Skólasetning- fimmtudaginn 22. ágúst kl.11:00
Grunnskólinn á Þingeyri verður settur á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst kl. 11:00. Nýr skólastjóri, Stefanía Helga Ásmundsdóttir mun setja skólann og kynna áherslur vetrarins. Nemendur munu því næst ganga í sínar heimastofur ásamt sínum umsjónarkennurum eins og venja er og fá hjá þeim upplýsingar um stundatöflu, mjólkuráskirft, mötuneyti, foreldraviðtöl og fl.
Innritun í tónlistarnám á Þingeyri verður einnig fimmtudaginn 22. ágúst kl. 17-19 í Félagsheimilinu. Píanóleikarinn Tuuli Rahni verður deildarstjóri og aðalkennari útibús Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri í vetur eins og undanfarin ár. Námsframboðið er fjölbreytt: píanó, hljómborð, harmonikka, blokkflauta, þverflauta, gítar, bassi, trommur, dægurlagasöngur f. börn og fl.
Nánari upplýsingar í síma: 456 3925 (skrifstofa) og 864 5286 (Tuuli) og á vefsíðunni: www.tonis.is