Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 15. mars 2021

Árshátíð G.Þ. 2021

Fjögur atriði á fyrri sýningu, þrjú atriði á seinni sýningu. Sýning tekur rúmlega 1,5-2 klst.
Fjögur atriði á fyrri sýningu, þrjú atriði á seinni sýningu. Sýning tekur rúmlega 1,5-2 klst.
Þá er komið að því, og við erum afar glöð á þessum tímum að segja ykkur að Árshátíð G.Þ. verður haldin samkv. skóladagatali 18. mars nk. Við verðum að fara eftir ákv. reglum til að geta haldið viðburðinn og verðum við því að biðja foreldra og forráðamenn um að skrá skig á fyrri sýningu sem er kl. 10 eða seinni sýningu sem er kl. 19:30. 
 
Árshátíðin er haldin í Félagsheimilinu og um 50 manns komast þar fyrir með nándartakmörkunum. Sæti verða númeruð og árshátíðargestir þurfa að sitja í þeim sætum sem þeim er úthlutað. Engin sjoppa verður á sýningum til að forðast hópamyndanir. Boðið verður upp á banana á fyrri sýningu og á seinni sýninguna má hafa með sér drykk og gotterí. Aðgangseyri er 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri, allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.
 
Til að panta sendið þið tölvupóst á ernaho@isafjordur.is
Athugið að ef þið eigið börn í leikskólanum (fædd 2017-2015) þá taka þau þátt í fyrri sýningu og mælum við með því að þið veljið þá fyrri sýninguna (alla vega annað foreldrið).
 
Allir gestir þurfa að nota andlitsgrímur.
« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón