Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 28. júní 2021

Gróðursetning í yrkjureit G.Þ.

Á þessari mynd má vel sjá staðsetningu gróðursetningar vorið 2021
Á þessari mynd má vel sjá staðsetningu gróðursetningar vorið 2021
1 af 7

Mikil samvinna ríkti á grænumdegi 1. júní í Grunnskólanum á Þingeyri. Allir nemendur og starfsfólk skólans komu niður hvorki meira né minna en 133 birkiplöntum frá gróðurstöðinni Sólskógum. Plönturnar voru gróðursettar í Yrkjureit skólans en nánar má kynnast Yrkjusjóð hér sem gefa okkur plöntur til gróðursetningar. Á þessari síður má finna ýmsan fróðleik um gróðursetningu bæðði fyrir nemendur, kennara og foreldra.

Eitt af gildum skólans er samheldni, nemendur sýndu það og sönnuðu að þau eru rík af henni.

Eftir gróðursetnigu var skólalóðin snyrt. Foreldrar komu og hjálpuðu okkur að grilla hamborgara og rúsínan í pulsuendanum var svo vatnsblöðru Paintball sem nemendaráð skipulagði. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 2. júní 2021

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri 2021

Skólaslit 4. júní 2021 kl.16
Skólaslit 4. júní 2021 kl.16

verða föstudaginn 4. júní kl. 16 í Þingeyrarkirkju.

Að lokinni athöfn mun Kvenfélagið Von sjá um kaffisölu í félagsheimilinu.

Einnig mun skólasýningin vera á sínum stað „á sal“ í skólanum

til kl. 18:30

Á milli kl. 18:30-19:00 sækja nemendur muni sína J

 

Allir velkomnir

Persónulegar sóttvarnir gilda ásamt skráningum gesta.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 12. maí 2021

Ævintýraferð 4.-5. bekkjar

Búskapur Artic Fish skoðaður- allur hópurinn saman út á kví
Búskapur Artic Fish skoðaður- allur hópurinn saman út á kví
1 af 11

Veðurbliðan hefur verið með eindæmum góð í maí, allavega á meðan sólin lætur sjá sig. Guðrún og nemendur í yngra,-miðstigi nýttu vorblíðuna í dag til ævintýraferðar. Ævintýrið var gulrót fyrir lestrarátakið sem lauk í 30. apríl. Sameiginleg ákvörðun allra í hópnum var að fá að heimsækja "nýja" prammann hérna úti fyrir Þingeyrarodda (eins og nemendur á elsta stigi fengu að gera í síðustu viku). Steini í fiskeldinu hjálpaði til við að gera ævintýrið að veruleika og sigldi með hópinn á Eiríki rauða yfir í prammann. Veiðstangir og mikið hugrekki var haft með í nesti, veiði var þó mjög dræm. Þegar hópurinn kom aftur land tók við ratleikur sem endaði með vísbendingunni: Þar er hægt að grilla og kveikja varðeld og upp á hólnum er sólúr. Nemendur voru ekki lengi að kveikja á perunni því þeir hafa verið að læra um sólúr í Halló heimur. Þar endaði ævintýrið með grilli og vorleikjum. Áberandi samkennd ríkti í hópnum og gleði skein úr hverju andliti eins og sjá má á myndum hér til hliðar. Takk fyrir okkur Artic Fish!

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 8. apríl 2021

Dagur barnabókarinnar og "blár apríl"

Allir nemendur og starfsmenn komu saman á sal og hlustuðu á söguna
Allir nemendur og starfsmenn komu saman á sal og hlustuðu á söguna "Svartholið"

Í dag, 8. apríl var dagur barnabókarinnar. Það er IBBY á Íslandi heldur upp á dag barnabókarinnar með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Kristín Ragna Gunnarsdóttir skrifað skemmtilega smásögu fyrir þetta tilefni, Svartholið, og við sátum öll á sal og hlustuðum. Hóparnir unnu svo ýmis verkefni úr sögunni.  IBBY á Íslandi eru samtök fólks sem trúir því að barnabækur geti breytt heiminum til hins betra. 

 

Á morgun, 9. apríl, er svo haldið upp á "bláan apríl" með því að allir eru hvattir til að mæta í einhverju bláu í skólann, en það er gert  til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófi.

Tekið af heimasíðunni blarapril.is: "Á hverju ári heldur félagið upp á “Bláa daginn” sem er oftast haldinn samhliða alþjóðlegum degi einhverfu sem er 2. apríl á ári hverju en ef 2. apríl lendir á helgi eða páskafríi hefur verið valinn annar heppilegur dagur þar sem Blái dagurinn hefur skapað sér sess í grunn- og leikskólum landsins og margir bíða spenntir eftir honum á hverju ári."

Við erum að sjálfsögðu með og mætum í bláu á morgun :-)

 

 
Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 25. mars 2021

Heimsókn 10. bekkinga í MÍ

Hluti af bóknámshúsi MÍ og heimavist
Hluti af bóknámshúsi MÍ og heimavist
1 af 5

Menntaskólinn á Ísafirði bauð öllum 10. bekkingum á norðanverðum Vestfjörðum í heimsókn miðvikudaginn 24. mars til að kynnast skólanum og sjá hvað býður þeirra í haust. Klukkan 13.30 áttu nemendur frá Þingeyri, Suðureyri og Flateyri ásamt náms- og starfsráðgjafa þeirra og 10. bekkingum á Ísafirði heimsóknartíma í MÍ. Þar var mjög vel tekið á móti okkur og skólastarfið kynnt af skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa. Ekki fannst okkur síðra að fá kynningu á félagslífi nemenda og ágæti heimavistarinnar frá nemendum sjálfum. Við fengum svo "túr" um skólann þar sem ýmiss konar starfsemi var kynnt og kíkt inn í kennslustundir. Að lokum fengum við smá hressingu í mötuneytinu áður en haldið var aftur heim...... og þar biðu svo fréttir um lokanir og snemmbúið páskafrí - eins og öllum er kunnugt um. En við vorum mjög glöð að af þessari heimsókn gat orðið, því skil milli skólastiga eru alltaf svolítið "fullorðins" og smá "ógnvekjandi"

Takk fyrir frábæran dag, MÍ og 10. bekkur.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 24. mars 2021

Kennsla fellur niður 25.-26. mars

Pössum okkur sjálf
Pössum okkur sjálf

Ný tilkynning frá stjórnvöldum um takmörkun á skólahaldi var tilkynnt í dag og tekur hún gildi frá og með miðnætti í kvöld. Gildir sú ákvörðun til 1. apríl n.k.

Engin kennsla verður því í Grunnskólanum á Þingeyri á morgun, fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars. Staðan varðandi skólahald verður tekin aftur að loknu páskafríi.

 

Gleðilega Páska & munið að huga vel að sóttvörnum.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 15. mars 2021

Árshátíð G.Þ. 2021

Fjögur atriði á fyrri sýningu, þrjú atriði á seinni sýningu. Sýning tekur rúmlega 1,5-2 klst.
Fjögur atriði á fyrri sýningu, þrjú atriði á seinni sýningu. Sýning tekur rúmlega 1,5-2 klst.
Þá er komið að því, og við erum afar glöð á þessum tímum að segja ykkur að Árshátíð G.Þ. verður haldin samkv. skóladagatali 18. mars nk. Við verðum að fara eftir ákv. reglum til að geta haldið viðburðinn og verðum við því að biðja foreldra og forráðamenn um að skrá skig á fyrri sýningu sem er kl. 10 eða seinni sýningu sem er kl. 19:30. 
 
Árshátíðin er haldin í Félagsheimilinu og um 50 manns komast þar fyrir með nándartakmörkunum. Sæti verða númeruð og árshátíðargestir þurfa að sitja í þeim sætum sem þeim er úthlutað. Engin sjoppa verður á sýningum til að forðast hópamyndanir. Boðið verður upp á banana á fyrri sýningu og á seinni sýninguna má hafa með sér drykk og gotterí. Aðgangseyri er 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri, allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.
 
Til að panta sendið þið tölvupóst á ernaho@isafjordur.is
Athugið að ef þið eigið börn í leikskólanum (fædd 2017-2015) þá taka þau þátt í fyrri sýningu og mælum við með því að þið veljið þá fyrri sýninguna (alla vega annað foreldrið).
 
Allir gestir þurfa að nota andlitsgrímur.
Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 4. mars 2021

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Þátttakendur og áhorfendur
Þátttakendur og áhorfendur
1 af 7

Í dag, fimmtudaginn 4. mars, fór undakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í Grunnskólanum á Þingeyri.

Undanfarin ár hafa "litlu skólarnir" sameinast í undankeppninni og skipst á að halda hana í sínum skóla.

Í ár var komið að okkur að halda keppnina og komu 5 nemendur frá Suðureyri til okkar ásamt Eddu Björk (okkar) kennaranum þeirra. Það voru því 9 nemendur 7. bekkjar sem lásu upp brot úr sögunni Undraflugvélin eftir Ármann Kr. Einarsson, ljóð eftir Þorstein frá Hamri og ljóð að eigin vali. Dómararnir þrír, þau Hildur Inga Rúnarsdóttir, Elfar Logi Hannesson og Óttar Freyr Gíslason, þurftu að takast á við það vandasama verk að velja þrjá lesara og einn varamann til að lesa á lokakvöldi Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Hömrum miðvikudaginn 10. mars kl. 17.00 

Það endaði þannig að Adam Smári Unnsteinsson og Marcin Anikiej frá Grunnskólanum á Suðureyri og Una Proppé Hjaltadóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri verða fulltrúar "litlu skólanna" á lokakeppninni. Margrét Embla Viktorsdóttir frá G.Þ. er varamaður - ef einhver þremenninganna forfallast.

Stóra upplestrarkeppnin er fastur liður í 7. bekk og það er alltaf pínu stressvaldur, en þessir flottu krakkar eru alltaf mjög duglegir að æfa sig, taka vel tilsögn og standa sig með prýði. Hópurinn í ár var engin undantekning þar á og það var mjög stoltur íslenskukennari sem sagði að í sínum huga væru þau öll sigurvegarar :-)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 26. febrúar 2021

Öskudagur og árshátiðar undirbúningur

Kötturinn sleginn úr tunninni
Kötturinn sleginn úr tunninni
1 af 2

Undan farnar vikur litast af fjölbreytni og gleði, bolludagur, sprengidagur og öskudagur lita skólastarfið. Nemendaráðið hélt skemmtilegan leik á sal þar sem "kötturinn" var sleginn úr tunnunni á öskudaginn of hvatti nemendur og starfsfólk til að mæta í náttfötum, boðið var upp á salt kjöt og baunir að íslenskum sið á sprengidaginn (það sprakk samt enginn) og á bolludaginn var boðið upp á kjötbollur í hádeginu og bollur með tilheyrandi gúmmelaði.

 

Annars eru helstu fréttinrar af skólastarfinu þær að stefnt er á árshátíð 18. mars. Allir námshópar eru farnir að huga að leikverki og næstu vikur litast að undirbúningi hvort sem það eru leikæfingar, leikmyndagerð og fl.

Stefnt er á að halda sýningu í félagsheimilinu og krossum við puttta um að takmarkanir sem eru í dag haldist. Ef upp koma vandamál þá leysum við þau í takt við reglur sem eru í gildi á þeim tíma.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 5. febrúar 2021

Dagur stærðfræðinnar 2021

Stærðfræði ratleikur á eldra miðstigi
Stærðfræði ratleikur á eldra miðstigi
1 af 20

Föstudaginn 5.febrúar héldum við upp á dag stærðfræðinnar. Nemendur á yngsta stig fengu ósk sína uppfyllta að lesa með vasaljós í yndislestri sem allir tóku þátt í (enda plús og mínus merki á batteríunum í vasaljósunum).

Allir námshóparnir 4 fóru í leiki og eða þrautir sem tengjast stærðfræði. Stærðfræði þjálfar heilan og nauðsynlegt að læra grunn hennar vel og tengja daglegu lífi. 


 

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón