Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 14. maí 2013
Fundarboð
Foreldrafundur - fimmtudaginn 16. maí 2013
Fimmtudaginn 16. maí kl. 17:30 verður fundur með foreldrum á sal skólans. Á fundinum mun skólastjóri ræða skólastarfið á skólaárinu og þær breytingar sem kunna að verða á því næsta.
Dagskrá :
- Starfsáætlun / skóladagatal 2013- 2014
- Fyrirsjáanlega breytingar á skólastarfi næsta skólaár.
- Hvað segja kannanir (foreldrakönnun og Skólapúlsinn) um skólastarfið í vetur og hvað segja foreldrar
- Ný aðalnámskrá – stutt kynning
- Önnur mál og almennar umræður um skólastarfið
Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn.