Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. október 2013

Heimsókn á leikskólann Laufás

Kolbrún, Andrea, Ásmundur og Ástvaldur (1. og 2. bekkur)
Kolbrún, Andrea, Ásmundur og Ástvaldur (1. og 2. bekkur)
1 af 7
Í lok september fóru fyrsti og annar bekkur í heimsókn á leikskólann Laufás þar sem þeim var boðið að koma og horfa á leikrit í flutning Elfars Loga. Elfar Logi færði báðum skólunum gjöf sem Kolbrún Ármannsdóttir í fyrsta bekk tók við fyrir grunnskólann og Auður Alma Viktorsdóttir fyrir leikskólann. Við þökkum leikskólanum fyrir gott boð og Elfari fyrir gjöfina (sjá með fylgjandi myndir hér til hliðar).

Einnig hafa farið fram kosningar í nemendaráð G.Þ. Þeir fulltrúar sem kosnir voru í embætti munu koma til með að sjá um félagslíf og fleira sem við kemur skólastarfinu.

Fulltrúar nemendaráðs veturinn 2013-14 eru:
Formaður: Sindri Þór Hafþórsson
Gjaldkeri Dýrleif Arna Ómarsdóttir
Ritari: Natalía B. Snorradóttir
Skemmtinefnd: Anton Líni Hreiðarsson og Brynjar Proppé
DJ/plötusnúður: Vilhelm Stanley Steinþórsson

 

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón