Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 4. mars 2021

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Þátttakendur og áhorfendur
Þátttakendur og áhorfendur
1 af 7

Í dag, fimmtudaginn 4. mars, fór undakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í Grunnskólanum á Þingeyri.

Undanfarin ár hafa "litlu skólarnir" sameinast í undankeppninni og skipst á að halda hana í sínum skóla.

Í ár var komið að okkur að halda keppnina og komu 5 nemendur frá Suðureyri til okkar ásamt Eddu Björk (okkar) kennaranum þeirra. Það voru því 9 nemendur 7. bekkjar sem lásu upp brot úr sögunni Undraflugvélin eftir Ármann Kr. Einarsson, ljóð eftir Þorstein frá Hamri og ljóð að eigin vali. Dómararnir þrír, þau Hildur Inga Rúnarsdóttir, Elfar Logi Hannesson og Óttar Freyr Gíslason, þurftu að takast á við það vandasama verk að velja þrjá lesara og einn varamann til að lesa á lokakvöldi Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Hömrum miðvikudaginn 10. mars kl. 17.00 

Það endaði þannig að Adam Smári Unnsteinsson og Marcin Anikiej frá Grunnskólanum á Suðureyri og Una Proppé Hjaltadóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri verða fulltrúar "litlu skólanna" á lokakeppninni. Margrét Embla Viktorsdóttir frá G.Þ. er varamaður - ef einhver þremenninganna forfallast.

Stóra upplestrarkeppnin er fastur liður í 7. bekk og það er alltaf pínu stressvaldur, en þessir flottu krakkar eru alltaf mjög duglegir að æfa sig, taka vel tilsögn og standa sig með prýði. Hópurinn í ár var engin undantekning þar á og það var mjög stoltur íslenskukennari sem sagði að í sínum huga væru þau öll sigurvegarar :-)

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón