Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 15. október 2013

Skólapúlsinn

Ár hvert er lögð fyrir könnun hjá nemendum í 6. - 10. bekk Grunnskólans á Þingeyri þar sem lagðar eru fyrir spurningar um hagi og líðan nemendanna. Þessi aðferð er liður í því að spyrja nemendur um þeirra líðan, virkni í námi ásamt almennum spurningum um skólann og bekkjaranda. Niðurstöður eru síðan skoðaðar með því markmiði að bæta innra starf skólans. Könnunin verður lögð fyrir í vikunni 21.október – 25.október 2013.

Rannsóknin er framkvæmd af Rannsóknir og greining ehf. Mælitæki rannsóknarinnar eru ítarlegir spurningalistar sem hafa verið þróaðir ár frá ári, fyrst af starfsfólki Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála en á síðari árum af Rannsóknum & greiningu.

Spurningarnar eru mótaðar af fagfólki í félagsvísindum þar sem farið er eftir ströngum kröfum um að þær geti af sér öruggar niðurstöður, að áreiðanleiki og réttmæti sé ávallt í fyrirrúmi.

Nemendur fá með sér blað á næstu dögum þar sem óskað er eftir því að foreldrar láti vita hvort barnið þeirra eigi ekki að taka þátt í könnunni.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón