman af og vonandi hefur heimsóknin glætt áhuga einhverra á að skrifa og semja sögur.

 

Á föstudaginn komu svo nemendur og kennarar saman á sal skólans í síðasta tímanum og spiluðu "Jólabingó" sem vakti mikla kátínu, sérstaklega þeirra sem unnu til skemmtilegra jólavinninga.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 10. desember 2012

Sungiđ saman á ađventunni

Hefð er fyrir því að nemendur og kennarar kveikji á kertum aðventukransins á sal skólans á mánudagsmorgnum. Á síðasta mánudag kveiktum við á Spádómskertinu og í morgun kveiktum við Betlehemskertinu. Aðventan þýðir koma og allir eru orðnir spenntir fyrir komu jólanna og gleðinni sem þeim fylgja. Aðventan er tími kærleika og með því að koma saman og syngja við kertaljós minnum við hvort annað á það.

 

Skólaráðsfundur var haldin í lok nóvember. Finna má fundagerð fundarins undir tenglinum "Skólaráð" hér til hliðar.

 

Gleðilega aðventu:)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 6. desember 2012

Jólaföndur

 Hið árlega jólaföndur verður haldið í Grunnskólanum á Þingeyri sunnudaginn 9. desember kl. 13:00-16:00.

Laufabrauðið verður á sínum stað og kostar 90 kr. stk. Einnig verður hægt að skreyta piparkökur og mála á tré og keramik (verð frá 150 kr. – 1000 kr.)

Minnum á að gott er að taka með sér hnífa og laufabrauðsjárn til að skera laufabrauðið. Penslar og málning verða á staðnum en fínt fyrir þá sem eiga að taka þá með.

10. bekkur verður með hressingu, kaffi og piparkökur til sölu. Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalegan dag saman.

Með jólakveðju

Foreldrafélag G.Þ.

 Minnum á að kveikt verður á jólatrénu kl. 17 sama dag

 Einnig minnum við fólk að ganga frá greiðslum á foreldrafélagsgjöldum inn á reikning:

0154-05-400174 Kt. 441005 - 0670 (1.500 kr. á heimili óháð barnafjölda)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 4. desember 2012

Skipulagiđ í desember

Miðvikudagur 5. des. Skreytingadagur í skólanum. Þann dag notum við til að búa til jólakort og skreyta glugga og stofur. Hefðbundin kennsla fellur þá niður en tímarammi heldur sér. Nauðsynlegt er að allir nemendur komi með eftirfarandi:

 • Lím og skæri (sumir eiga þessa hluti í skólanum)
 • Auglýsingapésa til að klippa niður í keðjur.
 • Litla heftara og hefti
 • Skrautpennar til að skrifa á jólakort
 • Bútar af jólapappír sem má klippa út og skreyta jólakort með
 • Pappír, límmiða eða annað sem hægt er að nota í jólakortagerð.
 • Skemmtilega jólatónlist og endilega vera með jólasveinahúfur.

Föstudagur 7. des. Jólabíó í boði nemendaráðs á sal skólans kl. 10:30 – 12:00. Að sjálfsögðu verður sýnd jólamynd.

Sunnudagur 9. des. Jólaföndur- og laufabrauðsgerð foreldrafélagsins kl. 13:00 – 16:00. Sérstakt blað verður sent heim með nemendum með öllum upplýsingum.                             

Föstudagur 14. des. Jólabingó fyrir alla nemendur á sal skólans fyrir hádegi. Nemendaráð verður síðan með jóladiskótek fyrir 1.- 7. bekk kl.17:00 - 18:30.

Miðvikudagur 19. des. Jólamatur mötuneytisins. Í hádeginu borða allir nemendur saman jólamat. Nemendum sem ekki eru í mataráskrift er boðið í mat.

 

Fimmtudagur 20. desember.  Litlu jól nemenda. Mæting er í skólann kl. 09:30. Akstur heim kl. 11:45. Það sem nemendur þurfa að hafa í huga er:

 • að mæta í jólaskapi og í betri fötum
 • að heimilt er að hafa meðferðis sparinesti í anda jólanna
 • að hafa meðferðis kerti og kertastjaka svo það verði notalegt í stofunum
 • að taka með sér pakka í pakkaskipti fyrir um 500 kr. hvern pakka.

Dagskrá litlu jólanna er á þessa leið:

Nemendur byrja daginn inn í sinni stofu með sínum umsjónarkennara þar sem farið er yfir jólakortin, pakkaskipti og eiga þar notalega stund.

Allir nemendur koma svo saman á sal og dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. Ef söngurinn heyrist vel er aldrei að vita nema einhverjir gestir renni á hljóðið .........

Litlu jólunum lýkur um kl. 11:45, þegar allir hafa gengið frá í sínum stofum og kvatt sína kennara.

 

Miðvikudagur 3. janúar 2013. Skóli hefst aftur eftir jólaleyfi. Nemendur mæta þá kl. 10:00 samkvæmt  stundatöflu.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 22. nóvember 2012

Skilabođ frá Foreldrafélaginu

"Jólaföndriđ verđur nánar auglýst síđar"

Fimmtudaginn 22. nóvember fór miði með skilaboðum frá Foreldrafélaginu heim með nemendum þar sem eftirfarandi kom fram:

Sunnudaginn 9. desember verður árlegt jólaföndur Foreldrafélags G.Þ. haldið. Síðustu ár hefur verið venja að panta laufabrauð til að áætla hvað þurfi að panta mikið.

Þeir sem ætla að skera í laufabrauð eru beðnir um að gera pöntun sem fylgir auglýsingunni og skila henni aftur í skólann föstudaginn 23. nóvember. Þak er á fjölda brauða, hámark 25 kökur á hvert heimili.

Einnig biðjum við fólk að ganga frá greiðslum á foreldrafélagsgjöldum inn á reikning:

0154-05-400174 Kt. 441005 - 0670

(1.500 kr. á heimili óháð barnafjölda)

Foreldrafélagið tekur þátt í mörgum verkefnum á skólaárinu, ef allir muna eftir því að greiða gjöldin verður félagið öflugra.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 16. nóvember 2012

16. nóvember dagur íslenskrar tungu

1.-4. bekkur ađ syngja Aravísur
1.-4. bekkur ađ syngja Aravísur
1 af 3

Í tilefni af degi íslenskrar tungu fóru nemendur úr 8.-10. bekk sem það völdu, upp á leikskóla og lásu fyrir nemendur og fengu að launum bros og skemmtilegan söng. Í síðasta tíma dagsins komu nemendur saman á sal og lásu bæði frumsamdar sögur og verk eftir aðra. Einnig voru flutt tónlistaratriði; t.d. Aravísur Stefáns Jónssonar. Að lokum röppuð Agnes og Jóhanna frumsaminn texta um hvað það er gaman og gott að vera í skólanum og búa á Þingeyri, við lagið "Rapp, skólarapp". Að lokum fóru allir með bros á vör inn í langa helgi og koma aftur með bros á vör í skólann miðvikudaginn 21. nóvember.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 9. nóvember 2012

Foreldraviđtöl

Í dag fóru með póstinum vitnisburðir nemenda fyrir haustönn sem lauk 6. nóvember sl. Pósturinn fór ekki í sveitina og því tóku nemendur sína vitnisburði með heim í dag. Með vitnisburðinum fylgja tímaseðlar fyrir foreldraviðtöl sem eru dagana 12.-14. nóvember. Einnig fylga með dæmi um námsmarkmið sem gott væri að foreldrar og nemendur huguðu að fyrir viðtalið þar sem ný markmið verða sett fyrir vetrarönn.

 

Eigið góða helgiWink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 2. nóvember 2012

Ávextir fyrir nemendur

Góđ regla er ađ borđa um 5x ávexti og grćnmeti á dag
Góđ regla er ađ borđa um 5x ávexti og grćnmeti á dag

Boðið verður upp á niðurskorna ávexti, epli og banana, frá mánudeginum 5. nóvember til jóla fimm daga vikunnar. Hvert barn getur valið tvennt í hvert sinn. Hver dagur kostar um 45 krónur, eða 1.530 kr. fyrir hvert barn til jóla. Þeir foreldrar sem vilja nýta þetta boð fyrir börn sín, eru vinsamlegast beðnir um að leggja ofangreinda upphæð inn á reikning 0154 - 05- 400144, kt.560686 -1299. Aðrir sem ekki vilja nýta sér boðið, vinsamlegast hafi samband við skólann og láti vita. Óskað er eftir því að foreldrar verði búnir að ganga frá þessu fyrir fimmtudag 8. nóvember. Allir nemendur eiga samt sem áður kost á því að fá ávexti fyrstu dagana í næstu viku.

Þetta fyrirkomulag verður síðan endurskoðað af skóla og foreldrum í byrjun desember að fenginni reynslu. Það er von foreldra og skólans að þetta framtak verði til þess að ávextir verði enn frekar hluti af daglegri neyslu barna á hollri og næringarríkri fæðu.

 

Bendum einnig á síðu landlæknisembættisins fulla af fróðleik um næringu

http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/naering/

                                                                                                                                                            

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 31. október 2012

Skólastjóra hálskragi

Gunnlaugur Dan skólastjóri G.Ţ. međ flotta hálskragann:)
Gunnlaugur Dan skólastjóri G.Ţ. međ flotta hálskragann:)

Á sameiginlegum íþrótta og leikjadegi nemenda skólanna á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík, í 1. – 7. bekk sem haldinn var þann 12. október og sagt hefur verið frá hér á síðunni, var þemað samvinna og yfirskriftin var „samvinna gerir okkur sterkari“. Þar unnu nemendur saman að margvíslegum verkefnum á átta mismunandi stöðvum og var prjónastöð ein af þessum stöðvum. Þar prjónuðu nemendur alls kyns búta – en hver skóli hafði sinn lit. Í lok dagsins kom það í hlut stöðvarstjórans og textílkennarans við G.Þ. Borgnýjar Gunnarsdóttur, að setja þetta skemmtilega samvinnuverkefni saman. Hún útbjó þennan skemmtilega og flotta hálskraga sem gefur að líta hér um háls skólastjóra G.Þ. Gunnlaugs Dan. En það er einmitt áskorun til skólastjóra þessara skóla að skarta þessu samvinnuverkefni og láta síðan birta mynd af sér með kragann um hálsinn á heimasíðu síns skóla.

Fyrsta áskorun er semsagt á skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, Gunnlaug Dan Ólafsson.

Síðan skorum við á skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar, Maríu Valberg,

þá skólastjóra Grunnskóla Suðureyrar, Snorra Sturluson

og loks skólastjóra Súðavíkurskóla, Önnu Lind Ragnarsdóttur.

Góða skemmtun J

« 2023 »
« Október »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón