Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 25. september 2013

Fréttir af skólastarfinu í september

Gengið upp Ausudal (miðstig)
Gengið upp Ausudal (miðstig)
  •  Síðasta vika gekk vonum framar og allir gerðu sitt besta. Fyrsti tíminn í áhugasviði var á föstudaginn og verður spennandi að sjá afrakstur vinnunnar hjá nemendum þegar þeir ljúka við sitt, verkefnin eru fjölbreytileg og unnin í samvinnu við kennara.
  • Samræmdu könnunarprófin eru í þessari viku hjá 4., 7., og 10.bekk. Hafa nemendur undirbúið sig vel og vandlega og liggur fyrir að allir ætla að gera sitt besta. Þá daga sem könnunarprófin eru fara nemendur heim að því loknu.  
  • Sundnámskeiðið hjá 1.-4.bekk lýkur á miðvikudaginn og hefur gengið vonum framar hjá þeim. Lögð hefur verið áhersla á skriðsund og hafa allir nemendur tekið framförum á þessum tíma. Næsta námskeið verður í desember. Við minnum foreldra á þegar nær dregur að námskeiði tvö. 
  • Eins er síðasta vikan í útileikfimi hjá öllum námshópum og því vert að minna á hluti eins og tátiljur eða sokka með gúmmí undir fyrir 1.-4.bekk. Aðrir námshópar eiga að vera í skóm. Alltaf er gott að ítreka sturturegluna og muna eftir viðeigandi fylgihlutum eins og handklæði og fleiru.
  • Mánudaginn 30.september  er starfsdagur og nemendur þurfa ekki að mæta í skólann. Kennarar fara   í vinnuferð á Flatreyri vegna innleiðingar á nýju aðalnámskránniWink

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón