Skólahlaup 28.9.
Miðvikudaginn 28. september ætlum við að hlaupa Norræna skólahlaupið. Hlaupið verður ræst kl. 10:15 frá kirkjunni. Allir fá ávexti eftir hlaup og fara svo í sund. Íþróttir þennan dag verða sameiginlegar meðal allra námshópa. Skóli samkvæmt stundatöflu eftir hádegi. Allir þurfa að koma með eða vera í íþróttafötum sem henta vel í útihlaup og hafa meðferðis sundföt og handklæði.
Vegalegndirnar eru 2,5 km fyrir yngstu nemendurnar
5 km og 10 km fyrir mið,-og elstastig
Óskir um vegalengdir er einnig hægt að ræða og semja um við íþróttakennara (einstaklingsmiðun)
Nemendur á mið,-og elsta stigi mega hlusta á tónlist á meðan þeir hlaupa kjósi þeir það.
Allir eru velkomnir til að taka þátt í þessum viðburði með okkur
Eitt helsta markmið Norræna skólahlaupsins er að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.Nánar má lesa um skólahlaupið á vef Í.S.Í http://isi.is/fraedsla/norraena-skolahlaupid/