Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 25. mars 2021

Heimsókn 10. bekkinga í MÍ

Hluti af bóknámshúsi MÍ og heimavist
Hluti af bóknámshúsi MÍ og heimavist
1 af 5

Menntaskólinn á Ísafirði bauð öllum 10. bekkingum á norðanverðum Vestfjörðum í heimsókn miðvikudaginn 24. mars til að kynnast skólanum og sjá hvað býður þeirra í haust. Klukkan 13.30 áttu nemendur frá Þingeyri, Suðureyri og Flateyri ásamt náms- og starfsráðgjafa þeirra og 10. bekkingum á Ísafirði heimsóknartíma í MÍ. Þar var mjög vel tekið á móti okkur og skólastarfið kynnt af skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa. Ekki fannst okkur síðra að fá kynningu á félagslífi nemenda og ágæti heimavistarinnar frá nemendum sjálfum. Við fengum svo "túr" um skólann þar sem ýmiss konar starfsemi var kynnt og kíkt inn í kennslustundir. Að lokum fengum við smá hressingu í mötuneytinu áður en haldið var aftur heim...... og þar biðu svo fréttir um lokanir og snemmbúið páskafrí - eins og öllum er kunnugt um. En við vorum mjög glöð að af þessari heimsókn gat orðið, því skil milli skólastiga eru alltaf svolítið "fullorðins" og smá "ógnvekjandi"

Takk fyrir frábæran dag, MÍ og 10. bekkur.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón