Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 4. september 2013

Kennaraþing K.S.V. föstudaginn 6. september

Yngstastigið á Suðureyri
Yngstastigið á Suðureyri

Föstudaginn 6. september halda kennarar við skólann ásamt kennurum úr öllum grunnskólum á vestfjörðum á kennaraþing K.S.V. Nemendur þurfa því ekki að mæta í skólann þann dag.

 

Skólastarf haustsins hefur gengið mjög vel, en í þessari viku er göngu- og útvistarvika (sjá frétt hér fyrir neðan). Í síðustu viku fórum við þrjá daga yfir á Suðureyri og tókum þátt í tónlistarsmiðjum með nemendum Grunnskólans á Suðureyri. Myndir úr tónlistarsmiðjunum má sjá í tenglinum myndasafn hér til vinstri. Eitt af markmiðum skólans er að efla jákvætt foreldrasamstarf og óhætt að segja að foreldrar hafi verið mjög öflugir í upphafi ársins með þátttöku þeirra á þessum fyrstu dögum skólans, bæði vegna tónlistarsmiðjunnar, gönguvikunnar og auðvitað foreldraviðtalanna. Vonum að foreldrar hafi haft jafn gaman að þessari vinnu eins og við:)

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón